Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 18
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 68 með spumingum frá The Basic Nordic Sleep Questionnaire. Skoðaðir voru annarsvegar erfiðleikar við að sofna og hins vegar erfiðleikar við að viðhalda svefni yfir nóttina. Niðurstöður: Meirihluti kæfisvefnssjúklinga (57.6%) vaknaði oft á nóttinni samanborið við 32% í viðmiðunarhóp (p<0.001). Erfiðleikar við að sofna voru ekki algengari hjá kæfisvefnssjúklingum en í viðmiðunarhópi. Rúmlega þriðjungur (36.8%) einstaklinga úr almennu þýði sem voru með einkenni kæfisvefns samkvæmt MAP stuðli vöknuðu oft á nóttinni samanborið við 29.8% þeirra sem ekki vom í áhættu (p=0.059). Kæfisvefnssjúklingar sem vakna oft á nóttinni eru eldri, syfjaðri og með lakari h'fsgæði samanborið við aðra kæfisvefnssjúklinga. Ályktanir: Kæfisvefn dregur úr svefngæðum sjúklinga, sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra. Einkenni kæfisvefns eru algeng hjá einstaklingum 40 ára og eldri og niðurstöður benda til þess að sjúkdómurinn sé vangreindur hjá þessum hóp. V-32 Hjartaþelsbólga á íslandi 2000-2009 Elín Björk Tryggvadóttir1, Uggi Þórður Agnarssonu, Jón Þór Sverrisson3, Sigurður B. Þorsteinsson2, Jón Vilberg Högnason2, Guðmundur Þorgeirsson1-2 'Læknadeild HÍs 2Landspítala, 3Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri ebtl@hi.is Inngangur: Hjartaþelsbólga (IE - infective endocarditis) er sýking í hjartaþeli. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur en alvarlegur og leiðir til lang- varandi veikinda og/eða dauða. Erlendar rannsóknir sýna töluverðar breytingar á sjúkdómsmyndinni á síðustu áratugum. Markmið: rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði IE á íslandi m.t.t. nýgengis, orsaka og afdrifa. Einnig hvort sjúkdómsmyndin hafi breyst frá árunum 1976-85 þegar faraldsfæði IE var hér síðast metin. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem greindust með IE á íslandi árin 2000-2009. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og við mat á gæðum greiningar var stuðst við Dukes greiningarskilmerkin. Niðurstöður: Nýgengi IE reyndist 3/100 þúsund íbúa/ári. Meðalaldur var 58 ár (bil 1,3-91 árs) og karlar í meirihluta (71%). Flestar sýkingar (83%) urðu í lokum vinstri hluta hjartans og í 19 tilfellum var sýking í gerviloku (22%). Algengustu orsakavaldar voru streptókokkar (33%), stafýlókokkar (25%) og enterókokkar (19%) en ræktun var neikvæð í 9 tilfellum (10%). Gripið var til lokuaðgerðar í 16 tilfellum (20%). Tólf sjúklingar létust í legu (14%) og hjá þremur þeirra greindist IE fyrst við krufningu. Eins árs lifun var 77% og 5 ára lifun 56,6% Ályktun: Nýgengi IE er lágt hér á landi samanborið við erlendar rannsóknir. Frá árunum 1976-85 hefur hlutfall sprautuffkla með IE aukist og sýkingum í gervilokum fjölgað. Bakteríuflóran hefur lítið breyst, streptókokkasýkingar voru algengastar gagnstætt því sem sést víða erlendis þar sem S. aureus er orðinn megin orsakavaldur. Lokuaðgerðum er sjaldnar beitt hér en víða erlendis auk þess sem dánartíðni nú reyndist fremur lág samanborið við fyrra tímabil og erlendar upplýsingar. V-33 Einkenni, lyfjafyrirmæli og lyfjagjafir hjá deyjandi sjúklingum á síðasta sólarhring lífs á þremur deildum Landspítala Svandís íris Hálfdánardóttir1, Ásta B.Pétursdóttir2, Guðrún D. Guðmannsdóttir2, Kristín Lára