Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 29
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 síðar ræktaðist Serratia í bringubeinsskurði. Neðstu 5 cm skurðarins voru opnaðir og lagður sogsvampur. Sýkingin lét ekki undan meðferð og var allt sárið opna niður að bringubeini á skurðstofu. Allir vírar voru fjarlægðir en lítið hald var í þeim neðstu. Sogsvampi var komið fyrir í sárið ofan á bringubeinið sem virtist heillegt. Tveimur klukkustundum eftir aðgerð hóstaði sjúklingurinn kröftuglega og umbúðir fylltust af blóði. Grisjum var þrýst á sárið og sjúklingurinn fluttur samstundis á skurðstofu. Þar var hjarta- og lungnavél tengd við náraæðar og umbúðir fjarlægðar. I ljós kom 7 cm rifa á framvegg hægra slegils. Slegillinn var fastur við bringubeinið sem hafði gliðnað í sundur neðst. Beinkantar voru fríaðir og rifunni lokað með saumi og teflonbótum. Blóð frá rofinu var endumýtt í gegnum hjarta- og lungavél en auk þess voru gefnar 19 einingar af rauðkomaþykkni. Sárinu var lokað eftir 3ja vikna meðferð með sogsvampi. í dag er sjúklingurinn í endurhæfingu og á góðum batavegi. Alyktun: Rof getur orðið á hjarta eftir miðmætissýkingu í kjölfar opinnar hjartaaðgerðar. Líklega er orsökin fyrir rofinu í þessu tilfelli samvextir milli bringubeins og framveggs hjarta. Eftir víratöku hefur beinið náð að gliðna í sundur í kjölfar kröftugs hósta og með því rofið gat á hjartað. V-68 Bráðabrjóstholsskurðaðgerðir vegna lífshættulegra brjóstholsáverka á íslandi 2005-2010 Bergrós K. Jóhannesdóttir1, Brynjólfur Mogensen12, Tómas Guðbjartssonu ’Læknadeild HÍ, 2bráðasviði, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala bkjl@hi.is Inngangur: Við alvarlega áverka á brjóstholi getur bráðabrjóstholsaðgerð bjargað lífi sjúklings. Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna algengi og afdrif þessara sjúklinga á fslandi. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem gengust undir bráðaaðgerð á brjóstholi eftir brjóstholsáverka á íslandi árin 2005-2010. Leitað var að sjúklingum í rafrænum gagnagrunni Landspítala og stærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Skráð var eðli áverka og ábending aðgerða, afdrif sjúklinga, legutími og magn blóðgjafa. Einnig var reiknað ISS- og NlSS-áverkaskor og gert RTS-áverkamat við fyrstu læknisskoðun og lifunarlíkur (PS) áætlaðar út frá því. Niðurstöður: Níu karlmenn gengust undir brjósthols- (n=6) eða bringubeinsskurð (n=4), en einn gekkst undir báða skurðina. Meðal- aldur var 40,2 ár (bil 20-76). Sex sjúklinganna voru aðallega með brjóstholsáverka en þrír fjöláverka. í fjórum tilfellum var um hnífstungu (n=2) eða skotáverka (n=2) að ræða en afleiðingar umferðarslyss (n=3) eða falls hjá hinum fimm. Endurlifgun var hafin hjá fjórum sjúklingum á slysstað og tveimur á bráðamóttöku. Meðal ISS- og NlSS-skor voru 33,7 (bil 16-54) og 48,6 (bil 25-75). Meðal RTS-áverkamat var 4,9 (bil 0-7,8) og PS-lifunarlíkur 57,2%, (bil 1,2-95,6%). Meðalblæðing þeirra sem lifðu aðgerðina var 20,1 L (bil 0,9-55) og meðallegutími 60 dagar (bil 19-112). Að meðaltali voru gefnar 27,1 ein. af rauðkornaþykkni (bil 0-112), 12,9 ein af blóðvatni (bil 0-46) og 1,2 pokar af flögum (bil 0-4). Af fimm sjúklingum sem lifðu aðgerðina og útskrifuðust (44,4% lifun) hlaut einn þverlömun eftir hryggbrot og annar vægan heilaskaða af völdum súrefnisskorts. Hinir þrír eru við góða heilsu. Ályktun: Bráðaskurðaðgerðir vegna lífshættulegra brjóstholsáverka eru tiltölulega fátíðar á íslandi. Tæpur helmingur sjúklinga lifði aðgerðina sem telst ágætur árangur hjá svo mikið slösuðum sjúklingum. V-69 