Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 37
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 68 með óreynda (CD138'/B220+), mirmis/plasmablast (CD138+/B220+) og plasmafrumu (CD138+/B220 ) svipgerðir i miltanu en mýs sem voru endurbólusettar með MenC-CRM197. BrdU jákvæðar MenC-PS sértækar IgG+ og IgM+ B frumur i miltanu voru einnig færri en í músum sem fengu saltvatn. 12klst eftir endurbólusetningu með MenC-PS var aukin tíðni af MenC-PS sértækum B frumum í stýrðum frumudauða (Annexin V+) i miltanu en í músum sem fengu MenC-CRM]97eða saltvatn. Ályktanir: í músum sem eru bólusettar með MenC-CRM]97 sem nýburar rekur MenC-PS endurbólusetning MenC-sértækar B minnisfrumur í stýrðan frumudauða, sem leiðir til skerts ónæmissvars síðar. V-93 Ónæmisglæðirinn IC31®hefur skammtasparandi áhrif í nýburamúsum þegar hann er gefinn með inflúensubóluefni og eykur Th1 og Th17 T-frumusvör. Þórunn Ásta Ólafsdóttir1'2, Karen Lingnau3, Eszter Nagy3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild H, 3Intercell AG, Vín, Austurríki, 4íslenskri erfðagreiningu thorasta@lsh.is Inngangur: Ung börn þurfa fleiri en einn skammt af inflúensu bóluefni til að mynda fullkomlega verndandi ónæmissvar, en erfitt getur verið að gefa endureknar bólusetningar þar sem framleiða þarf nýtt bóluefni árlega. Nýlegur heimsfaraldur af völdum HlNl hefur einnig valdið því að áhersla er lögð á skammtasparandi áhrif til að hægt sé að framleiða bóluefni fyrir alla heimsbyggðina. Markmið: Að kanna skammtasparandi áhrif ónæmisglæðisins þegar hann er gefinn nýburamúsum ásamt inflúensubóluefni. Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með lágum skammti af inflúensu bóluefni (0.9 pg) með eða án lágum (10 nmol KLK/0.4 nmol ODNla) eða háum (50 nmol KLK/4 nmol ODNla) skammti af IC31®. Hár skammtur (4.5 pg) var notaður til viðmiðunar. Þremur vikum eftir bólusetninguna voru miltisfrumur endurörvaðar in vitro með bóluefninu í 48 klst. Magn boðefna í frumufloti og mótefna í sermi var mælt með ELISA. Vemdunarmáttur bólusetninga var metin með mælingu hemaglutination inhibition (HI) í sermi. Niðurstöður: IC31®jók myndun inflúensusértækra IgG mótefna þegar hann var gefinn með lágum skammti af bóluefninu. Mótefnamyndun gegn háum skammti af IC31® og lágum skammti af bóluefninu var sambærileg því sem fékkst gegn háum skammti af bóluefninu. IC31® jók IgG2a/IgGl hlutfall inflúensusértækra mótefna og bindisækni þeirra. Lítið inflúensusértækt IFN-y var til staðar í músum sem einungis höfðu verið bólusettar með lágum skammti af bóluefninu. Báðir skammtar af IC31® juku hins vegar IFN-y framleiðsluna þ.a. hún var svipuð og ef hærri skammtur af bóluefninu var gefinn. Lægri skammtur af IC31® jók IL-17 framleiðsluna meira en hærri skammturinn. Ályktun: IC31®hefur skammtasparandi áhrif þegar hann er gefinn með inflúensu bóluefni og eykur myndim mótefna og boðefna sem hafa veirudrepandi áhrif. V-94 Langtímasvörun aldraðra NMRI músa við H5N1 inflúensu bóluefni Sindri Freyr Eiðsson u, Þórunn Ásta Ólafsdóttir1'2, Luuk Hilgers4, Karen Duckworth5 , Ingileif Jónsdóttir1'2'3 