Listin að lifa - 01.03.2004, Page 14

Listin að lifa - 01.03.2004, Page 14
Móðurmálsþáttur Á landsfundi LEB í vor sem leib var samþykkt ab taka upp móbur- málsþátt í blabinu. í þættinum skyldi m.a. taka á ambögum í málinu. Eru ambögur til stabar? já, því mibur, bæbi hjá ungum og gömlum, alltof margar og sumar slæmar. í þessum þætti skal minnst á notkun nokkurra orba sem er ofaukib í máli fólks. Eg kalla þau aukaorb. Orðið að er til vandræða hjá mörgum. Maðurinn sem að kom í gær fer aftur til baka, ef að veður leyfir, þegar að hann hefur lokið erindi sínu. Það notar tæpast nokkur orðið sem, nema að fylgi í kjölfarið. Þessi samstæða, sem að. verður í framburði hjá mörgum sema. Fleiri orð hafa fengið að sem fylgifisk. Dæmi: Ef að, þegar að, hvort að, þótt að, meðan að, síðan að o.fl. Sleppum aukaorðunum! Síðan. Þegar getið er um hversu langt er liðið frá ein- hverjum atburði, bæta margir við orðinu síðan. Dæmi: Þetta var fyrir tveimur árum síðan. Orðinu er ofaukið, skýrir ekkert. Að þá. Þegar ég kom heim, að þá voru allir sofnaðir. Sumir bruðla með orðasambandið að þá. í um fjögurra mínútna þætti í sjónvarpi hef ég heyrt að þá notað 12 sinnum: A morgun að þá má búast við... Það skal tekið fram að sumir flytjendur nota ekki þetta innskot. Lengjum ekki mál okkar með mörgum marklausum aukaorðum. ... því að ef að hérna sko ... Berum virðingu fyrir móðurmálinu, hlustandanum og okkur sjálfum. SParvsieituv ^éimssoiv, formaður Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum Viðhaldsfrítt skiltakerfi fyrir fjölbýlishús Breytingar prentaðar á venjulegan prentara! BJÓÐUM EINNIG: • Gluggmekingar • Fónaprentun • Bilamerkingar • Limmiio(sólekta) • Sandblástursfilmu MERKISMENN flrmúla 36 • merkismenn@merkismenn.is NEON - Ijós og lausir stafir ^erk'S' Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum þakkar öllum sem komu á sýningu þess í Hótel Reykholti síðastliðið vor. Jafnframt sendum við öllum sem veittu okkur fjárstuðning alúðarþakkir. Óskum öllum í félögum heldrimanna, vítt og breitt um landið, árs og friðar. 14

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.