Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 21
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 kom fram á skólatíma í heildameyslu ávaxta (p < 0.001) og heildameyslu grænmetis (p < 0.001) og eftir skóla í heildarneyslu ávaxta (p = 0.005) og heildarneyslu grænmetis (p = 0.007). Ákvarðandi þættir fyrir neyslu í skólaumhverfinu sýndu marktækt hærra skor milli áranna 2003-2009 (p < 0.001). Ályktun: Jákvæð þróun var í ávaxta- og grænmetisneyslu milli áranna 2003-2009, þar sem aukningin var mest í ávaxtaneyslu. Þessi jákvæða breyting milli ára, þá sérstaklega í skólaumhverfinu bendir til þess að aðgerðir til að auka neysluna í íslenskum grunnskólum hafa skilað árangri. Líklegt er að íhlutanir í skólum, skólamáltíðir og 5 á dag herferðin hafi allt átt þátt í þessari breytingu. Þættir eins og aðgengi, þekking á ráðleggingum og fleiri mældust hærri 2009 en 2003. Þrátt fyrir góðan árangur í þessum málum em íslensk skólabörn ennþá töluvert undir ráðleggingum um ávaxta- og grænmetisneyslu (500 g/dag) og mikilvægt að halda áfram að stuðla að aukinni neyslu og þá sérstaklega grænmetisneyslu. V-42 Joðhagur og fæðuval þungaðra kvenna á íslandi Ingibjörg Gunnarsdóttir u, Aníta G. Gústavsdóttir1, Laufey Steingrímsdóttir1'2, Ari J. Jóhannesson3, Amund Maage4 Inga Þórsdóttir1-2 lRannsóknarstofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviði Hf 3lyflækningasviði Landspítala, 4National Institute of Nutrition and Seafood Research (NIFES), Noregi ingigun@landspitali.is Inngangur: Neysla á mjólk og fiski hefur minnkað verulega undanfama áratugi en þessar fæðutegundir eru mikilvægir joðgjafar. Alvarlegustu einkenni joðskorts koma fram á meðgöngu. Markmið: Að meta joðhag meðal þungaðra kvenna í samfélagi þar sem breytingar á neysluháttum hafa átt sér stað. Markmiðið var einnig að meta neysluvenjur þungaðra kvenna og fylgni við fæðutengdar ráðleggingar Lýðheilsustöðvar. Aðferðir: Þungaðar konur (19-43 ára, n=162) voru valdar af handahófi af fjómm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Tíðnispurn- ingalistar vom notaðir til að meta fæðuval og tíðni neyslu. Styrkur joðs og kreatíníns var mældur í þvagsýnum. Styrkur thyroid-stimulatin hormone (TSH) var mældur í blóði. Niðurstöður: Helstu uppsprettur joðs úr fæðu voru bætiefni (33%), mjólk og mjólkurvörur (31%) og fiskur (18%). Miðgildi joðstyrks í þvagi var 180pg/l og miðgildi hlutfalls joðs og kreatíníns (Ul/Cr ratio) 173pg I/ Cr. Meiri joðútskilnaður sást meðal þeirra kvenna sem mest neytti af mjólkurvömm. Um 60% þátttakenda uppfylltu ráðleggingar um neyslu a200g af ávöxtum á dag en aðeins 4% uppfylltu ráðleggingar um neyslu grænmetis. Um 40% af þeim þunguðu konum sem tóku þátt borðuðu fisk tvisvar sinnum í viku eða oftar og um 70% þeirra uppfylltu ráðleggingar um neyslu tveggja skammta af mjólk og mjólkurvörum á dag. Um 40% neytti sem svarar ráðlögðum dagskammti af D vítamíni (lOpg/dag). Ályktun: Joðhagur þungaðra kvenna er innan viðmiðunarmarka (150- 249pg/dag) Alþjóðaheilbrigðisstofunarinnar (WHO). Algengast var að fæðutengdum ráðleggingum er snúa að mjólk og mjólkurvörum væri mætt. Neysla á grænmeti, fiski og notkun á lýsi eða öðrum D-vítamíngjafa reyndist lítil. V-43 Mat á gildi mælikvarða til að fylgjast með þróun mataræðis meðal 7-12 ára barna á Norðurlöndunum Ingibjörg Gunnarsdóttir 1,2( Hrefna Pálsdóttir* 1, Ellen