Ábendingar og árangur sárasogsmeðferðar á íslandi Ingibjörg Guðmundsdóttir1, Tómas Guðbjartsson2-3 ’Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ ingibjgn@landspitali.is Inngangur: Sárasogsmeðferð er nýjung í meðferð sára þar sem undirþrýstingur er myndaður staðbundið í sárbeðnum með loftþéttum umbúðum og sogtæki. Með þessu móti er sárið hreinsað og flýtt fyrir sárgræðslu. Notkun sárasogsmeðferðar hefur aukist mjög mikið síðustu ár. Markmið rannsóknarinnar var að kanna útbreiðslu meðferðarinnar hér á landi en um leið kanna ábendingar og árangur meðferðar Efniviður og aðferðir: Aftursýn lýsandi rannsókn þar sem skoðaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga, bæði á sjúkrahúsum og utan, sem fengu sárasogsmeðferð á íslandi frá janúar til desember 2008. Skráðar voru ábendingar og tímalengd meðferðar og hvort sárin gréru að fullu eða ekki. Einnig voru skoðaðir þættir sem geta haft áhrif á gróanda sára, eins og sykursýki, reykingar og aldur. Niðurstöður: Alls fengu 56 sjúklingar 65 sárasogsmeðferðir. Karlar voru 62,5% og meðalaldur 61,5 ár (bil 8-93 ár). Meðferð var oftast veitt á sjúkrahúsi, eða í 84,6% tilfella, oftast á æðaskurðdeild og hjartaskurðdeild. Algengustu ábendingar fyrir meðferð voru sýking í sári (40%), örvun gróanda (41,5%) og viðhald opinna holrúma (18,5%). Flest sárin voru á brjóstkassa (24,6%) og neðri útlimum (26,2%). Sex sjúklingar létust vegna undirliggjandi sjúkdóma og voru þeir ekki teknir með við mat á gróanda sára. Af 59 meðferðum náðist fullur gróandi sára í 40 þeirra (67,8%) en ófullkominn gróandi í hinum 19 (32,2%). Fylgikvillar tengdir meðferð voru skráðir í 19 (32,2%) tilfellum og voru verkir (12,3%) og húðvandamál (10,8%) algengust. Ályktanir: Sárasogsmeðferð er töluvert notuð á íslandi, sérstaklega við sýkt skurðsár og langvinn sár. í tveimur þriðju tilfella náðist fullur gróandi sára sem telst góður árangur. V-70 Blaðra á gallvegum (choledochal cyst) - sjúkratilfelli Karl Kristinsson', Kristín Huld Haraldsdóttir1, Páll Helgi Mölleru ’Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ karl.kristinsson@gmail.com Inngangur: Birtingarmynd gallvegablaðra er fjölbreytt og við upp- vinnslu þeirra beinist grunur að algengari sjúkdómum eins og gall- steinum, gallblöðrubólgu eða brisbólgu. Frumgreining er gerð með ómskoðun en í kjölfarið eru fullkomnari myndgreiningar með holsjár- röntgenmyndatöku eða segulómskoðun nauðsynlegar. Hætta á illkynja umbreytingu gallvegablaðra er þekkt og tíðni krabbameins á bilinu 10- 30%. Meðferð felst í brottnámi með skurðaðgerð. Tilfelli 1: 41 árs gamall karlmaður, með sögu um blóðsegarek til lungna og nýmasteina, leitaði á bráðamóttöku Landspítala með 2 vikna sögu um kviðverkjaköst. Blóðprufur sýndu brenglun á lifrarprófum. Ómskoðun af lifur, gallvegum og brisi sýndi grun um gallblöðrubólgu ásamt blöðm útgengna frá gallvegum. Segulómskoðun staðfesti grun um gallvegablöðru. í kjölfarið var gallblaðra ásamt gallvegablöðru fjarlægð. Meinafræðirannsókn sýndi gallvegablöðru án illkynja vaxtar. Sjúklingur útskrifaðist 7 dögum eftir aðgerð. Við eftirfylgd 5 mánuðum síðar var hann við góða heilsu og lifrarpróf höfðu leiðrést. Tilfelli 2:19 ára gamall kvenmaður, með sögu um vatnshöfuð, góðkynja æxli á heymartaug, op milli hjartagátta og asthma, leitaði á Landspítala með 2 mánaða sögu um kviðaróþægindi, ásamt lystarleysi, ógleði og þyngdartapi. Lifrarpróf voru eðlileg. Ómskoðun af lifur, gallvegum og brisi sýndi enga gallblöðru en við tölvusneiðmynd vaknaði LÆKNAblaðið 2011/97 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.