Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 14
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 Ályktanir: Fylgikvillar í kjölfar keisaraskurðar eru algengir en þeim hefur fækkað á 8 ára tímabili. Mikilvægt er að geta upplýst sjúklinga um mögulega fylgikvilla sem fylgja fyrirhuguðum keisaraskurði og einnig að hafa þær upplýsingar þegar meta skal hvort kona skuli fara í valkeisaraskurð eða stefna á fæðingu um leggöng. V-19 Meðgöngusykursýki á íslandi 2007-2008 Ómar Sigurvin Gunnarsson', Hildur Harðardóttir1, Ama Guðmundsdóttir 'Kvennasviði, 2göngudeild sykursjúkra Landspítala onmrsg@landspitali.is Tilgangur: Tíðni fylgikvilla á meðgöngu, í fæðingu og hjá nýbura eykst ef móðir hefur meðgöngusykursýki (MGS). Fylgikvillar eru m.a. axlarklemma, fósturköfnun, nýburagula og blóðsykurlækkun nýbura. MGS hefur áhrif á fæðingarmáta og líklegra að fæðing sé framkölluð og verði með keisaraskurði. Tíðni MGS fer hratt vaxandi í hinum vestræna heimi og er nú 3-14%. Rannsóknin kannar tíðni og fylgikvilla MGS á íslandi 2007-8. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra kvenna sem greindust með og/eða komu til meðferðar á MGS á Landspítala (LSH) 1. janúar 2007 til 31. desember 2008. Skráður var aldur, þyngdarstuðull og þjóðemi móður, ættarsaga um sykursýki og niðurstöður sykurþolprófs, fylgikvillar á meðgöngu, fæðingarmáti og fylgikvillar í fæðingu, ásamt fæðingarþyngd, fæðingaráverkum og fylgikvillum hjá nýbura. Niðurstöður: MGS greindist á 289 af 6502 meðgöngum (4,4%) á LSH á tímabilinu. Þyngdarstuðull (BMI) við fyrstu komu var 30,3±6,2. Insúlínmeðferð var beitt hjá 113 konum (39,1%). Samanborið við almennt þýði sést að framköllun fæðingar var algengari (44,3% vs 18,5%; p<0,0001) og fæðing með keisaraskurði (29,4% vs 17,6%; p<0,0001), hvort sem um valaðgerð (11,8% vs 6,1%; p=0,0004) eða bráðaaðgerð var að ræða (17,6% vs 11,5%; p=0,0027). Algengara var að þungburar (>4500gr) fæddust með keisaraskurði (63% vs. 27%; p=0,003). Ekki var marktækur munur á tíðni fyrirbura eða andvana fæðinga en mimur var á tíðni blóðsykurlækkunar (13,5% vs. 2,4%; p<0,0001), nýburagulu (12,8% vs. 8,5%; p=0,018) og viðbeinsbrota (2,4% vs. 1%; p=0,027). Ályktun: MGS greinist á 4,4% meðganga á íslandi. Framköllun fæðingar og fæðing með keisaraskurði eru algengari hjá konum sem greinast með MGS, ásamt því að auknar líkur eru á fylgikvillum í fæðingu og hjá nýbura. V-20 Gallstasi á meðgöngu - íslenskur gagnagrunnur Þóra Soffía Guðmundsdóttir1, Þóra Steingrímsdóttiru, Einar Bjömssonu ‘Læknadeild HÍ, JLandspítala thg47@hi.is Inngangur: Gallstasi á meðgöngu (GM) lýsir sér með kláða án húðútbrota og hækkuðum gallsýrum í sermi. Hann felur í sér aukna hættu á fósturstreitu, fyrirburafæðingu og fósturdauða. Sjúkdómurinn er misalgengur eftir svæðum og þjóðum heims. Meinmyndun sjúkdómsins tengist áhrifum hormóna og gena. Markmið: Tíðni GM hefur ekki fyrr verið rannsökuð á íslandi og er það meginmarkmið þessarar rannsóknar sem og að kanna áhættuþætti og fylgikvilla sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstendur af konum með GM sem fæddu á árunum 2005 - 2009 (n=431). Upplýsingar úr sjúkraskrám voru færðar í Microsoft Access sem ásamt