Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 32
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Aðferðir: Fingurvöðvar hægri handleggs ferlamaðs einstaklings eru raförvaðir 3-5 sinnum í viku. Sú meðferð hefur staðið í rúmlega þrjú og hálft ár. Vöðvarnir voru raförvaðir með 20 Hz fyrstu tvö og hálfa árið en frá hausti 2010 hefur hann verið meðhöndlaður á tveimur tíðnisviðum, 6 og 16 Hz. Meðferðarheldni er breytileg eftir mánuðum. Báðir handleggir hafa verið mjmdaðir 4 sinnum með spiral tölvusneiðmyndavél (TS), 2005, 2009 tvisvar og 2011. Myndvinnsluforritið MIMICS var notað til að einangra ákveðið rúmmál vefja framhandleggs fyrir beygju- og réttuvöðva fingra og þéttni þeirra skoðuð. Niðurstöður frá mismunandi tímum eru bornar saman annars vegar og hægri og vinstri handleggur hins vegar. Niðurstöður: Hærri þéttni vöðvavefja mælist í raförvuðum vöðva hægri handleggs en í vinstri handlegg sem ekki var meðhöndlaður. Þá hefur þéttni hækkað á meðferðartímabilinu í báðum handleggjum. Ályktun: Niðurstöður benda til að raförvunarmeðferð leiði til hærri þéttni ítaugaðra vöðva handleggs. Skoða þarf betur hvers vegna þéttniaukning er einnig í vinstri handlegg þótt minni sé. Skýring gæti verið hækkaður tónus í vöðvum vinstri handleggs vegna meðferðar í hægri handlegg. V-78 Bútalíkanagerð til að styðja bestu ákvörðunartöku við heilliðun á mjaðmarlið með og án sements Paolo Gargiulo u, Egill Axfjörð Friðgeirsson1'2, Þröstur Pétursson2, Ellen Óttarsdóttir2, Þórður Helgasson u, Halldór Jónsson jr3’4 'Heilbrigðis og upplýsingatæknideild Landspítala, 2heilbrigðisverkfræðisviði, tækni- og verkfræðideild, Háskólans í Reykjavík, 3bæklunarskurðlækningum Landspítalala, 4bæklunarskurðlæknisfræði HÍ paologar@LSH.lS Inngangur: Beinbrot kringum gerviliði valda ákveðnum festingar- vandræðum. Brot getur orðið við fyrstu ísetningu, langtíma viðvera hans getur breytt byggingu beinsins og aukið líkur á broti. Þess vegna er mikilvægt að velja hagstæðasta ígræðið í byrjun, bæði fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Þetta er kynning á forrannsókn til að þróa tölvustýrða aðferð til að ákvarða hvort betra sé að gera umskipti á mjaðmarlið með eða án sements. Efni og aðferð: Tölvusneiðmyndir voru teknar af tveimur sjúklingum, annar með gervimjaðmarlið með sementi og hinn án sements. Sneið- myndirnar voru teknar frá fremri hluta mjaðmarblaðs niður að miðjum lærlegg. Þrívíddarvefjaflokkun, líkanagerð og möskvagerð af mjaðmarbeini, lærleggsbeini og ígræði voru framkvæmdar í hug- búnaðinum MIMICS. Mjaðmar- og lærleggs beinþéttleiki var reiknaður út yfir þrívíddarsvæðið sem beinin spanna. Bútalíkanagerð (e.finite element method) var notuð til að líkja eftir sperrnu umhverfis mjaðmarliðinn vegna mjaðmarígræðlis með og án sements. Eftir vefjaflokkunina voru bein og ígræðismöskvar fluttir yfir í Ansys Workbench þar sem efniseiginleikum var úthlutað og jaðarskilyrði hönnuð fyrir líkanið. Að lokum var munurinn milli beggja ígræðlinganna skoðaðir með Von Mises spennudreifingu þar sem mismunandi kraftaskilyrðum var beitt á mjaðmar- og lærleggsbeinin. Niðurstöður og umræða: Líkanið sýndi að með því að beita sama krafti á báða sjúklinga dreifðist spennan eftir beinunum á mismunandi hátt. Frekari rannsókna er þörf til að þróa tölulega aðferð sem getur ráðlagt hvort betra sé að nota sement eða ekki. V-79 Mannfræðimæling