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, Islenskri erfðagreiningu, 4Nobilon Intemational BV, Boxmeer, Hollandi, 5BTG, London sindrijrfílaiidspitali.is Inngangur: Heimsfaraldur inflúensu getur valdið alvarlegum veikindum og dauða. Bólusetningarleiðir sem minnka skammtaþörf, auka verndandi ónæmissvör og breikka virkni bóluefnis m.t.t. ónæmisvaka gætu mætt þörfum fyrir bóluefni í heimsfaraldri. Hér eru aldraðar mýs notaðar sem líkan fyrir einn aðalmarkhóp inflúensubólusetninga, aldraða. Markmið rannsóknarinnar: var að meta ónæmissvör aldraðra NMRI músa gegn inflúensubóluefni úr óvirkjaðri heilli veiru af H5N1 heimsfaraldursstofni, framleiddri í vefjarækt og áhrif ónæmisglæðisins CoVaccine HT. Efniviður og aðferðir: Aldraðar mýs (18 mánaða gamlar, NMRI) voru bólusettar með 0,5pg HA inflúensubóluefni með/án 0,2mg CoVaccine HT og endurbólusettar 2 vikum síðar. Blóðsýnum var safnað reglulega í 21 viku í kjölfar bólusetningar. Inflúensusértæk mótefni voru mæld með ELISA og vemdarmáttur mótefna, þ.e.a.s. geta þeirra til að hlutleysa inflúensuveiru, var mældur með rauðkornakekkjun (Hemagglutination Inhibition Assay, HI). Niðurstöður: Ónæmisglæðirinn CoVaccine HT jók inflúensusértæk IgG mótefni á öllum mældum tímapunktum nema einum (12 vikum eftir aðra bólusetningu, P=0,051), samanborið við bóluefnið gefið eitt og sér (PsO,005-0,035). Tveim vikum eftir aðra bólusetningu var Hl-titer mótefna hærri í þeim músum sem fengu bóluefnið ásamt ónæmisglæðinum (5/7 einstaklingar ná WHO skilgreiningu á verndandi HI titer) m.v. bóluefnið stakt (2/5 með vernd). Átján vikum eftir aðra bólusetningu höfðu einungis 2/7 músum úr ónæmisglæðishópnum vemdandi HI titer m.v. 3/5 þeirra músa sem fengu bóluefnið stakt. Ályktun: Niðurstöður okkar gefa til kynna að ónæmisglæðirinn CoVaccine HT auki marktækt IgG mótefna svörun og bæti hlutleysingargetu mótefna gegn vefjaræktuðu H5N1 inflúensubóluefni hjá öldruðum músum, en að verndin dvíni með tímanum. V-95 Ónæmisglæðirinn LT-K63, en ekki CpG1826, nær að yfirvinna takmarkanir í þroska kímmiðjufrumna í nýburamúsum Stefanía P. Bjarnarson1'2, Hreinn Benónísson1'2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4 ^Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu, 4íslenskri erfðagreiningu stefbja@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi nýbura og ungbarna er vanþroskað og mótefnasvör gegn flestum bóluefnum hæg, lækka hratt og endast stutt. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæfingar í mótefnaseytandi B-frumur (AbSC) og B-minnisfrumur. Virkjun kímstöðva er takmörkuð í nýburamúsum vegna vanþroska kímstöðvafrumna (FDC). Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif ónæmisglæðanna CpG1826 og LT-K63 á virkjun kímstöðva og myndun AbSC við bólusetningu nýburamúsa með próteintengdri pneumókokkafjölsykru (Pnc-TT). Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með Pnc-TT án eða með CpG1826 eða LT-K63, saltvatn var notað sem viðmið. 14 dögum eftir bólusetningu voru miltu einangruð og vefjasneiðar litaðar með PNA, IgM, IgG, LÆKNAblaöið 2011/97 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.