Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 09.01.2015, Qupperneq 12
Sumar vef- síður eru aðeins að- gengilegar í gegnum Tor-vafrann. Lauknet tryggir nafnleysi Tor-netið er sveipað nokkurri dulúð en þar er hægt að vafra um netið í skjóli nafnleysis. Lögregla, blaðamenn, aktív- istar og aðrir sem þurfa á nafnleysi í netheimum eru meðal notenda. Tor hefur einnig verið notað í misjöfnum tilgangi af glæpamönnum en Smári McCartey segir að kostir þess að Tor sé til staðar séu gríðarlegir og hann hvetur alla til að prófa. T or-netið er fullkomin leið til að sneiða hjá ritskoðun og nota netið nafnlaust. Ég hvet alla til að prófa þetta,“ segir Smári McCarthey, stjórnarmaður í IMMI – alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi og einn af stofnendum Félags um stafrænt frelsi og stjórnmála- hreyfingar Pírata á Íslandi. Al- mennt notar fólk aðeins hluta af netinu en þar fyrir utan er stór net- heimur sem ekki er aðgengilegur í gegnum hefðbundnar leitarvélar og nota þarf sérstakan vafra frá Tor til að sjá. Tor hefur fengið á sig neikvæð- an stimpil þar sem í undirheimum netsins er hægt að selja fíkniefni, vopn og dreifa barnaklámi nafnlaust en Smári segir kosti Tor líka vera gríðarlega. „Tor gagnast þeim sem eru að berjast gegn spilltum stjórn- völdum í löndum þar sem jafnvel er lokað á netið í gegnum eldveggi, lögreglan getur notað Tor til að uppræta glæpahringi og blaðamenn geta notað Tor til að fá nafnlausar upplýsingar frá heimildarmönnum,“ seg- ir hann en meðal þeirra sem hafa nýtt sér Tor eru Wikileaks og uppljóstrarinn Ed- ward Snowden sem lak gögnum frá Þjóð- aröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA. Þróað af sjóhernum Tor-netið var upphaflega sett upp af bandaríska sjóhernum til að koma í veg fyrir að óvinir gætu greint samskipti sem skip og kafbátar áttu sín á milli. Tor stendur fyrir The Onion Router, eða Lauknetið, en þessu neti er líkt við lauk þar sem hægt er taka burt heilu lögin en alltaf kemur eitthvað nýtt í ljós. Þegar Tor er notað er ómögulegt að rekja IP-töl- ur eða hvaðan notandi kemur vegna dul- kóðunar. Eina mínútuna virðist hann vera í Frakklandi en þá næstu er sem hann sé í Perú. Upphaflega hugmyndin var að eingöngu bandaríski sjóherinn myndi nota Tor. Þrátt fyrir dulkóðun gátu óvin- ir samt séð að netið var í gangi og gátu því verið vissir um að þarna var um sam- skipti innan sjóhersins að ræða. Því var ákveðið að opna Tor þannig að lögregla, blaðamenn, aktívistar og aðrir sem þurfa á nafnleysi í netheimum að halda geti not- að það. Það sem sjóherinn græddi á því er að nú er ómögulegt að greina hvort sam- skipti á netinu eru á vegum hersins eða almennra borgara. Darknet rangnefni Gjarnan er talað um að þær upplýsingar sem almenningur hefur aðgang að á net- inu sé aðeins brotabrot af því sem leynist í hafsjó þess. Ef netinu er líkt við hafið er þá tekið sem dæmi að leitarvélar á borð við Google sé skip sem siglir á yfirborði hafsins en allt þar fyrir neðan sé það sem kallast oft Deep Net eða DarkNet. „Mér finnst DarkNet alveg óþolandi nafn. Það er alls ekki lýsandi fyrir það sem er þarna í gangi og hljómar eins og titill úr vísindaskáldsögu,“ segir Smári. „Ég er fylgjandi því að í stað þess að kalla Tor- netið DarkNet þá ætti að kalla afgang- inn af netinu „Netið-þar-sem-hægt-er-að- fylgjast-með-þér.“ Í dag eru tugir forritara sem vinna að því að halda Tor gangandi, sumir í sjálf- boðavinnu, en þeir hittast reglulega á ráðstefnum og var ein slík haldin á Ís- landi í febrúar á síðasta ári. „Þeir sem standa á bak við Tor eru frá ólíkum lönd- um og reyna að hittast reglulega, ræða þau vandamál sem steðja að og finna lausnir,“ segir Smári sem bendir á að Ís- land sé mjög virt þegar kemur að upp- lýsinga- og tjáningarfrelsi. „Hvort sem það er verðskuldað eða ekki,“ segir hann. Hægt að misnota eins og annað Afar einfalt er að komast á Tor. Til þess þarf einfaldlega að fara á Torproject. org og hlaða niður Tor-vafranum. Mikil- vægt er að gera sér grein fyrir að vafr- inn einn og sér tryggir ekki nafnleysi heldur þarf að nota hann rétt. Þannig missir fólk nafnleysi sitt ef það skráir sig til að mynda inn á Facebook í gegnum Tor og ekki er ráðlegt að hlaða niður stórum skrám í gegn um Tor. Þó hægt sé að nota Tor til að skoða hefðbundn- ar vefsíður eru flestir sem nota vafrann aðeins í sérstökum verkefnum enda er hann líka hægari en aðrir vafrar. Auk þess að geta notað Tor til að tryggja sitt nafnleysi eru sumar síður sem eru að- eins aðgengilegar í gegnum Tor, og því ómögulegt að vita hvar þær eru hýstar. Vefslóðir sem eru þannig faldar enda á .onion. Sumar slóðirnar er hægt að finna í gegnum síðu HiddenWiki og þar sést til að mynda að slóð Wikileaks á Tor er http://zbnnr7qzaxlk5tms.onion Eitt af því sem hefur vakið athygli á Tor er markaðstorgið SilkRoad sem þróaðist yfir í umfangsmikil viðskipti með fíkni- efni. Bandaríska alríkislögreglan lokaði SilkRoad en þá spratt upp fjöldi annarra álíka markaðstorga í staðinn. „Það er hægt að nota Tor til að gera slæma hluti. Ég er samt sannfærður um að þessir hlut- ir væru til hvort sem Tor væri til stað- ar eða ekki. Bresk yfirvöld hafa verið nokkuð ötul við að ritskoða netið og nú er staðan sú að hjálparsíður vegna heim- ilisofbeldis eru jafnvel lokaðar. Þannig kemst barn sem er að leita sér upplýsinga ekki á slíka síðu nema í gegn um Tor,“ segir Smári. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Notendur Tor eftir löndum Alls nota um 2 milljónir manna Tor daglega Afganistan 700 Ísland 1.500 Kína 1.500 Sýrland 2.000 Danmörk 8.000 Brasilía 80.000 Rússland 140.000 Frakkland 150.000 Samkvæmt Torproject.org Tor stendur fyrir The Onion Router þar sem hvert lagið hylur það næsta. Smári McCarthey, stjórnar- maður í IMMI – alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Með Tor er hægt að vafra um netið í skjóli nafnleysis. Ef reynt er að rekja hvaðan notandi kemur virðist hann kannski eina mínútuna vera í Frakklandi en þá næstu í Perú. Gjarnan er talað um að almennir notendur sjái aðeins hluta netsins, toppinn á ísjakanum, en með réttu tólunum sé hægt að finna mun meira í hafsjó þess. Gómsæ og glútenlaust BERLÍN flug f rá F log ið a l l t á r ið um kr ing! 12.999 kr. 12 fréttaviðtal Helgin 9.-11. janúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.