Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Qupperneq 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Qupperneq 10
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 42,4% frekar hátt til mjög hátt. Flestir þátttakendur eða 72% vilja að NAS mælitækið verði notað til hjúkrunarþyngdar- og vinnuálagsmælinga á gjörgæsludeildum. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að áreiðanleiki NAS mælitækisins sé meiri en aðlagaða Oulu mælitækisins. Samleitniréttmæti Oulu mælitækisins í samanburði við NAS er meðal sterkt og hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildum kjósa frekar að NAS mælitækið verði notað til hjúkrunarþyngdar- og vinnuálagsmælinga. V-7 Þróun matstækis í mælitæki: A-ONE Guðrún Árnadóttir Iðjuþjálfun, endurhæfingardeild Landspítala Grensási a-one@islandia.is Inngangur: Sérstaða A-ONE matstækisins, sem notað hefur verið bæði hérlendis og erlendis frá 1990, er tvíþætt. Auk gagnsemi þess við að meta áhrif víðtækra taugaeinkenna á framkvæmd iðju í „náttúrulegu" umhverfi þá byggir matstækið á tvennskonar kvörðum samkvæmt flokkunarkerfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á fæmi, fötlun og heilsu. Kvarðarnir flokkast annars vegar undir athafnir og þátttöku, þar sem fæmi við framkvæmd daglegra athafna (ADL) er metin með áhorfi og hinsvegar rmdir líkamsstarfsemi, þar sem áhrif mismunandi taugaeinkenna á framkvæmd iðju eru metin. Kvarðarnir eru raðkvarðar þróaðir með hefðbundnum próffræði aðferðum. Þeir henta vel til að meta og lýsa ástandi og veita þannig nothæfar upplýsingar til íhlutunar. Hinsvegar henta raðkvarðar ekki til að mæla breytingar á ástandi, en slíkt getur verið bagalegt þar sem mikilvægi árangursmælinga í heilbrigðiskerfinu fer vaxandi. Markmið: Að kanna hvort hægt sé að breyta kvörðum A-ONE úr raðkvörðum yfir í jafnbilakvarða og ef svo er hvort heimfæra megi breytinguna á Itkanið um satnspil fagþekkingar. Aðferðir: Afturvirk gögn frá endurhæfingardeild Landspítala, Grensási og öldrunarlækningadeild, Landakoti vom greind með nútíma próffræði aðferðum. Gagnasöfnun var takmörkuð við sjúkdómsgreiningarnar heilablóðfall og elliglöp. Fjórar rannsóknir með fjölda Rasch greininga voru gerðar á kvörðunum, ein á ADL kvarða (n = 209) og þrjár á taugaatferliskvörðunum (n = 206; 422; 215). Niðurstöður: Auk ADL mælikvarða komu fram nokkrir taugaatferlis- mælikvarðar ýmist sértækir fyrir sjúkdómsgreiningu eða byggðir á gögnum sem endurspegla fleiri en eina sjúkdómsgreiningu Niðurstaðan bendir því til að þróun A-ONE feli í sér tvær hringrásir fagþekkingar, sem heimfæra má upp á sögulega hringbraut og mælibraut. Ályktun: Flokka má rannsóknamiðurstöður beggja hringrása A-ONE sem sannanir fyrir mismrmandi tegundum af réttmæti og áreiðanleika. Rannsóknir mælibrautarinnar sýna að með notkun Rasch greiningar er hægt að breyta raðkvörðum A-ONE í jafnbilakvarða nothæfum til mælinga. V-8 Samspil lífsgæða og geðheilbrigðisþjónustu Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir1'2, Halldór Kolbeinsson1, Guðrún K. Blöndal1, Kristín V. Ólafsdóttir',Rakel Valdimarsdóttir1, Margrét Eiríksdóttir1, Ásta J. Ásmundsdóttir1, Sigrún Júlíusdóttir1-2 ’Geösviði Landspítala, endurhæfingu, 2félagsráögjafardeild HÍ sveinbsv@landspilali.is Bakgrunnur: Geðsvið Landspítala starfrækti endurhæfingarlegudeild, HT28, í Hátúni á árunum 1998 til 2008, en þá var henni breytt í