Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 40
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 63 áhrif TGF-(fl og örvunar (aCD3/aCD28/IL-2) á tjáningu FoxP3 og CD103. Aðferðir: Óreyndar T frumur voru einangraðar úr naflastrengsblóði og ræktaðar með aCD3, aCD28, IL-2 og TGF-pi. Tjáning á CD4, CD8, CD103, CD49d Integrin b7 og FoxP3 var metin í frumuflæðisjá. Niðurstöður: TGF-pi og IL-2 höfðu ekki áhrif á tjáningu CD103 eitt og sér óháð ræsingarskilyrðum. Hins vegar höfðu þau jákvæð samverkandi áhrif á tjáningu CD103 meðal CD4+ og CD8+ T frumna við öll prófuð ræsingarskilyrði. Áhugavert er að þessi áhrif náðu hámarki þegar T frumur voru eingöngu örvaðar um CD3 (%CD103; CD4=1,26 ±0,87(medium) vs. 6,12 ±2,88 (TGF+IL-2) og CD8=3,56±3,93(medium) vs. 51,38±23,90 (TGF+IL-2). IL-2 hafði einnig jákvæð áhrif á TGF-pi miðlaða FoxP3 tjáningu CD4+ (tíföld aukning, p<,0001) og CD8+ (sexföld aukning; p<,05) T fruma. CD28 hafði einnig marktæk jákvæð áhrif á TGF-pi miðlaða FoxP3 tjáningu CD4+ T fruma (p<,01) en ekki CD8+ T frumna. Að lokum reyndust IL-2 og TGF-pi hafa samverkandi áhrif á samtjáningu CD103 og FoxP3 meðal CD4+ (p<,01) og CD8+ (p<,05) T fruma. CD28 viðbótarörvun hafði svipuð samverkandi áhrif og IL-2 á þessa samtjáningu. Ályktun: Þessar niðurstöður benda til þess að stjórnunaráhrif TGF-pi á tjáningu CD103 og FoxP3 sé háð IL-2. V-102 Áhrif fiskolíu í fóðri músa á upphaf og hjöðnun bólgu í mBSA miðlaðri lífhimnubólgu Valgerður TómasdóttirUJ, Amór Víkingsson2, Jóna Freysdóttir2-3, Ingibjörg Harðardóttir' Tífefna- og sameindalíffræðistofu, læknadeifd HÍ, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 3ónæmisfræðideild Landspítala valgerd@hi.is Inngangur: Tíðni langvinnra bólgusjúkdóma hefur aukist á Vesturlöndum síðustu áratugi. Ein möguleg skýring á því er minnkuð bólguhjöðnun samfara breyttu mataræði. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif fiskolíu í fóðri músa á myndun og hjöðnun bólgu. Efniviður og aðferðir: Kvenkyns C57BL/6J mýs fengu fóður með eða án fiskolíu og voru bólusettar með metýleruðu BSA (mBSA) og mild lífhimnubólga mynduð. Kviðarholsfrumum og -vökva var safnað á nokkrum tímapunktum. Yfirborðssameindir á frumum voru skoðaðar í frumuflæðisjá. Styrkur frumu- og flakkboða í kviðarholsvökva var mældur með ELISA aðferð. Niðurstöður: Fjöldi neutrófíla í kviðarholi náði hámarki 3 klst. eftir myndun lífhimnubólgu hjá músum sem fengu fiskolíubætt fóður en 6 klst. eftir bólgumyndun hjá músum sem fengu viðmiðunarfóður. Fjöldi neutrófíla varð meiri hjá músum sem fengu viðmiðunarfóður en hjá þeim fengu fiskolíubætt fóður. Mýs á viðmiðunarfóðri höfðu einnig hærri styrk af bólguboðefnunum IL-6 og CXCLl (KC) í kviðarholi en mýs á fiskolíubættu fóðri. Fjörutíu og átta klst. eftir myndun lífhimnubólgu var hlutfall eosínófíla í kviðarholi músa sem fengu fiskolíu hærra en í viðmiðunarhópi og makrófagar tjáðu meira af hlutleysis flakkboðaviðtakanum D6. Þá var styrkur TGFp í kviðarholsvökva einnig hærri. Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að mýs sem fá fiskolíubætt fóður bregðast fyrr við bólguáreiti og fá minna bólgusvar en mýs á viðmiðunarfóðri. Á síðari stigum bólgusvarsins eykur fiskolíugjöf bólguhemjandi boðefni og tjáningu á sameindum sem eru mikilvægar fyrir hjöðnun bólgu. Þannig er mögulegt að fiskolía flýti fyrir og dempi bólguáreiti og stuðli síðan að öflugri bólguhjöðnun. V-103 Hlutverk Sprouty-2 í greinóttri formgerð brjóstkirtils Valgarður Sigurðsson1A, Sigríður Rut Franzdóttir1-* 2, Bylgja Hilmarsdóttir'- Þórarinn Guðjónsson1-2, Magnús Karl Magnússon1-2-3 'Rannsóknastofu í stofnfrumufrceðum, lífvísindasetri Læknagarðs, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala, 3rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði HÍ valgardu@landspitai.is Inngangur: Innanfrumustjómprótín sem tilheyra sprouty fjölskyldunni hafa áhrif á virkni boða gegnum týrósín kínasa viðtaka sem em mikilvægir í þroskun brjóstkirtilsins, þar með talið myndun greinóttrar formgerðar. Fjögur mismunandi sprouty (Spry) gen finnast í spendýrum; Spryl, 2,3 og 4, og gegna þau mikilvægu hlutverki í formgerðarmyndun lungna, nýma og æðakerfis. Spry2 er talið mikilvægast í þessu samhengi en tjáningamynstur og hlutverk þess í greinóttri formgerð brjóstkirtils hefur lítið verið kannað. Markmið: Skoða tjáningu og hlutverk Spry2 í greinóttri formgerð brjóstkirtils. Aðferðir: Tjáning Spry2 í vef og í hefðbundnum og þrívíðum frumuræktunum (3D-rækt) var metin með mótefnalitunum, mótefnablettun og rauntíma-PCR. Tjáning Spry2 í frumulínum var bæld með sh-RNA lentiveiru innleiðslu (Spry2-KD). Til að rannsaka greinótta formgerð voru notaðar brjóstastofnfrumur sem mynda greinótta frumuklasa á 16 dögum (D16) í 3D-rækt. Niðurstöður: Mótefnalitanir og blettun á músavef sýna að Spry2 tjáning eykst á þungunar- og mjólkunarstigi samfara vexti og greinóttri formgerð mjólkurkirtilsins. f eðlilegum brjóstkirtli kvenna er tjáning Spry2 aðallega bundin við kirtilþekju samanborið við vöðvaþekju. í 3D-rækt minnkar tjáning Spry2 þegar kóloníumar byrja að mynda greinótta formgerð (D9-D10) en hækkar aftur þegar henni er lokið á D16. Mótefnalitun staðfestir háa tjáningu Spry2 í greinóttum endum á D16. Spry2-KD £ brjóstastofnfrumum leiðir til meiri vaxtarhraða og aukningu í greinóttri formgerð í 3D-rækt. Ályktun: Spry2 tjáning í manna og músa brjóstvef sveiflast í takt við formgerðarmyndun og niðurstöður úr in vitro tilraunum gefa sterklega til kynna að Spry2 hafi temprandi stjómun á greinótta formgerð brjóstkirtils. Áframhaldandi vinna miðar að því að greina hvar Spry2 er að miðla boðum sínum í þessu ferli. V-104 Áhrif EGFR yfirtjáningar á brjóstastofnfrumulínu í þrívíðri rækt Sævar Ingþórsson1-3, Þórarinn Guðjónsson13, Magnús Karl Magnússon1-2-3 'Rannsóknastnfu í stofnfrumufræðum, iífvísindasetri Læknagarðs, HÍ, 2rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði HÍ, 'rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala saevarmgthors@gmail.com Inngangur: Stofnfrumur eru nauðsynlegar til viðhalds á greinóttri formgerð brjóstkirtilsins. Boð um týrósin kínasa viðtaka (RTK) boðleiðir, þ.m.t. Epidermal Growth Factor Receptor (EGFR) viðtakafjölskylduna, eru mikilvæg fyrir greinótta formgerð ýmissa vefja og gegna þeir lykilhlutverki í meinmyndun krabbameina. EGFR viðtakar hafa verið tengd brjóstakrabbameini af mörgum gerðum, meðal annars basal-líkum brjóstaæxlum. Basal-lík brjóstakrabbamein hafa afar blandaða svipgerð og hafa verið tengd stofnfrumum kirtilsins. Markmið og aðferðir: Frumulínan D492 hefur basal svipgerð og getur myndað greinótta formgerð í þrívíðri ræktim sem líkir eftir því sem sjá má í brjóstkirtlinum. í verkefninu er ætlunin að koma D492 til að yfirtjá EGFR próteinið og sívirkt afbrigði þess. Jafnframt var EGFR2 próteinið yfirtjáð, en breytingar á EGFR2 tjáningu er tengt ákveðnum undirflokki brjóstakrabbameina. Western blot og flúrljómandi mótefnalitun var beitt 40 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.