Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 19
V í S I N D I A VORDOGUM FYLGIRIT 68 munur var á milli aldursbila með tilliti til fjölda gæðavísa og algengara var að eldri einstaklingar greindust með gæðavísi. Tengsl milli gæða lyfjameðferða og fjölda legudaga eða afdrifa sjúklinga komu ekki fram í rannsókninni. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að gæðum lyfjameðferða meðal aldraðra sé ábótavant og að betur megi gera bæði í eftirfylgd og í sambandi við ákvarðanatöku um lyfjameðferð. Konur virðast líklegri til að vera á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð. Mælitækið sem notað var í rannsókninni var ekki áreiðanleikaprófað og æskilegra væri að nota viðurkennt, hugsanlega sjúkdómsmiðað, mælitæki ef til framhaldsrannsókna kæmi. V-36 Skráning og mat á ávinningi íhlutana lyfjafræðinga á deildum LSH Þórunn K. Guðmundsdóttir', Anna I. Gunnarsdóttir', Pétur S. Gunnarsson2, Brynja Dís Sólmundsdóttir3, Anna Bima Almarsdóttir3'4 'Sjúkrahúsapóteki Landspítala, 2klínísku rannsóknasetri Landspítala/HÍ, Myfjafræóideild HÍ, 4rannsóknastofnun um lyfjamál HÍ thomnnk@landspitali.is Inngangur: Mikilvægt er að skrá upplýsingar um klíníska þjónustu lyfja- fræðinga til að sýna fram á vinnuframlag þeirra og þjónustu og til að fá heilsteyptari mynd af störfum þeirra á LSH. Þrír lyfjafræðingar veita að staðaldri klíníska þjónustu á fjórum legudeildum LSH. Þeir taka m.a. þátt í þverfaglegri teymisvinnu með þátttöku í stofugangi, flettifundum og innliti á deild, en skrá einnig lyfjasögu sjúklings við innlögn og veita útskriftarviðtal. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að endurhanna og prófa skráningarblað fyrir íhlutanir lyfjafræðinga á LSH og að meta á markvissan hátt bæði klínískan og hagrænan kostnað og ávinning íhlutana. Efniviður og aðferðir: í byrjun var endurhannað skráningarblað sem lyfjafræðingar notuðu við skráningu á íhlutunum meðan á gagnasöfnun stóð. Þrenns konar flokkunarkerfi voru notuð, í fyrsta lagi til að meta lyfjatengd vandamál, í öðru lagi til að meta gerðir íhlutana og í þriðja lagi til að meta klínísk og kostnaðaráhrif íhlutana. Niðurstöður: Flestar íhlutanir voru framkvæmdar á stofugangi eða fundi (56,4%) og voru yfir 90% íhlutana samþykktar. Algengast var að íhlutanir lyfjafræðings tengdust tauga- og geðlyfjum (19,3%). íhlutanir voru metnar sem þýðingarmiklar í 53,4% tilfella og 30,7% sem nokkuð þýðingarmikið-ekki þýðingarmikið. Erfitt var að leggja mat beinan kostnað fyrir allar íhlutanir en nokkur valin dæmi voru tekin sem gáfu vísbendingar hvers konar íhlutanir leiða til spamaðar. Alls voru 98 íhlutanir skoðaðar (20,5% af öllum íhlutunum) sem leiddi til heildarsparnaðar yfir milljón króna. Ályktanir: í þessari rannsókn var ekki hægt að leggja fullt mat á sparnað vegna þess að ekki lágu fyrir nægjanleg gögn til að meta beinan kostnað. Næsta skref snýr að viðameiri greiningu á hagrænum áhrifum íhlutana lyfjafræðinga á LSH. V-37 Líkan til mælinga á gegndræpi lungnaþekju og nýting þess til rannsókna á A/,A/,/V-trímetýl kítósani Berglind Eva Benediktsdóttir', Ari |ón Arason2, Már Másson', Þórarinn Guðjónsson2, Ólafur Baldursson3 ‘Lytjafræðideild HÍ, 2rannsóknastofa í stofnfrumufræðum, lífvísindasetri