Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2011, Blaðsíða 39
V í S I N D I Á V O R D O G F Y L G I R I T U M 6 8 Markmið: (1) Að framleiða VCP hérlendis til vísindarannsókna og til lyfjaþróunar; (2) að þróa aðferðir til mats á styrk og virkni prótínsins. Aðferðir: VCP hefur verið framleitt í framleiðslukerfi gersveppsins P. pastoris (rVCP) síðan 1999; geninu var stökkbreytt 2005 (hrVCP) til að auka virkni. í ársbyrjun 2009 voru fengnar 3 klónur fyrir rVCP og 2 fyrir hrVCP með það fyrir augum að hefja framleiðslu hér á landi. Eftir val á bestu klónum var hafist handa um að staðla framleiðslu- og einangrrmaraðferðir, og leita leiða til að fá hámarksframleiðslu. Niðurstöður: Til að fá sem mesta framleiðslu á sem skemmstum tíma hefur reynst best að rækta upp lífmassa gersvepps í tvo daga í flóknu glyserólæti, og nýta svo þann lífmassa til að framleiða VCP í tvo daga í flóknu metanólæti. Ræktunarflotið er þétt með örsíun (10 kDa) og VCP einangrað á heparínsúlu, og afurðir metnar með SDS-PAGE og WB. VCP myndar 30 kDa bönd í SDS-PAGE. Með endurbótum á ferli framleiðslu og hreinsunar hefur afkastageta kerfisins verið fjórfölduð. Jafnframt er verið að þróa ELISA aðferðir til að meta styrk VCP í framleiðsluræktum og í líkamsvökvum sprautaðra tilraunadýra. Virkni VCP er metin með rofprófi (micro-CH50). Umræður: hróun aðferða hefur á einu ári skilað verulega aukinni framleiðslugetu. Heimsframleiðsla VCP prótínsins í P. pastoris fer nú öll fram á íslandi. Næsta skref í þróun VCP er að fá vottað framleiðsluferli. V-99 Örverudrepandi peptíðið LL-37 hefur áhrif á tjáningu rötunarsameinda á yfirborði T frumna og örvar seytun á bólguhvetjandi frumuboðefnum Sigrún Laufey Sigurðardóttir''2, Ragna Hlín Þorleifsdóttiru, Andrew M Guzman3, Guðmundur Hrafn Guðmundsson3, Helgi Valdimarsson', Andrew Johnston' ‘Ónæmisfræðideild Landspítala, :læknadeild HÍ, 3Department of Dermatology, University of Michigan, USA, 'liffræöistofnun HÍ helgiv@landspitali.is Inngangur: Kverkeitlar eru afar mikilvægir fyrir vamarsvar efri öndunar- og meltingarvegar enda öndunarvegur ein algengasta sýkingarleið örvera. Eitt fyrsta vamarsvar kverkeitla er framleiðsla á örvemdrepandi peptíðum. Eitt þeirra er hCAP-18/LL-37 hefur bakteríudrepandi virkni bæði gegn Gram jákvæðum og neikvæðum bakteríum auk þess sem það er sterkur efnatogi. Við höfum áður sýnt með vefjalitun að neutrofílar og CDllc+CD13+HLA-DR+lin' angafrumur tjá LL-37 í kverkeitlum. Angafrumurnar eru staðsettar í kímmiðjum og því hugsanlegt að peptíðið hafi mikilvægu hlutverki að gegna við stjórnun ónæmissvara í kverkeitlum. Markmið: verkefnisins var að kanna hugsanlega virkni þess LL-37 sem upprunnið er úr kímmiðjum og staðfesta tjáningu angafmmna á peptíðinu. Aðferð: Fmmur voru einangraðar úr 6 kverkeitlum og örvaðar með LL-37 £ vaxandi styrk með eða án DNA. Þetta var gert til að skýra frekar hlutverk LL-37 í kímmiðjum. Ennfremur var tilvist CDllc+CD13+HLA- DR+lin" angafruma staðfest með FACS litun auk þess sem CDllc+ angafrumur vom einangraðar með súlu og litaðar fyrir LL-37. Niðurstöður: I ljós kom að einangraðar CDllc+angafrumur tjá LL-37 sem styður fyrri niðurstöður okkar. LL-37 örvaði seytirn á bólguhvetjandi boðefnunum CCL5 og CXCL9. Ennfremur jókst tjáning á IFNy mRNA þegar örvað var með LL-37 ásamt DNA. Athyglisvert er að LL-37 dró úr tjáningu á rötunarsameindunum CCR4 og CCR6 sem mikilvægar