Listin að lifa - 01.03.2004, Page 55

Listin að lifa - 01.03.2004, Page 55
Kaupmáttur almannatryggingagreiðslna (ellil., tekjutr. og eingr.) og lágmarkslaun. Vísitala 1990= 100 tekjum yfir skattleysismörkum. Þessi mörk hafa setið eftir að raungildi í verðbólgunni á undanförnum árum. Núver- andi skattleysismörk sem eru 71.270 kr. á mánuði nú árið 2004, en ættu að vera mun hærri eða kr. 86.195 ef þau hefðu fylgt verðlagsþróun í landinu. Þau væru enn hærri, eða 115.928, hefðu þau hækkað í takt við launaþróun í landinu. Þannig segir skatthlutfallið eitt og sér ekki mikið og skattbyrðin hefur aukist þrátt fyrir lækkað skatthlutfall. Tekjur sem hækka aðeins eins og verðlag 1990-2004. Ekki rauntekjuhækkun Dæmi um kr 100.000,- tekjur 2004 (70 ára og eldri) Dæmi um kr. 62.635 tekjur árið Skatt- 1990 sem fylgja hlutfall Skattar Ár verðlagi þ.e. 100.000 kr. 2004 Skatt- leysis- mörk Skatt- skyldar tekjur stað- greiðslu % Stað- greiðsla sem hlutfall tekna 1990 62.635 53.988 8.647 39,79 3.440 5,5 1995 74.559 58.416 16.143 41,93 6.769 9,1 2000 85.708 63.488 22.220 38,37 8.526 9.9 2004* 100.000 71.270 28.730 38,58 11.084 11,1 Skatthlutfallið þyrfti hér að lækka í 19,2% til að þessi aðili hefði sömu tekjur eftir skatta að raunvirði og árið 1990. * Miðað við spá Seðlabanka um 2,2% hækkun verðlags milli áranna 2003 og 2004. Heimild: Ríkisskattstjóri, Hagstofan, Fjármálaráðuneyti og Seðlabankinn. Til að sýna fram á þessa hækkun skatta getum við tekið dæmi af manni sem var með 63.635 kr. á mánuði árið 1990. Ef tekjur hans hækka eins og verðlag væru þær 100.000 kr. á mánuði nú árið 2004. Þessi maður er því með sömu rauntekjur og árið 1990 og ef skattkerfið væri óbreytt gagnvart honum, ætti hann að greiða sama hlutfall af tekj- um sínum í skatt. Sú er ekki raunin því að hann greiddi 5,5% tekna sinna í skatt árið 1990 en 11,1% árið 2004. Þró- unina ár eftir ár hjá þessum manni má sjá á meðfylgjandi súluriti. Skattar sem hlutfall tekna 1990-2004. Dæmi um aðila yfir 70 ára með 100.000 kr. í tekjur á mánuði árið 2004 sem hefur ekki hækkað I tekjum að raungildi frá 1990, þ.e. tekjur hans hækkuðu bara í takt við verðlag. Skattbyrðin eykst úr 5,5% í 11,1%. 12.0 ------------------------------------------------------------------------ 10,0 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004* Skattbyrði hans hefur því aukist verulega, þó að hann hafi ekki hækkað í rauntekjum og þrátt fyrir að skatthlutfallið hafi lækkað úr 39,79% árið 1990, í 38,58% árið 2004. Þetta er vegna þess að hann þarf að greiða skatta af hærri hluta tekna sinna en áður þar sem skattleysismörkin hafa lækkað að raungildi. I raun þyrfti skatthlutfallið fyrir þennan mann að lækka í 19,2% miðað við núverandi skattleys- ismörk svo að hann greiddi sama hlutfall tekna sinna í skatta og áður. Því þarf að taka með fyrirvara allar tillögur um breytingu á skatthlutfalli án þess að um leiðréttingu á skattleysismörkum sé að ræða. 3. Kaupmáttur ráðstöfunartekna fyrir ellilífeyrisþega og launaþróun almennt Til að taka saman þróun greiðslna almannatrygginga um- fram verðlag og áhrif tekjuskatta á þær tökum við að lok- um dæmi af manni sem hefur 45.860 kr. úr lífeyrissjóði á mánuði árið 2004. Ellilífeyrisþeginn er því með óskertan ellilífeyri og tekjutryggingu með eingreiðslum (kr. 64.640 á mánuði árið 2004), en fær engan tekjutryggingarauka. Hann hefur því samtals 110.500 á mánuði í tekjur árið 2004. Eftirfarandi tafla sýnir greiðslurnar eins og þær hafa þróast frá 1990 og fyrrgreindar tekjur úr lífeyrissjóði sem breytast með verðlagi. Þannig hafði hann samtals kr. 61.175 í tekjur árið 1990. Kaupmáttur tekna ellilífeyrisþegans hefur hækkað um 13,1% á árunum frá 1990, en skattarnir hafa tekið mikið af þessari hækkun til baka. Kaupmáttur ráðstöfunartekna (þ.e. kaupmáttur eftir tekjuskatt) hjá honum hefur hinsvegar að- eins hækkað um 2,4% á þessum 14 árum eða um kr. 2.621 kr. á mánuði (sjá töflu á næstu síðu). Til samanburðar má skoða þróun kaupmáttar ráðstöfunar- tekna aðila sem byrjar með sömu tekjur og ellilífeyrisþeg- inn árið 1990, þ.e. kr. 61.175, en ef tekjur hans breytast hinsvegar í takt við þróun launa (m.v. launavísitölu). Kaupmáttur þess aðila sem hefur hækkað í tekjum í takt við hækkun launavísitölu hefur hækkað mun meira en hjá Ár ♦ Samtals grunnl., tekjutr og eingr. ■ Samtals lágmarkslaun með eingr. 55

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.