á innra eyra til greiningar á góðkynja stöðusvima (BPPV) Paolo Gargiulo1'2, Andrea Veratti24, Hannes Petersen43 'Framþróun og ráðgjöf - Landspítala, heilbrigðis- og upplýsingatækni, 2tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, heilbrigðisverkfræði, 3heilbrigðisverkfræðideild háskólans í Bologna, Ítalíu, 4háls-, nef- og eymadeild Landspítala, skurðsviði, slíffærafræði, læknadeild HÍ paologar@LSH.IS Inngangangur: Þróuð þrívíð myndgreiningartækni með sundurhlutun vefja er notuð til að sneiða innra eyra á sjúklingum, sem þjást af góðkynja stöðusvima (BPPV). BPPV, sem er algengasti snarsvima sjúkdómurinn er greindur á klínískan hátt, þar sem saga um hringekjusvima kemur fram við stöðubreytingar og að sjá má augntif (nystagmus) við Dix-Hallpike skoðun. í þeirri skoðun eru aftari boðgöng í línu samsíða lengdaröxli sjúklings og þá sjúklingur er lagður, svara boggöngin aðdráttarafli jarðar, séu kalkkristallar til staðar í þeim og fram kemur augntif (nystagmus). Markmið: Megin markmið þessarar vinnu er að þróa greiningartækni, sem nota má á hlutbundin hátt til að styrkja greiningu á BPPV. Það felur í sér, að þróa tölvusneiðmyndar verkferla (protocoll) sem gefur bestu sneiðun, vefjaaðgreiningu byggt á hoimdsfield (HU) baseruðum þéttleika og nákvæma þrívíddar endurbyggingu á innra eyra mannsins. Skilgreina viðmiðunarpimkta í þrívíðu módeli innra eyra, þá sérstaklega aftari boðgöngunum, sem nota má til aðgreiningar sjúkra frá heilbrigðum. Aðferðir: Tölvusneiðmyndum frá 10 sjúklingum með BPPV var safnað. Rannsóknarsvæðið sem tekur til innra eyra, er afmarkað milli gagnaugabeins og kinnbeins þar sem sneiðarþykkt er 0.6-0.7 mm, styrkur röntgengeisla 140 KV og kornastærð 0.247 mm, sem gefur um 250-350 CT sneiðar á svæðinu, en það svarar til MH stærð sjúklings. Stafrænum sneiðmynda gögnum er safnað í sérstakt myndgreiningarforrit (Mimix) sem aðgreinir bein, vöðva og annan vef á HU skala og gerir þrívíddaruppbyggingu myndar mögulega. Stærð, lengd og diametrar og HU-baseraður þéttleiki er mældur frá boðgöngum innra eyrans og cochlea í heilbrigðum og sjúkum innri eyrum. Niðurstöður tölvusneiðmyndunar með þrívíddaruppbyggingu myndar og módel útprentun má nota með góðum árangri til að mæla rúmtak, útlit innra eyra og þéttleika. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að þéttleiki í aftari boðgöngum sjúklinga er að meðaltali lægra miðað við heilbrigða. Ályktun: Sérstakir tölvusneiðmyndar verkferlar eru mikilvægir til að geta mælt á nákvæmari hátt hugsanlegan mun á milli heilbrigðra og sjúkra einstaklinga. V-80 Dreifing metýltengds erfðabreytileika bendir til þess að piRNA- PIWI varnarkerfið verki á aðlæga LINE-1 stökkla í kímlínu mannsins Martin Ingi Sigurðsson1-2, Albert Vemon Smith3, Hans Tómas Bjömsson4, Jón Jóhannes Jónsson1'2 ‘Lífefna-og sameindalíffræðistofu, tæknadeild HÍ, 2erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 3Hjartavemd, 4Johns Hopkins háskólasjúkrahúsinu mis@hi.is Inngangur: Varnarkerfi gegn stökklum sem byggir á samspili PIWI próteinsins og piRNA sameinda hefur nýverið verið uppgötvað í kímlínu mannsins. Kerfið hemur virkni LINE-1 stökkla með DNA metýlun. Þar sem piRNA sameindirnar eru staðsettar í klösum á öllum litningum mannsins settum við fram þá tilgátu að kerfið verki mest á svæði aðlægt piRNA klösunum. 32 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.