Læknagarðs og rannsóknastofu í blóðmeinafræði, 3lungnadeild Landspítala berglib@hi.is Inngangur: Gegndræpi lungnaþekju (e. airway epithelium) er mikilvægur eiginleiki sem hefur áhrif á varnir þekjunnar gegn sífelldu ytra áreiti. Þekking á gegndræpi þekjunnar er einnig forsenda þess að þróa megi lyf til inntöku um öndunarveg, óháð því hvort verkunarstaður er í öndunarfærum eða öðmm líffærum. Fyrri rannsóknir sýna að berkjuþekjufrumulínan VA10, sem upprunnin er frá heilbrigðum einstaklingi, er gagnleg til rannsókna á formgerð og þroskun lungna. VA10 frumur geta myndað gervimarglaga þekju og mynda þéttitengi á milli fmmna en þau stjórna flæði sameinda, þ.m.t. lyfja, í gegnum þekjuvef. Þetta líkan ætti því að henta vel til rannsókna á gegndræpi gegnum lungnaþekju og gæti þannig orðið grundvöllur lyfjarannsókna. Hér eru fyrstu skrefin tekin í þá átt. Markmið: Skilgreina og staðfesta gegndræpiseiginleika VA10 lungna- þekju með því að mæla gegndræpi smá- og stórsameinda og kanna gegndræpisaukandi áhrif N,N,N-trímetýl kítósans (TMC). Efniviður og aðferðir: VA10 frumum var sáð á Transwell filtra í „liquid- liquid interface" ræktunarkerfi og gegndræpi ásamt rafviðnámi var mælt á mismunandi tímapunktum. Natríum flúorescein og FITC-dextran voru notuð til mælinga á gegndræpi. TMC var smíðað frá náttúrulegu fjölsykrunni kítósani og greint með NMR. Niðurstöður og ályktun: Hámarks sérhæfingu VA10 þekjulagsins var náð á degi 20 í rækt samkvæmt rafviðnámsmælingu (mælir þéttni þekjunnar) og gegndræpi natríum flúorescein (mælir gegndræpi milli frumna). Þessi gildi féllu vel að gildum sem hafa verið birt fyrir Calu- 3 og 16HBE14o' frumulínurnar og voru því notuð sem viðmið fyrir frekari lyfjaprófanir. Flæði flúrmerktra stórsameinda (FITC-dextran) var í öfugu hlutfalli við mólþunga efnanna (4 kDa > 10 kDa > 20 kDa > 40 kDa) sem sýnir að þekjan skilur á milli efna eftir stærð. Athuganir á gegndræpisaukandi efninu TMC (0,5%) leiddi í ljós lækkað rafviðnám miðað við viðmið sem gefur til kynna nothæft gegndræpisaukandi efni. Niðurstöðumar benda til þess að VA10 líkanið geti nýst vel til rannsókna á áhrifum lyfja og efna á gegndræpi lungnaþekju. V-38 Staðbundin og heildræn rafleiðnimæling á fitulausum massa til samanburðar við DXA meðal aldraðra íslendinga Alfons Ramel1, Ólöf Guðný Geirsdóttir1, Atli Amarson1, Pálmi V. Jónsson2, Inga Þórsdóttir1 ‘Rannsóknarstofu í næringarfræði Landspítali og matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs, 2öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HI alfons@landspitali.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að 1) bera saman mat á fitulausum massa (FLM) með lófatækri rafleiðnimælingu (HHBIA) við hefðbundna rafleiðnimælingu (CBIA) og tvíorku beinþéttnimælingu (DXA); og 2) að þróa jöfnu, sértæka með tilliti til þýðis, til þess að meta FLM hjá öldruðum íslendingum. Efniviður og aðferðir: Til staðar voru gögn um FLM meðal 98 sjálfstæðra, aldraðra íslendinga sem fengin höfðu verið með DXA, CBIA og HHBIA (aldur =73.0±5.6 ár, BMI=28.8±5.2 kg/m2). Þátttakendum var skipt af handahófi í þróunarhóp (n=50) og prufuhóp (n=48). Jafna til þess að spá LÆKNAblaðið 2011/97 19

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.