Listin að lifa - 01.03.2004, Side 38

Listin að lifa - 01.03.2004, Side 38
Jón Þórisson var fyrsti formaður Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum og átti mestan þátt í að móta farsælt staifog stefnu félagsins. Jón var bóndi og kennari í Reykholti og mikill drifkraftur í íþróttum á svœðinu. Hann var prýðilega ritfær og naut Gullastokkurinn þess, en líka ágætlega hagmæltur. A sjötíu ára afmæli Reykholtsskóla, í október 2001, hélt Jón ræðu sem margir segja að haft verið stórkostleg. Þar rakti hann sögu skólans, hve erfitt var að fjármagna þessa stóru byggingu, og síðar fimleikahúsið sem var þá eitt hið glæsilegasta á land- inu. Mál manna er að Jón haft gengið of nærri sér með þessari samantekt, en hann lést í desember 2001. Jón hófræðuna með Ijóði sem byrjarmeð orðunum: Nú biðjum við ykkur gestir góðir; að ganga með okkur umfornar slóðir... Nú sjást hér ei æskunnar leikir lengur; lífsmynstrið breytist eins og gengur. Stofnanir rísa, starfa og hverfa stjórnað af þeim sem að landið erfa. Fallið er merki feðra vorra sem fyrrum þeir reistu til heiðurs Snorra. (síðasta erindi afþremur). Síðan höfðar Jón til kirkju og fræðaseturs og segir: „En Snorra hefurnú verið reisturnýr minnisvarði og rekinn afmynd- arbrag”... Símstöðvarstióri og leikkona Rabbað við Halldóru Þorvaldsdóttur í Reykholti, ekkju Jóns Þórissonar Ung Grindavíkurmær kom til prestfrúarinnar í Reyk- holti, kynntist þar glæsilegum íþróttakennara, flengdist, og er nú elsti íbúinn í Reykholti. Fyrstu tólf árin bjuggu Jón og Halldóra í upphaflega skólahúsinu, en íbúðinni fylgdi eftirlit með hluta nemendavistar, símstöð og bréfahirðing. Halldóra býr nú ein í húsinu sem þau hjónin byggðu og fluttu í 1960. Hún er yfír áttrætt, sér sjálf um heimifi og innkaup - og segist ekki hreyfa sig héðan á meðan hún getur keyrt sjálf. Bjart er yfir konunni sem heilsar og bíður inn á mjög fal- legt heimili. Spil á sófaborðinu, hún var að spila brids á Logalandi í gærkvöldi - og fékk svo góð spil að erfitt er að slíta sig frá þeim. „Eg er búin að spila brids í um 50 ár, alltaf gaman þegar vel gengur.“ Halldóra er einkar sviphrein og virðuleg kona. Foreldrar hennar voru hjónin Stefanía Tómasdóttir og Þorvaldur Klem- ensson, útvegsbændur á Járngerðarstöðum. Systkini hennar eru: Margrét, Tómas, Guðlaugur (nú látinn) og Valgerður. 38

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.