Listin að lifa - 01.03.2004, Side 16
KYNNING:
Skemnrtilegar
nýjungar
hjá
Ferðaþjónustu bænda
Ný utanlandsdeild er tekin til starfa hjá
Feröaþjónustu bænda og Hugrún Hannes-
dóttir var ráöin til aö halda utan um þessi
nýju verkefni. Hún situr fyrir svörum hjá
okkur.
Umfang Ferðaþjónustu bænda, Hugrún? Þetta eru
stærstu samtök gistiaðila á íslandi - með gistingu í 2.800
uppbúnum rúmum. Bæimir 120 bjóða heimagistingu, sum-
arhús og sveitahótel. Auðvitað viljum við nýta þetta mikla
úrval gistirýma og bjóða Islendingum upp á sérvaldar ferð-
ir undir handleiðslu heimafólks sem þekkir staðina út og
inn. Bændagisting er tilvalin fyrir einstaklinga eða hópa
eldri borgara í innanlandsferðum. Við aðstoðum mjög
gjaman við skipulagningu ferðanna.
Ferðaþjónusta bænda er þekkt nafn, en fólk veit
minna um þjónustuna sem þið veitið? Áhugavert er að
fólk þekkir nafnið, en veit samt ekki mikið um okkur. Áríð-
andi er að fram komi, að Ferðaþjónusta bænda er rótgróið
fyrirtæki í eigu bænda sem þjóna ferðamönnum! Sérhæfing
okkar felst í að veita persónulega og góða þjónustu - í
tengslum við alla bænduma. Fyrirtækið stendur á traustum
grunni, þess vegna var ákveðið að auka þjónustuna og
bjóða upp á spennandi ferðir til útlanda fyrir fólk á öllum
aldri.
Nýr bæklingur með forvitnilegum utanlandsferðum!
Segðu okkur aðeins frá ferðunum? íslendingar hafa litið
ferðast til Kína og Burma, svo að þau lönd hljóta að vekja
áhuga. Áhugaverðustu ferðirnir fyrir fólk í eldri kantinum
eru: - ferð til Suður-Þýskalands nú í lok mars, - vínsmökk-
unarferð til Franken-héraðsins í Þýskalandi í október, - og
jólaferðin okkar til Wtirzburg og Rothenburg í byrjun des-
ember.
Við leggjum okkur fram um að gera þessar ferðir per-
sónulegar og hittum heimamenn sem sýna okkur svæðin. í
Burma er oft nefnt best geymda leyndarmál Asíu og hafa fáir
íslendingar komið þangað.
ferðinni til Suður-Þýskalands er alveg frábær fararstjóri,
Inga Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Kjartanssonar lista-
manns, en hún hefur búið á þessu svæði í 25 ár og er því að
sýna sínar núverandi heimaslóðir. í fjögurra daga vín-
smökkunarferð er íslenskur fararstjóri, en einnig heima-
maðurinn Eugen. Hann er algjör sérfræðingur á góð vín og
með honum heimsækjum við vínbændur á svæðinu, fræð-
umst um víngerðina, fáum að taka þátt í berjatínslunni - og
að sjálfsögðu smökkum við á hinum ýmsu tegundum.
Fleiri spennandi framtíðarverkefni? Bændagisting í
öðrum löndum! Nú erum við að vinna að henni á fullum
krafti. Ætlunin er að bjóða bændagistingu og bílaleigubíl í
einum pakka. Gistinætur verða ákveðnar fyrirfram, en allt
annað er frjálst. Margir virðast bíða spenntir eftir þessu, því
að nú vill fólk ekki dvelja of lengi á sama stað. Svo má
ekki gleyma því að íslendingar eru orðnir mjög ferðavanir.
Með þessu bjóðum við upp á afar persónulega og sveigjan-
lega valkosti í ferðalögum.
16