Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.01.2015, Side 55

Fréttatíminn - 09.01.2015, Side 55
Neutral þvottaduft er orðið enn umhversvænna en áður. Við erum búin að þjappa því saman svo að nú þarftu minna magn fyrir sömu virkni. Áherslur okkar eru á umhverð og þig og því leitumst við stöðugt við að búa til betri vöru sem þú getur notað áhyggjulaus. • minni skammtur í hvern þvott • minni orkunotkun við framleiðslu • minni umhversmengun • nýr og léttari pakki SÉRSTAKLEGA ÞRÓAÐ FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ ÍS LE N SK A/ SI A. IS N AT 7 07 09 0 1/ 15 Tvær fyrstu sýningar ársins í Lista- safninu á Akureyri verða opnaðar á morgun, laugardaginn 10. janúar. Í mið- og austursal má sjá yfirlit á verkum Elísabetar Geirmunds- dóttur, Listakonan í Fjörunni, en í vestursal sýnir Habby Osk undir yfirskriftinni (Ó)stöðugleiki. Síðar- nefnda sýningin er hluti af sýninga- röð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Aðrir sýnendur eru Brenton Alex- ander Smith, Jóna Hlíf Halldórs- dóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Elísabet Geirmundsdóttir var fjölhæf alþýðulistakona sem er þekktust fyrir höggmyndir þó hún gerði einnig málverk og teikn- ingar, myndskreytti bækur, hann- aði hús og merki og samdi ljóð og lög. Það er afar viðeigandi að á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi skuli vera sett upp yfir- litssýning á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri, þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar. Sýningin, sem er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri og fjölskyldu Elísabetar, stendur til 8. mars, að því er fram kemur í tilkynningu safnsins. Habby Osk býr og starfar sem myndlistarmaður í New York en hún útskrifaðist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006 og School of Visual Arts í New York 2009. Hún hefur haldið fimm einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Hugtökin stöðugleiki og jafnvægi eru megininntak sýningarinnar. Leitin að stöðugleika og jafnvægi er sífelld og síbreytileg. Eftir að stöðugleikanum og jafnvæginu er náð er einnig krefjandi að viðhalda þeim. Fimmtudaginn 15. janúar, klukkan 15, verður lokunarteiti sýningarinnar. Listasafnið er opið frá þriðjudegi til sunnudags klukkan 12-17. Að- gangur er ókeypis. Elísabet Geirmundsdóttir við verk sitt. Habby Osk. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gaf öllum Hafnfirðingum kost á að sjá ókeypis kvikmyndasýningu í Bæjarbíói þann 10. janúar 1945 í, þá nýbyggðu, ráð- og kvikmyndahúsi. Nú, 70 árum seinna, 10. og 11. janúar 2015, verður haldið upp á sýningarafmæli Bæjarbíós og því verður ókeypis í bíó þessa helgi. Sýningar verða klukkan 3, 5, 7 og 9 og meðal þess sem verður á tjaldinu um helgina eru kvikmynd- irnar Karamellumyndin, Stikkfrí, Gauragangur, Jóhannes og Kristnihald undir Jökli. Á laugardaginn verður opið hús og hátíðarsetn- ing klukkan 14 og er frítt inn alla helgina. Reykjavíkurfrumsýning á írska verðlaunaverkinu Lísa og Lísa verður í kvöld, föstudaginn 9. janúar. Leikritið, sem sett var upp af Leikfélagi Akureyrar, sló í gegn síðasta vetur. Verkinu hefur verið lýst sem einlægu, mannlegu og gríðarlega fyndnu. Lísa og Lísa eru leiknar af akureyrsku leikkonunum Sunnu Borg og Sögu Geirdal Jóns- dóttur. Þær eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. Fy rir atbeina ungs leik- skálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og segja sögu sína á leiksviði. Listakonan í fjörunni Lísa og Lísa í Tjarnarbíói Sunna Borg og Saga Geirdal Jónsdóttir leika Lísu og Lísu. 70 ára sýningar afmæli menning 55 Helgin 9.-11. janúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.