Ólafsdóttir3, Valgerður Sigurðardóttir1 3 ’Líknardeild Kópavogi, 2lflcnardeild Landakoti, 3lflcnarráðgjafateymi svaniris@landspítali. is Inngangur: Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga eru leiðbeiningar sem notaðar eru á síðustu dögum eða klukkustundum lífsins. Reglulegt mat og skráning er gerð fyrir fimm algeng einkenni á 4 klukkustunda fresti. Einkenni sem eru til staðar utan reglulegs mats eru einnig skráð á sérstakt frávikablað. Mat á einkennum, lyfjafyrirmælum og lyfjagjöfum var gerð á þremur deildum Landspítala: Líknardeild í Kópavogi, líknardeild á Landakoti og krabbameinslækningadeild 11-E. Markmið: Að gera úttekt á skráningu einkenna í meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga á síðasta sólarhring lífs, skráningu lyfjafyrirmæla og gjöf lyfja við þremur algengum einkennum við lok lífs. Aðferðir: Úttektin náði til allra sjúklinga sem farið höfðu á meðferðar- ferlið árið 2009 (n=167). Gagnasöfnun hófst eftir að viðeigandi leyfi lágu fyrir. Metin var skráning í reglulegu mati á einkennum sem og skráning utan þess. Farið var yfir lyfjafyrirmæli og lyfjagjafir. Niðurstöður: Algengustu einkenni á síðasta sólarhring lífs á öllum deildum voru verkir, óróleiki og hrygla. Þessi einkenni komu fram hjá 30-75% sjúklinga. Munur var á milli deilda varðandi einkenni. Fleiri sjúklingar voru með óróleika á krabbameinslækningadeild og geta lyfjafyrirmæli og lyfjagjafir að einhverju leiti skýrt þann mun. Ályktun: Meðferðarferli fyrir deyjandi er mikilvægt verkfæri til leið- sagnar í vinnu með sjúklingum á síðustu dögum eða klukkustundum lífs. Með notkun meðferðarferlisins er mögulegt að mæla tíðni algengra einkenna við lok lífs. Reglulegar úttektir á skráningu í meðferðarferlið gefa einnig tækifæri á kennslu til starfsfólks deilda þegar niðurstöður úttekta eru kynntar. V-35 Vísbendingar um gæði lyfjameðferða aldraðra við innlögn á LSH María Sif Sigurðardóttir', Þórurrn K. Guðmundsdóttir2, Aðalsteinn Guðmundsson3, Anna Bima Almarsdóttir11 ‘Lyijafræöideild HÍ,2 sjúkrahúsapóteki, 3öldrunarlæknmgadeild lyflækningasviðs Landspítala, 4rannsóknastofnun um lyfjamál HÍ thoruunkíylandspitah.is Inngangur: Algengi sjúkdóma eykst með hækkandi aldri og lyfjanotkun aldraðra er margföld í samanburði við yngri aldurshópa. Lyf geta minnkað einkenni, bætt og lengt lífsgæði, en geta eirinig leitt til lyfjatengdra vandamála sem eru bæði tíðari og alvarlegri hjá öldruðum. Fjöldi erlendra rannsókna benda til þess að óviðeigandi lyfjaávísanir séu mikið vandamál í heilbrigðisþjónustu aldraðra. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að athuga vísbendingar um gæði lyfjameðferða aldraðra við innlögn á LSH. Efniviður og aðferðir: Afturrýn skoðrm var gerð á 818 sjúkraskrám 70 ára og eldri sem lögðust brátt inn á lyflækningasvið I og bráðaöldrunarlækningadeild öldrunarsviðs LSH árið 2007. Af þeim uppfylltu 184 ekki skilyrði rannsóknar. Upplýsingar úr 279 sjúkraskrám fengust úr fyrri rannsókn. Við mat á gæðum lyfjameðferða var stuðst við 15 lyfjamiðaða gæðavísa. Niðurstöður: Hlutfall innlagna sem greindust með einn eða fleiri gæðavísi var 48,4% og var algengið 56,2% meðal kvenna og 39,9% meðal karla. Fyrir utan einn gæðavísi voru fleiri konur en karlar með hvern þeirra sem valdir voru fyrir þessa rannsókn. Tölfræðilega marktækur 18 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.