Listin að lifa - 01.03.2004, Side 32

Listin að lifa - 01.03.2004, Side 32
I Nú standa yfir æfingar Islenska dansflokksins fyrir sýninguna Lúna. Viöfangsefnib er hegöun og lífsreynsla mannsins á þroskaskeiöinu. Tvö falleg og skemmtileg verk eru á dag- skránni: Æfing í Paradís eftir belgíska danshöfundinn Stijn Celis viö tónlist Frederick Chopin. Og Lúna eftir Láru Stef- ánsdóttur danshöfund við tónlist Hjálmars H. Ragnars- sonar. Æfíng í Paradís er hrífandi. Dansarar, búningar og tónlist skapa grípandi stemningu og kveikja tilfinningabál. Þetta er myndrænt verk sem fjallar um fólk sem fer um í leit að betra lífi. Það rís úr auðninni og finnur eitthvað annað. En er það betra? Stijn Celis er þekktur danshöfundur sem hef- ur samið fyrir virta dansflokka í Sviss, Kanada, Þýskalandi og víðar. Næsta verkefni hans er starf listræns stjórnanda Bem-ballettflokksins í Sviss. Lúna fjallar um þrár mannfólksins og væntingar. Konur og karlar stíga lífsvalsinn undir tunglsins tæra skini. Allir vilja upplifa ástina, ein er týnd, ein lifir í voninni, einn elskar of mikið.... Verkið er samið við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Cyrano, sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir í júní 2003. Hin geysivinsæla hljómsveit Rússibanar flytja tónlistina á sviðinu. Lára Stefánsdóttir hefur starfað sem dansari og danshöfundur hjá íslenska dansflokknum frá 1980, einnig samið verk fyrir Pars pro toto og öll helstu leikhús landsins. Umsögn um síðustu sýningu flokksins: „Það er einhver óræður lífþróttur viðloðandi flokkinn. Sú tilfinning að hann geti alltaf komið á óvart er fyrir hendi.“ - Lilja Ivarsdóttir, Morgunblaðið - Féiagar í Landssambandi eidri borgara fá afslátt. Miðapantanir hjá Borgarleikhúsinu í síma: 568 8000 Sýningar eru 18. mars, 21. mars, 28. mars og 4. apríl. Sýningargestum gefst kostur á að spjalla við dansarana og fræðast um þá og verkið eftir sýninguna 18. mars. Umfjöllunin er kynning frá íslenska dansflokknum. 32

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.