Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 38
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 68 FDC-M2, MOMA-1 og TNFa. Fjöldi IgG+ AbSC í milta, sértækra fyrir fjölsykru- eða próteinhluta bóluefnisins var metinn með ELISPOT. Niðurstöður: CpG1826 og LT-K63 auka báðir Pnc-TT sértækt mótefnasvar nýburamúsa og fjölda IgG+ AbSC m.v. Pncl-TT eitt og sér. LT-K63 jók marktækt fjölda virkra kímstöðva og FDC-M2 litun, sem einkennir fullþroskaðar FDC og varðveislu mótefnafléttna á yfirborði þeirra. Flutningur MOMA-l+ átfrumna (MMM) frá jaðarsvæðum inn í virku kímstöðvarnar jókst einnig, en MMM taka upp mótefnafléttur og flytja til FDC. CpG1826 hafði lítil áhrif á myndun kímstöðva og engin áhrif á þroska kímstöðvarfrumna. Staðsetning FDC og MMM frumna í kímstöð er háð TNFa og lymphotoxin ferlum. Kannað var hvort áhrif LT-K63 á þroska kímstöðvafrumna tengist áhrifum á tjáningu TNFa m.v. CpG1826 sem jók ekki þroska kímstöðvarfrumna. LT-K63 jók til muna litun á TNFa í kímstöðvum nýburamúsa, en CpG1826 ekki. Ályktun: LT-K63 er fyrsti og eini ónæmisglæðirinn sem sýnt hefur verið að yfirvinnur takmörkun í þroska kímstöðvafrumna í nýburamúsum, sem tengist m.a. aukinni TNFa tjáningu. V-96 Langtíma T- og B-frumu ónæmisminni gegn kúabóluveiru Halla Halldórsdóttir1'2, Maren Henneken', Ingileif Jónsdóttir1'2'3 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, dslenskri erfðagreiningu hallaha@landspitali.is Inngangur: Bólusótt var afar skæður smitsjúkdómur. í faraldri á íslandi, 1707-1708, sýktust tugir þúsunda og 26% þeirra létust. Bólusótt var útrýmt (WHO, 1979) með bólusetningu með kúabóluveiru. Á íslandi var bólusett með kúabólu til 1978. Um <3% fólks svara bólusetningunni ekki klínískt og hún getur valdið aukaverkunum. Markmið: Að kanna langtíma ónæmisminni, svörun T- og B-minnisfrumna áratugum eftir kúabólusetningu hjá þremur hópum fólks: Fólki sem fékk aukaverkanir (AV), fólki sem svaraði ekki bólusetningunni klínískt (SE), og fólki sem svaraði bólusetningunni eðlilega (Norm). Aðferðir: Eitilfrumur voru eingangraðar úr blóði einstaklinga sem voru bólusettir sem börn fyrir >20 árum og hlutu aukaverkanir eða svöruðu ekki bólusetningu eða svöruðu eðlilega (n=30/hóp). T-frumuminni var metið með ELISA mælingum á boðefnum (IL-2,11-5 og IFN-y) í frumufloti eftir örvun með kúabóluveiru in vitro. B-frumuminni var metið sem tíðni B-frumna sem seyta kúabólusértækum mótefnum af heildarfjölda mótefnaseytandi frumna (AbSC, með ELISPOT) eftir ósértæka örvun. Svipgerð eitilfrumna var greind með flúrskinslitun. Niðurstöður: Svipgerð eitilfrumna í öllum einstaklingum var eðlileg. Tíðni B-frumna sem mynduðu kúabólusértæk IgG+ mótefni (% af öllum IgG+ AbSC) var marktækt hærri hjá AV en Norm (P<0,0001) og SE hóp (P=0,0023). Magn IL-2 var marktækt hærra í AV en í Norm (P=0,0165) og SE hóp (P=0,0117). Magn IFN-y var einnig marktækt hærra í AV en í Norm (P=0,0465) og SE hóp (P=0,0044). IL-5 var lágt hjá þeim sem hafa verið mældir. Ályktanir: Niðurstöðumar sýna að áratugum eftir bólusetningu með kúabólu er B- og T-frumu minni enn til staðar og virðist vera öflugra hjá fólki sem fékk aukaverkanir við bólusetningu. T-minnisfrumur virðast aðallega vera Thl, þar sem IFN-y boðefnið er ráðandi. V-97 Gölluð hindrun fléttuútfellinga í sjúklingum með rauða úlfa sýnir fylgni við C1q-mótefni Guðmundur Jóhann Arason1, Ragnhildur Kolka1, Kristina Ekdahl-Nilsson2, Bo