Trolle3, Sisse Fragt3 fyrir hönd Nordic Monitoring working group ‘Rannsóknarstofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild heilbrigðisvísindasviði HI,3 National Food Institute (DTU Food), Danmörku ingigun@landspitali.is Inngangur: Lélegt mataræði og lítil hreyfing eru vandamál í hinum vestræna heimi. Mikilvægur þáttur í aðgerðaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2006, ("Nordic Plan of Action on better health and quality of life through diet and physical activity"), var þróun sameiginlegra mælikvarða til þess að fylgjast með þróun mataræðis og hreyfingar meðal íbúa á Norðurlöndunum. Markmið: Að meta gildi Norræns mælikvarða til könnunar á fæðuvali og tíðni neyslu valinna fæðutegunda meðal 7-12 ára barna. Aðferðir: Gildi mælikvarðans var metið meðal 7-12 ára barna (n=293) á íslandi og Danmörku. Foreldrar svöruðu (með aðstoð barna sinna) spumingum um neyslu barnanna á völdum fæðutegtmdum, sem áætlað er að endurspegli neyslu á heildar fitu, mettaðri fitu, viðbættum sykri og tefjum. Viðmiðunaraðferðin var sjö daga fæðisskráning. Niðurstöður: Fyrir flestar fæðutegundir sást marktæk aukning neyslu (g/viku) með aukinni tíðni neyslu samkvæmt Norræna mælikvarðanum. Fylgni milli aðferðanna var á bilinu r=0,33-0,71. Mælikvarðanum hættir til þess að vanmeta neyslu á sætindum og gosdrykkjum. Niðurstöðurnar sýndu að einn skammtur af ávöxtum og grænmeti er stærri meðal barna í Danmörku heldur en á íslandi en einn skammtur af fiski virðist stærri meðal íslenskra barna heldur en danskra. Meðal íslenskra barna í rannsókninni endurspeglar hærri tíðni neyslu sykurlausra gosdrykkja, sælgætis og sykraðra mjólkurvara hærri neyslu á viðbættum sykri. Tíðari neysla grænmetis endurspeglar meiri neyslu á tefjum. Ályktun: Norræni mælikvarðinn er vel til þess fallið að fylgjast með þróun mataræðis meðal Norrærma barna. Þó ber að hafa skammtastærðir, sem geta verið mismunandi milli landa, í huga við túlkun niðurstaðna. Eins þarf að taka tillit til hugsanlegrar vanskráningar óhollra fæðutegunda. V-44 Mat á gildi tíðnispurningalista um fæðuval aldraðra Tinna Eysteinsdóttir1, Inga Þórsdóttir1'2, Ingibjörg Gunnarsdóttir1-2, Ólöf Guðný Geirsdóttir1, Vilmundur Guðnason34, Laufey Steingrímsdóttir1-2 ’Rannsóknastofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði HÍ,3Hjartavemd,4læknadeiId HÍ, Landspítala tinnaey@landspitali.is Inngangur: Tíðnispumingalistar um fæðuval eru mikilvæg mælitæki í faraldsfræðilegum rannsóknum á næringu og heilsu. Nauðsynlegt er að meta gildi slíkra spurningalista áður en svör þeirra em notuð í rann- sóknaskyni. Markmið: Að meta gildi spumingalista um mataræði aldraðra, sem þróaður var sérstaklega fyrir þátttakendur Öldrunarrannsóknar Hjarta- vemdar. Aðferðir: Spurningalistinn var lagður fyrir 128 þátttakendur úr annarri öldrunarrannsókn, IceProQualita, 65 ára og eldri (58.6% konur). Þátttakendur vigtuðu auk þess og skráðu allt fæði í 3 daga. Fylgni var síðan metin milii þessara tveggja aðferða. Niðurstöður: Ásættanleg fylgni milli aðferða (r=0.304-0.709) fannst hjá báðum kynjum fyrir ferska ávexti, haframjöl/múslí, ferskt grænmeti, sælgæti, mjólkurvörur, mjólk, ávaxtasafa, lýsi, kaffi, te og sykur í kaffi/ te. Einnig var ásættanleg fylgni fyrir kex/kökur og kartöflur hjá körlum LÆKNAblaðið 2011/97 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.