Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 21

Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 21
Þórunn óx upp í stórum systrahópi á Glitstöðum í Norð- urárdal, með Baulu, Grábrók og hraunið fyrir framan sig. Sótti menntun í Reykholtsskóla og Varmaland, var mikil námskona og dúxaði í báðum skólum. Eiginmaður hennar, Ólafur Jónsson á Kaðalsstöðum, var hennar æskuást og lífsförunautur. Hann lést árið 1998. Dæturnar eru þrjár, ein býr á Kaðalsstöðum. Þórunn var valin í mikil trúnaðarstörf í Borgarfirðinum. Hún fékk fálkaorðuna í fyn'a fyrir skóg- rækt og félagsstörf. Sterkir stofnar standa nú lauflausir í kringum Kaðals- staði II. Húsfreyjan gróf sjálf grunn að nýbýlinu og gróð- ursetti græðlinga sem nú mynda skjólbelti fyrir mannlífíð. Sjálf hefur hún verið sterkur stofn fyrir fjölskyldu og fé- lagslíf í sveitinni. Eg bjóst við rúmliggjandi sjúklingi, ekki hinni kraft- miklu konu sem heilsar mér í dyrunum. Edda er henni til aðstoðar. Hún segir dagamun á Þórunni og ég sé heppin að hitta á góðan dag. Veitingar á borði og uppdúkað fyrir fleiri, enda birtist brátt Þorsteinn Pétursson formaður og eiginkona hans Asta Hansdóttir. Að sjálfsögðu beinist talið að Þórunni og starfi hennar. „Mikil reglufesta fylgdi formennsku Þórunnar, fundir vel undirbúnir, hún fékk góða fyrirlesara, jafnvel skemmti- krafta. Hún hefur stuðlað að lifandi fundum. Mikið tóma- rúm þegar hún er hætt,“ segir Edda. Þórunn andmælir þessu og segir: „I minni formannstíð var ég vön að segja - þið getið gert þetta sjálf!” „Og sumum fór verulega fram,“ laumar Þorsteinn inn kímileitur. Hvað finnst ykkur félagslífið gefa? „Við njótum sam- vista hvert við annað sem ekki væri nema vegna félagsins. Dagskráin er ekki aðalatriðið þegar fundur er haldinn, við komum til að hitta nágranna og vini. Sjö hreppar standa að félaginu sem hefur blásið út á síðustu árum.“ Þórunn er afar virðuleg kona og skemmtilega fallin til forystu. Þegar á að taka viðtal við hana, kemur hún með handskrifuð blöð og byrjar að lesa upphátt. Hún skrifar allt niður og er með svör á reiðum höndum - vill láta birta sinn texta í stað viðtals. Ótrúleg seigla í þessari konu að skila öllu svona vel frá sér sem hún hefur byrjað á. „Eg uni mér við þetta, ágæt tómstundaiðja fyrir eldra fólk,“ segir hún. Sýningin í Reykholti er greinilega hápunkturinn. „Hugmyndin kviknaði um haustið, en ekkert fór af stað fyrr en eftir áramót. Þá fór fólk að skríða upp á háaloft eða leita úti í geymslu eftir gömlu dóti á sýninguna. Ótrúlega margir dýrgripir fundust,” segir Edda. „Sýningin var eitt samfellt ævintýri og konan héma á heiðurinn af henni,“ segir Þórunn og bendir á Eddu. „Hún átti uppástunguna og fitjaði þar upp á viðfangsefni sem vakti áhuga allra. Skipaði í sýningarnefnd og skemmti- nefnd og tókst að virkja alla félagsmenn.“ „Það gaf óhemju styrk þegar samstaðan varð svona gífurleg. Félagsmenn þjöppuðust saman, fólk kynntist bet- ur, allir tóku þátt,“ segir Þorsteinn. „Gaman hvað sýningin hefur vakið mikla ánægju. Unga og gamla kynslóðin náðu saman, þegar skólabörnin fóru með ljóð sem tengdust eldra fólkinu.“ Við horfum á myndband af sýningunni sem greinilega hefur verið hin veglegasta. Gaman að sjá hvað Þorsteinn nær miklu flugi í hlutverki séra Sigvalda. Erfitt er að fá Þórunn fékk fálkaorðuna 2003. Þómnni til að tala um sjálfa sig, hún kemur alltaf inn á hvað aðrir hafi gert mikið - ekki hún sjálf sem var drif- fjöðrin í félaginu, að sögn Eddu, Þorsteins og fleiri. Eldri borgara félögin eru ung að árum. Hvernig sérðu framtíð þeirra fyrir þér? „Ég sé ekki annað en þau haldi áfram að eflast. Þetta eru félög sem breyta lífi svo margra. Landssambandið er til mikilla hagsbóta ef fólk nýt- ir sér það, en alltof margir eru einir á báti. Maður verður að verða sér úti um þetta sjálfur, enginn kemur til að bjóða inngöngu í félagið.“ Þú hefur komið víða við í félagsmálum, Þórunn? „Já, ég var ekki þannig gerð að fóma mér alveg fyrir eiginmann og böm. Ég hef alltaf þurft töluvert rými til að sinna marg- víslegum áhugamálum og er þakklát fyrir hvað mér gafst gott svigrúm til þess. Fyrir bragðið hef ég verið ánægðari og öðlast víðari lífsreynslu sem hefur byggt upp mitt afleita sjálfstraust og vonandi gert mig þægilegri og jákvæðari.“ Þórunni tókst sannarlega að komast í hringiðu félags- málanna. Hún á stóran hlut í skógrækt í Borgarfirði. Stuðl- aði að bættri menntun með sæti í skólanefnd. Kvenréttindi og umhverfismál voru meðal áhugamála Þórunnar sem var um tíma formaður Sambands borgfirskra kvenna. Fjármálin lét hún til sín taka, þegar hún sat í bankaráði Búnaðarbank- ans. „Það var í fyrsta og eina skiptið sem ég fékk kaup,“ segir hún hlæjandi. 21

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.