Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 42
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 68 með æðaþeli úr naflastreng (HUVEC) í millifrumuefni (matrigel). Bæling eða örvun þroskunargena er gerð með innleiðslu lentiveiruferju. í lok ræktana eru frumumar litaðar með mótefnum gegn ýmsum kennipróteinum. Niðurstöður: Æðaþelsfrumur seyta þáttum sem eru nauðsynlegir til örvunar greinamyndunar VAIO þekjufrumna. Vitað er að FGF örvar greinamyndun í ýmsum þroskunarferlum og er líklegur til að gera það einnig í mannslungum. Þegar FGF viðtakar voru hindraðir fékkst engin greinamyndun, heldur minntu þyrpingarnar á berjaklasa og tjáning shRNA gegn FGFR2 gaf sömu svipgerð. Við vinnum nú að því að kanna nánar hlutverk FGF boðferlisins og Sprouty próteina í greinóttri formmyndun. Að auki verður þáttur annarra boðferla kannaður. Ályktanir: Þrívíð samrækt þekjufrumna og æðaþels er öflugt kerfi sem leyfir okkur að rannsaka grundvallaratriði við formmyndun lungna. Lentiveiruferjur henta vel til erfðafræðilegra breytinga á kerfinu og gera okkur kleift að kryfja til mergjar þau ferli sem stýra greinamyndun og þroskun lungna. V-108 p63 er nauðsynlegur fyrir myndun sýndarlagaskiptrar lungnaþekju í rækt Ari Jón Arason12. Sigríður Rut Franzdóttir'-.Ólafur Baldursson11. Þórarinn Guðjónssonu, Magnús Karl Magnússon1'2-3 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, lífvísindasetri Læknagarðs, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala, 3rannsóknastofu í lyfja og eiturefnafræði HÍ, 4lungnalækningadeild Landspítala ajal@hi.is Inngangur: Sýndarlagskipt (SL) þekja í efri loftvegum er mikilvæg í vömum lungna og breytingar á henni tengjast bæði sýkingum og myndun krabbameins. Þéttitengi milli lungnafruma eru nauðsynleg til að viðhalda skautun frumanna og vörnum þekjunnar. Umritunarþátturinn p63 sem er nauðsynlegur fyrir þroskun og viðhald lagskiptrar þekju (t.d. húð) er tjáður í basal frumum í efri loftvegum. Tvö mismunandi splæsform eru til af p63, transactivation domain(TA)-p63 og A-N- p63. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hlutverk p63 í myndun sýndarlagaskiptri þekju í mönnum. Efni og aðferðir: Frumulínan VA10 myndar SL-þekju í "air-liquid- interphase" (ALI) ræktunarkerfi. Viðnám yfir þekju (transepithelial resistance (TER)) var mæld og segir hún til um styrk þéttitengja. Þöggun á p63 tjáningu var gerð með shRNA lentiveiruinnskoti. Til að kanna tjáningu gena voru gerðar mótefnalitanir, Western blettun og magngreinandi PCR (qRT-PCR). Niðurstöður: í lungnavef er tjáning á p63 mehn með ósérhæfðu mótefni bundin við basal frumur. Sérhæft mótefni gegn A-N-63 hefur sama tjáningarmynstur. í ALI ræktun er A-N-p63 tjáð í basal hluta þekjunnar en hverfur í efri hluta þekjunnar svipað og sést í lungnavef. qRT-PCR sýnir að A-N-63 borið saman við TA-p63 er megin splæsform í ALI rækt. Þöggun á p63 með lentiveiru sem kóðar shRNA röð gegn p63 mRNA í VA10 (VA10-p63kd) leiðir til verulegrar bælingar á próteinmyndun p63. VA10-p63kd frumur mynda þekju með óeðlilega formgerð í ALI rækt. Þekjan er einföld en myndar stöku svæði með lagskiptingu. Þekjan hefur lækkað viðnám (TER) borið saman við VA10. Einnig hefur hún aukið gegndræpi. VA10-p63kd frumur hafa einnig minnkaða hæfni til frumuskriðs. Ályktun: A-N-p63 virðist vera ráðandi splæsform af p63 í lungum. Ef p63 er þaggað verður ekki til eðlileg þekja í rækt. Sýndarlagskipting er verulega minnkuð, TER er lágt og gegndræpi aukið. Þetta bendir til