Microsoft Excel var notað við úrvinnslu og tölfræðiútreikninga. Samanburðarhópur var búinn til með því að skrá upplýsingar úr 449 fæðingartilkynningum frá LSH frá árinu 2009. Niðurstöður: Árið 2009 var algengi GM 3,73% (n=184). Fjölburar eru marktækt algengari hjá konum með GM eða 6,73% miðað við 1,76% (p<0,05). Hjá rannsóknarhópnum átti framköllun fæðingar sér stað í 33% tilvika vegna gallstasa en vegna annarra ábendinga í 28% tilvika. í samanburðarhópnum var fæðing framkölluð marktækt sjaldnar eða í 32% tilvika (p<0,05). Fyrirburafæðingar urðu í 12,8% tilvika í rannsóknarhópnum en í 11,0% tilvika í samanburðarhópnum (p>0,05). Hinsvegar voru fyrirburafæðingar 40,7% fæðinga í hópi kvenna sem höfðu haft gallsýrustyrk yfir 55 pmól/L (p<0,05). Ályktanir: Tíðni GM á íslandi er sú hæsta sem þekkist utan Suður- Ameríku. Tíðnin er hærri í fjölburameðgöngum. Sjúkdómsgreiningin tvöfaldar líkur á að fæðing verði framkölluð. Hættan á fyrirburafæðingu er aukin í hópi kvenna með alvarlegan sjúkdóm. V-21 Notkun immúnóglóbúlína á Landspítala 2001-2009 Bryndís Ólafsdóttir1, Davíð Þór Þorsteinsson2'3, Rannveig Einarsdóttir3, Sigurður B Þorsteinsson3, Bjöm Rúnar Lúðvíksson3, Gerður Gröndal3, Ásgeir Haraldssonu ‘Læknadeild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins, 3Landspítala asgeir®Iandspitali.is Inngangur: Ávinningur immúnóglóbúlín gjafar í æð hjá sjúklingum með meðfæddan eða áunninn mótefnaskort er óumdeildur. Virknin er einnig þekkt í ákveðnum sjálfnæmissjúkdómum en meðferðinni er stundum einnig beitt í öðrum sjúkdómum þó ábendingar séu óljósar og árangur óviss. Markmið: Meta notkun immúnóglóbúlína á Landspítalanum. Einstaklingar og aðferðir: Samþykktar umsóknir þeirra sem fengu immúnóglóbúlín meðferð á árunum 2001-2009 voru yfirfarnar. Fengnar voru upplýsingar um aldur, kyn og ábendingar. Einnig var safnað upplýsingum um þá sem fengið höfðu immúnóglóbúlín á dag- og göngudeildum og skráð tegund lyfs, magn og fjölda gjafa. Einnig voru skráðar þær sérgreinar sem ávísa lyfjunum. Árlegur kostnaður og magn meðferðarinnar var fengin úr tölvukerfi Sjúkrahúsapóteks LSH. Niðurstöður: Á tímabilinu voru 402 einstaklingar sem fengu immúnó- glóbúlín meðferð á Landspítalanum, 389 einstaklingar fengu meðferð í æð og 13 undir húð. Af þessum 402 ábendingum voru 265 skráðar, óskráðar ábendingar voru 109, en 28 voru óljósar. Af skráðum ábendingum voru ónæmisgallar algengasta ástæða immúnóglóbúlíngjafa. Einnig var immúnóglóbúlíngjöf í kjölfar krabbameinsmeðferðar algeng skráð ábending. Sérfræðingar í tauga-, lungna-, gigtar- og húðsjúkdómum ávísuðu stærstum hluta þess immúnóglóbúlíns sem notað var við óskráðum ábendingum. Ónæmislækningar og krabbameinslækningar eru þær sérgreinar sem mest beita immúnóglóbúlín meðferð. Notkun immúnóglóbúlfns hefur aukist á tímabilinu samfara kostnaði. Ályktanir: Immúnóglóbúlín meðferð á Landspítala fer vaxandi. Töluvert er um ávísanir á óskráðar ábendingar, en þessi notkun virðist þó ekki algengari en í nágrannalöndum okkar. Immúnóglóbúlín meðferð er dýr en oft afar árangursrík. Mikilvægt er að fylgst sé vel með notkuninni og árangur metinn. 14 LÆKNAblaöiö 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.