Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 66

Listin að lifa - 01.03.2004, Blaðsíða 66
Dundhúsið í garðinum: Allir ættu að eiga sitt dundhús, það gefur mikið. Skálamar mínar hafa farið víða. Sömu- leiðis þorskhausarnir hennar Eddu - hún á nefnilega fleiri þorskhausa en mig! Úr hinum þorskhausunum býr hún til fugla og myndir, fékk meira að segja verðlaun fyrir þetta á Hrafnagili í fyrra. Alsæl í sveitinni: Innandyra teflum við mikið, orðin eru ekki alltaf falleg sem falla í þeim omstum. Annars vil ég helst hlusta á klassíska tónlist. Edda dundar við að prjóna dúkkur eða skrifa á tölvuna sína. Hún er líka í Litla ljóða- hópnum með vinkonum sínum. Eg hef aðeins sungið með góðum vinum mínum í Reykholtskirkjukór. Það er mér mikils virði hvað blessaðir vinir mínir þar eru hugulsamir við mig, gamlan karlinn. Við erum aldrei einmana hér. Þó söknum við þess að vera ekki nær börnunum og þeirra fólki. Bestu stundirnar eru þegar þau koma í heim- sókn. Við förum á flesta menningarviðburði og Félag aldr- aðra í Borgarfjarðardölum veitir okkur ómetanlega félags- skap. Hér viljum við vera eins lengi og við getum - og vonandi verðum við samferða héðan eins og hingað til. Hugleiðing Eddu og Páls, hvernig það er að búa í sveitinni árið um kring: Frá okkar bæjardyrum séð... Enn einu sinni fáum við að njóta þess að standa saman í bæjardyrunum, gá til veðurs og fagna því að sjá sólina koma vestan undan Oköxlinni. Hún baðar litla húsið okkar geislum sínum og snertir ljúfa strengi í gömlum hjörtum. Verður okkur þá hugsað til vinanna í borginni, sem þótti sú ákvörðun okkar að flytja upp í sveit vægast sagt furðuleg. - Er í lagi með ykkur? Engin menning, leikhús, tónleikar eða sýningar, ekki einu sinni búð eða götuljós. - Ekki það, nei? Hér sjáum við stjörnur og norðurljós sindra á himin- hvolfinu, mánann lýsa upp jöklana og ána sem liðast nið- andi eins og silfurband um dalinn. Hlýja hússins umvefur okkur þegar vetrarveðrin ólmast utandyra. Við reynum að meðtaka boðskap sjónvarpsins, sem reyndar verður æði oft að láta í minni pokann fyrir góðri bók, tafli eða góðra gesta heimsóknum. Þetta er, ásamt ýmsum menningaratburðum í héraðinu, okkar leikhús, sýningar, lýsing og tónleikar. Jú, við erum að sjálfsögðu langt frá stórmörkuðum, læknum og mörgu öðru sem við þurfum á að halda, en veg- imir hér eru færir flesta daga, rétt eins og í þéttbýlinu og þess vegna höfum við litlar áhyggjur. Þær eru líka „ok morgundagsins", eins og Kínverjar segja. Þegar vorstraumarnir berast til okkar og gróðurinn lifn- ar, þökkum við fyrir plönturnar sem hér voru gróðursettar, bæði af okkur og forsjóninni. Þar sem áður var nagað kjarr eru nú bústin tré sem veifa til okkar grein og grein og segja; þetta gátum við afrekað saman. Með hækkandi sól vex umferð vina og vandamanna um bæjardymar, og þröst- urinn og máríuerlan mæta með sitt búskaparbardús utan- húss. Barnabörnin koma og njóta þess að leika sér í kjarr- inu, hjálpa ömmu úti og inni og afa í Dundhúsinu. Sumarhúsaeigendurnir, okkar góðu grannar, eru að mikl- um meirihluta eldri borgarar eins og við. Við höfum átt margar góðar stundir saman, bæði sumar og vetur og vin- áttuböndin sem myndast hafa em ómetanleg. Oskandi væri að allir eldri borgarar þessa lands geti notið æfikvöldsins, fundið sér eitthvað til að bardúsa við og hlakkað til kom- andi dags. í morgunsárið, þegar við hér á bæ, lítum út um bæjar- dymar, þökkum við fyrir hverja stund sem við fáum að gá til veðurs saman. Frá okkar bæjardyrum séð er „landið fag- urt og frítt“ og mannlífið gott. Edda og Páll, Hóli í Hvítársíðu Það gerðist bara... Börnin vöktust og klæddust, grauturinn eldabist og átst, þab bjóst um rúmin og sópabist, þvotturinn þvobist og hengdist upp, þab gerbist vib og stoppabist í, saumabist og prjónabist, tertan bakabist og borbabist þab vaskabist upp og gekkst frá börnin huggubust og hjúfrubust þab breiddist yfir þau og kysstust góba nótt. Þegar þau voru spurb: Hvab gerir mamma þín? urbu þau undirleit og svörubu lágt: Ekkert, hún er bara heima! „Svona voru viðhotfin þegar ég var að ala upp börnin mín á sjötta áratugnum," segir Edda og spyr: - Skyldu störf húsmœðra vera meira metin ídag? Tak hnakk þinn og hest... spjallab vib Sigurborgu jónsdóttur á Báreksstöbum Já, hún Sigurborg á Báreksstöðum þeysir út á sínum úrvals- gæðingi, þegar hún vill ná andlegum styrk. Sigurborg missti manninn sinn, Ólaf Guðmundsson, 1985, segist hafa reynt margt til að vinna bug á einverunni. Hún stundar jóga, fer í gönguferðir, skrifar dagbók, festir myndir á léreft „En fjöl- skyldan og hestarnir gefa mér mest. Það er mikil sálubót - að taka hest sinn og hnakk, og þeysa út í náttúruna." Stutta stund var litið inn hjá Sigurborgu. Allt var svo fínt hjá henni, kaffiborðið, hún sjálf svo vel til höfð. Samt var 66 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.