mikilvægis p63 í þroskun og sérhæfingu lungnaþekju. Þöggun á p63 leiðir einnig til minnkaðs frumuskriðs sem gæti bent til minni hæfni til sáraviðgerðar. Frekari rannsóknir miða að því kanna ítarlega hlutverk p63 í stofnfrumum lungna. V-109 Ræktun fruma úr ferskum lungnavef til stofnfrumurannsókna Hulda Rún Jónsdóttir1-* 2, Ari Jón Arasonu, Sigriður Rut Franzdóttir1-2, Ólafur Baldursson3, Tómas Guðbjartsson16, Magnús Karl Magnússon1-23-6, Þórarinn Guðjónsson’-'" 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, lífvísindasetri Læknagarðs, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði, 3lyflækningadeild, ^skurðdeild Landspítala, 5rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, 6læknadeild HÍ hrjll@hi.is Inngangur: Þekjuvefur lungna er samsettur úr ólíkum frumugerðum sem sjá um loftskipti, vamir, hreinsun, smumingu og fleira. Nokkrar frumugerðir eru taldar gegna hlutverki stofnfruma í lungnaþekjunni, svo sem basal, Clara og alveolar týpu-II fmmur. Stofnfrumueiginleikar þessara fruma hafa þó ekki verið staðfestir með óyggjandi hætti og byggir vitneskja manna að miklu leyti á niðurstöðum úr nagdýmm. Mikil vöntun er á ræktunaðferðum fyrir lungnafrumur úr ferskum sýnum úr mönnum. Markmið: Að koma á fót frumuræktunarferlum fyrir ferskar lungna- frumur úr mönnum og skilgreina betur stofnfrumu- og sérhæfingar- hæfni þessara fruma. Efniviður og aðferðir: Lungnasýni voru fengin úr lungnaaðgerðum á Landspítala með upplýstu samþykki sjúklinga. Vefurinn og frumu- ræktanirnar voru unnar eins og lýst er í niðurstöðum. Niðurstöður: Uppsetning frumurækta úr ferskum lungnavef er tímafrekt ferli sem krefst þolinmæði og þekkingar á hegðun ólíkra fruma í rækt. Mikilvægt er að fínskera vefjabútana sem koma frá skurðstofunni til að auðvelda vefjameltu með ensímblöndum. Að lokinni meltingu þar sem millifrumuefnið er fjarlægt er þekjuvefsklösum sáð á ræktunarflöskur og frumumar ræktaðar við skilyrtar aðstæður. Árangur er metinn með frumuskoðun í smásjá. Okkur hefur tekist vel að rækta frumur úr efri berkjum, þar með talið bifhærðar frumur og basalfrumur. Hins vegar hefur reynst erfiðara að rækta fmmur úr smæstu berkjum og lungablöðrum þó takmörkuðum árangri hafi verið náð. Ályktanir: Enn vantar nokkuð upp á að þróa góðar aðferðir við einangrun fruma úr ferskum lungnavef. Nauðsynlegt er að prófa mismunandi ensímblöndur sem og meltingartíma og -hitastig. Verkefnið er stöðugt í þróun og er unnið að því að betrumbæta aðferðafræði og auka heimtur í frumueinangrun. V-110 Bandvefsumbreyting lungnaþekjufrumna Hulda Rún Jónsdóttir1-2, Ari Jón Arason1-2, Sigríður Rut Franzdóttir1-2, Ólafur Baldursson3, Tómas Guðbjartsson16, Magnús Karl Magnússon1-2'5'6, Þórarinn Guðjónsson1-16 ‘Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum tífvísindasetri Læknagarðs, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði, 3lyflækningadeild, ‘skurðdeild, Landspítala og rannsóknastofu í 5lyfja- og eiturefnafræði og 6læknadeild HÍ hrjU@hi.is Inngangur: Stofnfrumur gegna lykilhlutverki við myndun og viðhald vefja. í lungnaþekju manna eru basalfrumur taldar sinna stofnfrumu- hlutverki og þar með endumýjun þekjufrumna. Fmmulínan VA10 er úr mennskri lungnaþekju og býr yfir stofnfumueiginleikum. Band- vefsumbreyting þekjufruma (e. epithelial to mesenchymal transition, EMT) er þroskunarferli tengt stofnfrumum sem m.a. eykur frumuskrið og geta æxlisfrumur nýtt sér EMT við meinvörp. 42 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.