dagdeild (dag HT28). Þátttakendur rannsóknarinnar hafa flestir tengst dagdeildinni. Rannsóknin sem er gagn-reynd, eigindleg og megindleg fjallar um lífsgæði geðfatlaðra. Tveimur hlutum hennar, sem varða sjúklinga (N=63) á endurhæfingardeild HT-28 er lokið. Þar var fjallað um einstaklinga sem nýttu dagþjónustu endurhæfingardeildar í Hátúni 28 og bjuggu í húsnæði á vegum Hússjóðs Brynju (N=43) annars vegar og hóp einstaklinga (N=20) sem bjuggu annars staðar, en notuðu sömu þjónustu frá HT28. Þessir tveir hópar voru bomir saman og skoðað var samspil lífsgæða og notkun geðheilbrigðisþjónustu. Þriðji hlutinn mun fjalla um samspil sjúkdóms og umhverfis. Markmið: Kanna hver áhrif geðheilbrigðisþjónustu eru á lífsgæði geðfatlaðra á dagdeild endurhæfingar (Dag HT28). Skoða hvernig þörf- um er mætt. Vinna að markvissari endurhæfingu og birta niðurstöður í vísindatímaritum. Aðferð: Lagðir voru fyrir spurningalistar, tveir staðlaðir „CAN-R" og „LQOLP". Þriðji listinn var saminn af rannsakendum og snertir þá geðheilbrigðisþjónustu sem þátttakendur fá. Þar var stuðst við „The strengths model". Nýjungar: Fjölfaglegur hópur innan endurhæfingar geðsviðs vinnur að rannsókninni og er það nýtt á endurhæfingu. Lífsgæðalistinn, „LQOLP" sem hefur ekki áður verið notaður í íslenskri rannsókn. „LQOLP" er notaður víða erlendis og gefur það kost á samanburði. Niðurstöður: Rannsóknamiðurstöður fyrri hluta rannsóknarinnar sýna fram á þætti sem vert er að skoða nánar með tilliti til lífsgæða. Þær benda til þess að sú hugmyndafræði sem notuð er í Hátúns-módelinu svari mjög vel þörfum sjúklinga varðandi félagsleg samskipti og nána vináttu. Þarfir þeirra eru betur uppfylltar en hjá sambærilegum hópi sem býr í dreifðri búsetu. Ályktun: Hátúns-módelið, sem er þjónusta í nærumhverfi fólks mætir betur þörfum geðfatlaðra varðandi lífsgæði, en meðferðarúrræði fyrir þá sem búa fjær. Ætla má að fjölfaglegt samstarf auki víðsýni, þekkingu og heildrænan skilning á aðstöðu einstaklinga með geðsjúkdóma. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar er að geta vitnað f raddir þátttakenda. Þar með opnast betri möguleikar á að koma til móts við notendur þjónustunnar, aðstandendur þeirra, fagfólk og fólkið í landinu. V-9 Mat á árangri meðferðar við sálrænum vanda: Próffræðilegir eiginleikar notendamiðaða mælitækisins PSYCHLOPS (Psychological Outcome Profiles) Helgi Héðinsson1, Hafrún Kristjánsdóttir1'3, Daníel Þór Ólason2, Jón Friðrik Sigurðsson1-3 ‘Geösvið iLandspítala, ^sálfræðideild, 2la?knadeild Hí helgihed@landspitali. is Inngangur: Psychological Outcome Profiles ('PSYCHLOPS') er nýlegt notendamiðað mælitæki (patient-generated) fyrir mat á árangri meðferðar við sálrænum vanda. Við upphaf meðferðar er sjúklingurinn fenginn til að lýsa einkennum eða vandamálum sem valda honum mestum erfiðleikum og við lok meðferðar metur hann breytingar á þeim. Þessi nálgun er talin ná betur utan um þann vanda sem sjúklingnum finnst skipta mestu máli, en í sumum tilfellum geta hefðbundnir staðlaðir spurningalistar farið á mis við þessar upplýsingar. Markmið: Kannaðir voru próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar PSYCHLOPS með samanburði við CORE-OM, sem er þýðismiðað mælitæki í reglulegri notkun á geðsviði Landspítala. Aðferðir: Spumingalistarnir voru lagðir fyrir sjúklinga sem sóttu hug- 10 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.