eru fyrir skrif T frumna til vefja þar sem CCR4 er mikilvægt fyrir húðrötun og CCR6 einkennir meðal annars Thl7 fmmur. Ályktun: Niðurstöður benda til þess að LL-37 sé mikilvægt fyrir stjórnun ónæmissvara í kverkeitlum. V-100 Sjúkdómsmynd einstaklinga með tilliti til arfgerða sem valda MBL skorti Valgerður Þorsteinsdóttir1, Helga Bjamadóttir2, Guðmundur Haukur Jörgensen2, Bjöm Rúnar Lúðvíksson1'2 ‘Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild Landspítala bjornlud@landspitali.is Inngangur: Mannósabindilektín (MBL) virkjar komplímentkerfið gegn- um lektínferilinn. MBL er tjáð af MBL2 geninu en í útröð þess eru þekktar 3 punktstökkbreytingar sem nefnast einu nafni O. Arfhreinir (O/O) hafa lægsta magn MBL í blóði (<50 ng/ml). Villigerð (A) tengist eðlilegum MBL styrk. Sýnt hefur verið fram á tengsl MBL skorts við sýkingar og sjálfsofnæmissjúkdóma. Markmið: Að athuga klíníska sjúkdómsmynd einstaklinga með MBL skort og tengsl við arfgerðir. Aðferðir: Markhópurinn voru þeir sem höfðu mælst með MBL styrk undir 500 ng/ml á ónæmisfræðideild LSH. Af þeim sem náðist í (205/228) samþykktu 163 þátttöku (79,5%). Þátttakendur svöruðu heilsufars spurningalista sem m.a. laut að tíðni sýkinga og greiningu sjálfsofnæmissjúkdóma. Niðurstöður úr fyrirliggjandi spurningalistum 63 einstaklinga, handahófskennt völdum úr þjóðskrá, voru notaðar til samanburðar. Niðurstöður: Arfgerðargreining sýndi að 16,8% voru A/A, 66,3% voru A/O og 16,8% voru O/O. Fylgni var milli arfgerða og styrks MBL í blóði (p<0,0001). Einstaklingar með MBL skort höfðu marktækt hærri tíðni sýkinga í öndunarfærum, þvagvegum og slímhúðum munns og augna. O/O einstaklingar voru líklegri til að vera með sjúkdómseinkenni frá meltingarvegi (p<0.05). Þegar litið var á alvarleika sýkinga kom í ljós að 42,5% einstaklinga með MBL skort uppfylltu flokkunarskilyrðin fyrir efsta flokks m.v. 15.9% viðmiðunarhóps (p<0.05). Alls reyndust 39,8% hafa fyrri greiningu um sjálfsofnæmissjúkdóm og þar af höfðu 15 fleiri en einn sjúkdóm (29.8%). Hvorki fundust tengsl milli sjálfsofnæmissjúkdóma og ákveðinna arfgerða né milli sjálfsofnæmis og tíðni sýkinga. Ályktun: Meðal einstaklinga þar sem MBL styrkur í blóði hefur verið metinn er um verulega háa tíðni sýkinga, vélinda- og magabólgna og sjálfsofnæmissjúkdóma að ræða. O/O arfgerð virðist vera áhættuþáttur fyrir sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar og hugsanlega í berkjum. V-101 IL-2 og TGFþl hafa afgerandi áhrif á tjáningu CD103 meðal T-stýrifrumna Brynja Gunnlaugsdóttir1'2'3, Sólrún Melkorka Maggadóttir1,3, Laufey Geirsdóttir1,3, Inga Skaftadóttir1, Bjöm Rúnar Lúðvíksson1-3 ^Ónæmisfiæðideild, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum Landspítala, 3læknadeild HÍ brynja@landspitali.is Inngangur: Transforming growth factor-betal (TGF-pl) hefur þekkt stjómunaráhrif á tjáningu CD103 og FoxP3. IL-2 er nauðsynlegt fyrir TGF-þl miðlaða tjáningu á FoxP3 in vitro en TGF-þl hefur aftur á móti neikvæð áhrif á seytun IL-2. Viðbótarörvun um CD28 afléttir bælingunni og eykur seytun T frumna á IL-2. Því er ljóst er að viðbótarörvun T frumna um CD28 getur haft áhrif á FoxP3 tjáningu með aukinni IL-2 seytun en einriig í gegnum boðferla sem leiða til breytinga á FoxP3 tjáningu. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja samverkandi LÆKNAblaðið 2011/97 39

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.