Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Síða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Síða 20
ViSINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 fyrir um FLM, og var sértæk með tilliti til þýðis, var þróuð út frá CBIA og líkamsmælingum hjá þróunarhóp og síðan borin saman við aðrar BIA- jöfnur (Deurenberg, Segal, jöfnur sértækar með tilliti til mælitækis) ásamt mati á FLM með DXA hjá prufuhóp. Niðurstöður: Fylgni á milli BIA og DXA var mjög mikil, > 0.9. Samt sem áður var meðalmunur til samanburðar við DXA mjög breytilegur en hann var á bilinu -5.0 kg (Deurenberg) til +2.5 kg (Segal, HHBIA) og +3.3 kg (CBIA). Meðalmunur jöfnunnar, sem var sértæk með tilliti til þýðis, var minni en 0.1 kg. Staðalfrávik mismunarins var á bilinu 2.6 til 3.3. kg. Samræmismörk (e. limits ofagreement) BIA aðferðanna voru svipuð og á bilinu 9.9 og 12.9 kg. Ályktanir: Meðal aldraðra íslendinga gefa HHBIA og CBIA svipað mat á FLM þegar notaðar eru jöfnur sem sértækar eru með tilliti til mælitækis. CBIA veitir möguleika á því að notaðar séu jöfnur sem sértækar eru með tilliti til þýðis og gefa bestar niðurstöður. Samt sem áður voru samræmismörk víð og svipuð öllum þeim BIA aðferðum sem prófaðar voru. Þetta bendir til þess að BIA-greining sé háð ákveðnum takmörkunum við mat á FLM. V-39 Tólf vikna styrktaraefingar auka heilsutengd lífsgæði hjá öldruðum Ólöf Guðný Geirsdóttir1-2, Atli Amarson1, Kristín Briem3, Alfons Ramel2, Kristinn Tómasson4, Pálmi V. Jónsson5, Inga Þórsdóttir2 ’Hcilbrigðisvísindasviði matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 2rannsóknarstofu í næringarfræði HÍ/Landspítala, frámsbraut í sjúkraþjálfun HÍ, 4Vinnueftirlitinu, 5öldrunarlækningadeild Landspítala olofgg@landspitali. is Inngangur: Áhrif styrktaræfinga á heilsutengd lífsgæði (HL) hafa lítið verið skoðuð hjá öldruðum þrátt fyrir að ýmsar vísbendingar séu um mikilvægi styrktaræfinga hvað varðar vöðvastyrk og vöðvamassa hjá þessum aldurshóp. Tilgangur: Megin markmið rannsóknarirtnar var að skoða áhrif styrktaræfinga á líkamsstyrk, Ukamssamsetningu, hreyfifæmi og HL hjá öldruðum. lilgáta okkar var að styrktaræfingar myndu auka vöðvastyrk og vöðvamassa og þ.a.l. auka hreyfihæfni og HL meðal aldraðra. Aðferð: Þátttakendur voru fengnir með auglýsingu (N = 237, 73.7±5.7 ára, 58.2% konur) þar sem óskað var eftir þátttakendum í 12 vikna styrktaræfingar (3 sinnum í viku; 3 sett, 6-8 endurtekningar með 75-80% álag m.v. hámarksstyrk). Styrktaræfingarnar voru þannig samsettar að aukning á vöðvastyrk og vöðvamassa myndi eiga sér stað í stærstu vöðvahópum likamans. Líkamssamsetning, styrkur yfir hné, gripstyrkur, hreyfifæmi og HL voru mæld við upphaf og við lok íhlutunar. Niðurstöður: Við lok íhlutunar höfðu 204 þátttakendur lokið 12 vikna styrktaræfingum. Marktæk meðaltals aukning varð á vöðvamassa (+0.8kg, P<0.01), styrk yfir hné (+53.5N), og gripstyrk (+3.0pund). Snerpa (TUG-próf) jókst (-0.6sek) og gönguhraði jókst samkvæmt 6 mínútna gönguprófi (+33.6m) auk þess sem HL jukust (+1.2ein) að meðaltali fyrir alla þátttakendur (P<0.01). Breyting á gönguhraða hafði jákvætt forspágildi á HL eftir 12 vikna íhlutun. Ályktun: Rannsóknin sýnir að 12 vikna xhlutun með styrktaræfingum eykur marktækt vöðvamassa, vöðvastyrk, hreyfifærni og HL meðal aldraðra. Enn fremur hefur hún leitt í ljós að breyting á gönguhraða í 6 mínútna gönguprófi hefur forspágildi fyrir breytingu á HL. Því er mikilvægt að auka hlut styrktaræfinga