Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 32

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 32
I Nú standa yfir æfingar Islenska dansflokksins fyrir sýninguna Lúna. Viöfangsefnib er hegöun og lífsreynsla mannsins á þroskaskeiöinu. Tvö falleg og skemmtileg verk eru á dag- skránni: Æfing í Paradís eftir belgíska danshöfundinn Stijn Celis viö tónlist Frederick Chopin. Og Lúna eftir Láru Stef- ánsdóttur danshöfund við tónlist Hjálmars H. Ragnars- sonar. Æfíng í Paradís er hrífandi. Dansarar, búningar og tónlist skapa grípandi stemningu og kveikja tilfinningabál. Þetta er myndrænt verk sem fjallar um fólk sem fer um í leit að betra lífi. Það rís úr auðninni og finnur eitthvað annað. En er það betra? Stijn Celis er þekktur danshöfundur sem hef- ur samið fyrir virta dansflokka í Sviss, Kanada, Þýskalandi og víðar. Næsta verkefni hans er starf listræns stjórnanda Bem-ballettflokksins í Sviss. Lúna fjallar um þrár mannfólksins og væntingar. Konur og karlar stíga lífsvalsinn undir tunglsins tæra skini. Allir vilja upplifa ástina, ein er týnd, ein lifir í voninni, einn elskar of mikið.... Verkið er samið við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Cyrano, sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir í júní 2003. Hin geysivinsæla hljómsveit Rússibanar flytja tónlistina á sviðinu. Lára Stefánsdóttir hefur starfað sem dansari og danshöfundur hjá íslenska dansflokknum frá 1980, einnig samið verk fyrir Pars pro toto og öll helstu leikhús landsins. Umsögn um síðustu sýningu flokksins: „Það er einhver óræður lífþróttur viðloðandi flokkinn. Sú tilfinning að hann geti alltaf komið á óvart er fyrir hendi.“ - Lilja Ivarsdóttir, Morgunblaðið - Féiagar í Landssambandi eidri borgara fá afslátt. Miðapantanir hjá Borgarleikhúsinu í síma: 568 8000 Sýningar eru 18. mars, 21. mars, 28. mars og 4. apríl. Sýningargestum gefst kostur á að spjalla við dansarana og fræðast um þá og verkið eftir sýninguna 18. mars. Umfjöllunin er kynning frá íslenska dansflokknum. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.