Fréttatíminn - 09.01.2015, Side 14
Á
Á árum áður voru sjóslys tíð hér við land.
Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna
eftir forsíðum blaða þar sem myndir af fjölda
drukknaðra sjómanna þakti þær. Þessum
hörmungartíðindum var tekið eins og
fórnum sem þyrfti að færa. „Sjórinn gaf og
sjórinn tók,“ var andvarpað um leið og tíund-
aður var fjöldi föðurlausra barna.
Tíð og ógnvænleg sjóslys náðu langt fram
á 20. öld en hefur fækkað
svo um munar undanfarna
fjóra áratugi. Á áratugnum
1971-1980 létust 203 íslenskir
sjómenn, 1981-1990 biðu 116
sjómenn bana, 63 á áratugn-
um 1991-2000 og 21 fórst á
árabilinu 2001-2010. Á nýliðnu
ári varð ekkert banaslys á
íslenskum skipum. Enginn
fórst heldur árin 2008 og 2011.
Árangurinn í öryggismálum
íslenskra sjómanna þessi liðnu
40 ár er því stórkostlegur.
Margar samverkandi ástæður eru fyrir
þessum mikilsverða viðsnúningi. Það að
sjórinn taki er ekki lengur ásættanlegt.
Slysavarnaskóli sjómanna var settur á lagg-
irnar árið 1985 og hefur haft mikið að segja.
Hilmar Snorrason, skólastjóri skólans, segir
í viðtali við vefmiðilinn Vísi, að með aukinni
öryggisvitund sjómanna hafi slysum fækkað.
Sá árangur sem íslenskir sjómenn hafi náð
sé gríðarlega mikill og til þess sé horft af
öðrum þjóðum hvað áunnist hafi í öryggis-
fræðslu. Þá nefnir Hilmar mikilvægt atriði
sem eru betri veðurfréttir.
Fleira kemur til, betri skip og allur aðbún-
aður um borð og kvótasetning fiskistofna
sem hefur þýtt að hægt er að sækja þegar
aðstæður eru til þess. Ekki þarf að tefla í
tvísýnu þegar veður eru válynd.
Aga hefur aukist í þeirri viðleitni að koma
í veg fyrir slys á sjó og sama gildir hvað
varðar umferð á landi. Fjórir létust í um-
ferðarslysum hér á landi á nýliðnu ári. Það er
fjórum of mikið en engu að síður markverð-
ur árangur til bóta en dauðaslys í umferð-
inni hafa ekki verið svo fá á einu ári frá árinu
1966, þegar kerfisbundin skráning umferð-
arslysa hófst hérlendis, tveimur árum áður
en hægri umferð var tekin upp. Mikill áróður
var rekinn fyrir bættri umferðarmenningu
það ár, þ.e. 1968, en þá fækkaði dauðaslys-
um, 6 létust það ár. Aukinn agi í umferðinni
nú, auk bættra vega með aðskilinni akst-
ursstefnu og tvöföldun á ákveðnum vegar-
köflum hefur fækkað slysum, að því er Ágúst
Mogen sen, rannsóknarstjóri umferðar-
slysa hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa,
greindi frá í tilkynningu innanríkisráðu-
neytisins á gamlársdag. Helstu orsakir bana-
slysa í umferðinni undanfarin ár hafa verið
hraðakstur, ölvunarakstur og að bílbelti séu
ekki notuð. Þessi atriði eru í höndum öku-
manna og farþega. Ágúst bendir á að agi hafi
aukist sem sjá má af því að meðalhraði hefur
minnkað og slysum þar sem ungir ökumenn
eiga hlut að máli hefur fækkað.
Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðar-
öryggismálum er að fjöldi látinna í umferð-
inni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki
meira en það sem lægst gerist með öðrum
þjóðum, fyrir 2022 – og að fjöldi látinna og
alvarlega slasaðra lækki að jafnaði um 5%
á ári til ársins 2022. Árangur hefur náðst.
Árið 2014 hlýtur að koma vel út í alþjóð-
legum samanburði og svo var einnig árið
2010 þegar dánartíðni hér var sú lægsta í
öllum ríkjum OECD – en árið 2012 var Ísland
fimmta í röð þeirra ríkja sem hafa lægsta
dánartíðni í umferðinni.
Vegna aga og fastra reglna eru slys í flugi
fátíð – og það sem út af ber rannsakað svo
koma megi í veg fyrir slys. Aukinn agi hvað
öryggi á sjó varðar skilar augljóslega árangri
og sama á við um umferðaraga.
Penninn er máttugri en sverðið
Það þarf ekki að hafa mörg orð um mann-
skæðu árásina á ritstjórn franska skoptíma-
ritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag-
inn. Þar var ráðist gegn þeim gildum sem
verja ber með öllum tiltækum ráðum. Atlögu
öfgamanna gegn tjáningarfrelsinu verður
hrundið. Slagorðið „Ég er Charlie“ hljómar
nú um allan heim. Hér gildir hið fornkveðna.
Penninn er máttugri en sverðið.
Færri dauðaslys á liðnu ári í umferðinni og engin slík á sjó
Agi og öryggisvitund fækka slysum
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjÁLMTýsdóTTiR
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur
Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@
frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
BILLUND flug f rá
F l júgðu með f rá jún í t i l ágúst
10.999 kr.
SALZBURG flug f rá
F l júgðu með f rá janúar t i l febrúar
19.999 kr.
Japönsk bogmi: Kyudo
Kyudo: Bogmi þar sem
skotið er á mark úr 28 metra
arlægð.
Kennarar:
Tryggvi Sigurðsson, Kyoshi
7. dan ANKF (Japanska
Kyudosambandið).
Elsa Guðmundsdóttir, 4. dan
Kyudo byggir á einstakri
menningarhefð sem best er lýst með
hugtökunum SHIN-ZEN-BI, þ.e. leið
hins sanna, góða og fagra. Kyudo er
stundað af ölda iðkenda á öllum
aldri í Japan og annars staðar.
Upplýsingar veitir
Elsa Guðmundsdóttir í símum
5533431/8978765
BOSTON flug f rá
F l júgum a l lan árs ins hr ing f rá mars 2015!
17.999 kr.
14 viðhorf Helgin 9.-11. janúar 2015