Nilsson2, Kristján Steinsson3, Johan Rönnelid2 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Uppsala University, 3rannsóknastofu í gigtsjúkdómum Landspítala garason@lsh.is Inngangur: Sterkar líkur hafa verið lagðar að þeirri hugmynd að lágur styrkur C4A leiði til galla í meðhöndlun mótefnafléttna og þar með til fléttusjúkdóma. Við höfum greint galla x meðhöndlun mótefnafléttna í sjúklingum með rauða úlfa (systemic lupus erythematosus) og sýnt fram á fylgni milli gallans og styrks C4A. Hins vegar greindist slíkur galli ekki í sjúklingum með insúlínháða sykursýki (IDDM), Grave's sjúkdóm eða glútenóþol (gluten-sensitive enteropathy), þrátt fyrir háa tíðni C4A*Q0 og lágan styrk C4A. Markmið: Við prófuðum þá tilgátu að galli í fléttumeðhöndlxm í rauðum úlfum gæti verið vegna krossbindingar Clq-mótefna við nýmyndaðar mótefnafléttur. Aðferðir: Mótefni gegn Clq voru mæld með ELISA prófi og meðhöndlun mótefnafléttna með PIP (prevention of immune precipitation) aðferð. Styrkur Clq, C4, C3, C4A, C4B, C3d og heildarvirkni magnakerfis (CH50) var áður mældur. IgG var einangrað úr plasma sjúklings með rauða úlfa og háan styrk mótefna gegn Clq með notkun sæknisúlu. Niðurstöður: Styrkur IgG og IgA mótefna var hækkaður í sjúklingum með rauða úlfa (p<0.0001). Styrkurinn hækkaði til muna þegar Clq var óvirkjað með hitun (50°/30 mín.). Galli í meðhöndlun mótefnafléttna sýndi sterka fylgni við mótefni við Clq (r=-0.6, p=0.00002). Blóðvökvi úr sjúklingi með rauða úlfa með verulegan galla í fléttumeðhöndlun og háan styrk mótefna gegn Clq hafði veruleg hindrunaráhrif £ prófi fyrir fléttumeðhöndlun þegar honum var bætt út í heilbrigðan blóðvökva. Fléttumeðhöndlim var verulega skert í heilbrigðum blóðvökva þegar IgG úr sjúklingi með háan títer Clq-mótefna var bætt út í. Umræður: Niðurstöður okkar benda til að mótefni gegn Clq séu að miklu leyti bundin inn í áthúðaðar mótefnafléttur en að þeim sé sleppt þegar Clq er óvirkjað með hitun. Fyrri mælingar á Clq hafa vanmetið þetta og styrkur og algengi Clq-mótefna gæti því verið vanmetinn. Blóðvökvi sjxiklinga með rauða úlfa inniheldur auk þess einnig óbundin Clq-mótefni sem með krossbindingu nýmyndaðra mótefnafléttna gæti leitt til útfellingar þeirra i vefjum, og þeirra einkerma sem tengjast rauðum úlfum. Binding slíkra mótefna irm £ mótefnafléttur sem boðið er upp á i prófi fyrir fléttumeðhöndlun gæti útskýrt áður greindan galla i meðhöndlun mótefnafléttna í sjúklingum með rauða úlfa. Mótefhi gegn Clq greinast snemma í rauðum úlfum og eru til staðar í lágri sjúkdómsvirkni, og það bendir til að þau gætu verið mikilvæg £ meinmyndun rauðra úlfa. V-98 Framleiðsla og hreinsun prótínsins VCP. og þróun aðferða til að meta styrk þess og virkni Guðmundur Jóhann Arason1'2, Steinunn Guðmundsdóttir3, Jennifer Elizabeth Coe4, Hafliði M. Guðmundsson), Una Bjarnadóttir4, Girish J. Kotwal4, Sveinbjörn Gizurarson3, Björn Rúnar Lúðvíksson1'2, Guðni Á. Alfreðsson5 ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, Myfjafræöideild Hí, ^lceCP ehf, sörverufræðistofu líffræði- og umhverfisvfsindadeiíd garason@Ish.is Irxngangur: Prótínlyf eru nú <10% af heimsframleiðslu lyfja en eru talin ná 30% á næstu árum. Dýramódel sýna að magnahindrirm VCP getur bæði hindrað bólguskemmdir í kjölfar kransæðastíflu (eingjöf) og meinþróun sjúkdómsins sjálfs (endurteknar gjafir). 38 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.