Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 45

Listin að lifa - 01.03.2004, Síða 45
Steinunn blaðar hér í litla Ijóðaheftinu sínu - Smámyndir frá bænum með smámeyjunum fimm. mál. Við komum saman nokkrum sinnum á ári til skiptis á bæjunum. Saman erum við meira að lesa, skoða og ræða um ljóð en að yrkja, skoðum bæði ný og eldri ljóð - lesum þau saman.“ Litli Ijóðahópurinn: Ólöf Kristófersdóttir, Þórunn Eiríksdótt- ir, Ragnheiður Asmundardóttir, Edda Magnúsdóttir og Ingi- björg Bergþórsdóttir. Steinunn var fjarverandi. og á Hvanneyri er handverkshúsið Ullarselið þar sem þró- aðir hafa verið munir úr íslenskri ull og öðrum náttúruefn- um. Handiðn og ljóðagerð, hvort er meira gefandi, Stein- unn? „Ljóðin eru meiri hugarleikfimi, best er að geta látið vinna saman hug og hönd.“ Steinunn sótti fjölmiðlanámskeið til að læra að skrifa blaðagreinar. Hún segir kennarann hafi kveikt í sér þegar hann sagði: „Þetta er ekki blaðagrein. Þetta er bókmennta- verk“. Skoðum aðeins brot úr Ferðastiklum Steinunnar með Þórunni 2001: Hamingjan ríkti í húsi klerksins í hinni fögru Mývatnssveit þar sem loftið var mettað af kofareykt- um silungi í bland við blautt, litskrúðugt lyngið. Hamingj- unnar urðum við líka aðnjótandi í bláberjaveislu um kvöld- ið. Og máttum vel við una að nátta okkur í fjárhúsi, það hafafleiri gert. - Blessuð sé minning þín, María... Bæjarsveitin, flatlendið milli Grímsár og Flóku, er víða mýrlend. Fjallasýn er fögur. Þar er allstórt, grunnt stöðu- vatn sem ber hið sérstæða nafn Blundsvatn. Nú er snjó- þekja yfir öllu, en gaman væri að heimsækja Langholtið í sumarkyrru, sjá öll blómin hennar Steinunnar. Að lokum, sýn Steinunnar í Langholti - sumar og vetur: LJÓÐ gjöf þeim er þiggja, þeim er hlusta, orkugjöf... Steinunn og Edda ásamt Þórunni settu upp sýninguna Athöfi og orð á Varmalandi. „Þetta voru munir frá hús- mæðraskólanum á Varmalandi - handverk vina og vanda- manna. Svo handskrifuðum við ljóð og tilvitnanir og hengdum upp á milli sýningarmuna.“ Eigulegir minjagripir: Húsmóðirin í Langholti dundar sér við fleira en ljóðagerð. Fallega útskomar trémunir henn- ar liggja á borði; hnífar, nælur, og hörpur sem eru barm- merki kvennakórs. - Nálhús með álftafjöðrum sem konur höfðu ætíð í pilsvasanum í gamla daga, geymdu í því, og þjóðbúningadúkkur í fullum skrúða spóka sig á hillum. Við ræðum handverkið, hvað það hefur aukist mikið og með því endurlífgun gamalla vinnubragða. Handverkssýn- ingar hafa áreiðanlega haft áhrif. Fólk hefur meiri tíma til að sinna handverki, hættir fyrr að vinna, hefur meira starfs- þrek. í Borgarfjarðardölum er fyrirmyndar handverksfólk, / Speglasalnum Sjálfur himininn er í heimsókn í sumarkyrrunni slær heibbláma yfir láb og lög á Blundsvatn og silfurtjarnir sér mynd sína ab baki fuglum og fjöllum og sjá - hún er harla fríb / Gyllta salnum Skammdegissólin og stjörnurnar hafa tekib völdin klaki og kristallar á vötnum og stráum Hafnarfjall og Baula horfast í augu hulin robahvítum hjúp - gull... 45

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.