í hreyfingu aldraðra til að viðhalda styrk, hreyfihæfni og HL en allir þessir þættir eru undirstaða þess að aldraðir séu sjálfbjarga sem lengst. V-40 Viðhald vöðvastyrks meðal eldra fólks eftir 12 vikna styrktarþjálfun Ólöf Guðný Geirsdóttiru, Atli Amarson1, Kristín Briem3, Alfons Ramel2, Pálmi V. Jónsson1, Inga Þórsdóttir2 ‘Heilbrigðisvísindasviði matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 2rannsóknarstofu í næringarfræði Landspítali, Viámsbraut í sjúkraþjálfun HÍ,4 öldmnarsviði Landspítala og læknadeild HÍ olofgg@landspitali.is Inngangur: Sýnt hefur verið fram á mikilvægi styrktaræfinga hvað varðar aukinn vöðvastyrk, vöðvamassa, hreyfifærni og heilsutengd lífsgæði hjá öldruðum. Hins vegar er lítið vitað um breytingar á vöðvastyrk hjá öldruðum eftir að íhlutandi styrktarþjálfun lýkur. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig öldruðum gengi að viðhalda vöðvastyrk eftir 12 vikna styrktarþjálfun. Okkar tilgáta var að áframhaldandi styrktaræfingar myndu viðhalda vöðvastyrk og hreyfifærni hjá öldruðum umfram aðra hreyfingu. Aðferðir: Þátttakendur (N = 237, 73.7±5.7 ára, 58.2% konur) tóku þátt í 12 vikna fhlutun. 149 þátttakendur mættu í eftirfylgnimælingar á vöðvastyrk og snerpu. Þegar mælingarnar hófust höfðu liðið 18 mánuðir frá því að fyrsti rannsóknarhópur lauk íhlutun og 6 mánuðir frá því að sá síðasti lauk íhlutun. Niðurstöður: Styrkur yfir hné var marktækt lægri í eftirfylgnimælingum miðað við lok íhlutunar (p<0,001) en bæði vöðvastyrkur yfir hné og gripstyrkur var marktækt hærri miðað upphafsgildi (p<0,001, p=0,006) hjá öllum hópum. Þættir eins og kyn og vöðvastyrkur við upphaf rannsóknar höfðu áhrif á það hversu vel þátttakendum gekk að viðhalda styrk. Karlar áttu auðveldar með að viðhalda vöðvastyrk sínum en konur. Sá þáttur sem hafði hvað mest áhrif á viðhald vöðvastyrks voru styrktaræfingar, og voru áhrif þeirra marktækt meiri en áhrif af annarskonar þjálfun. Regluleg hreyfing fyrir íhlutun og hátt gildi á MMSE juku líkur á því að þátttakendur héldu áfram að stunda reglulega hreyfingu að íhlutun lokinni. Ályktun: Rannsóknin sýnir að regluleg hreyfing, og þá sérstaklega styrktaræfingar, viðhalda best þeim árangri sem fæst með styrktar- æfingum. Mikilvægt er að styrktaræfingar séu hluti af þjálfun meðal aldraðra til að viðhalda styrk og hreyfihæfni sem lengst. V-41 Breytingar á ávaxta- og grænmetisneyslu íslenskra skólabarna milli áranna 2003- 2009 Hrafnhiidur Eva Stephensen, Ása Guðrún Kristjánsdóttir, Inga Þórsdóttir Rannsóknarstofu í næringarfræði (RlN) Landspítala og matvæia- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Hí hes4@hi.is Inngangur:Ávaxta- og grænmetisneysla íslenskra skólabarna er almennt lág og með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á að auka ávaxta- og grænmetisneyslu íslenskra skólabarna. Markmið: Að kanna mun á ávaxta- og grænmetisneyslu 11 ára skóla- barna milli áranna 2003-2009. Að auki kanna ákveðna þætti sem ákvarða neyslu þeirra. Aðferðir: Ellefu ára skólaböm á höfuðborgarsvæðinu svöruðu sam- bærilegum spumingalista, alls tóku þátt 577 börn árið 2003 og 699 árið 2009. Ávaxta- og grænmetisneyslan var metin með sólarhringsupprifjun. Rannsóknin var hluti af evrópsku rannsóknunum Pro Children (2003) og Pro Greens (2009). Niðurstöður: Heildarinntaka ávaxta og grænmetis jókst marktækt frá 141 g/dag árið 2003 í 211 g/dag árið 2009 (p < 0.001). Marktæk hækkun 20 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.