Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 2
advania.is/vinnufelagar
Hafðu samband í síma 440 9010
eða í tölvupósti á sala@advania.is
* Tilboð gilda til 31.01.2015 eða á meðan birgðir endast.
á nýju ári
Nýjar vélar
JANÚAR
TILBOÐ*
Dýrustu íbúðir höfuðborgarsvæðisins eru eins til tveggja herbergja íbúðir vestan Kringlu-
mýrarbrautar, þar sem eftirspurnin er mest. Meðalverð á 40 fermetra íbúð á þessu svæði
er um 115.000 krónur. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages
Leigumarkaðurinn eftirspurn eykst og verð hækkar
7,5% hækkun á leiguverði
Vísitala leiguverðs á höfuðborg-
arsvæðinu hefur hækkað um 7,5
% síðastliðna 12 mánuði. Þetta
kemur fram í nýjum tölum frá
Þjóðskrá Íslands. Langmesta eft-
irspurnin er eftir litlum eins til
tveggja herbergja íbúðum á svæð-
inu vestan Kringlumýrarbrautar,
en þar er fermetraverð á stúdíó-
íbúð um 2899 krónur sem þýðir
að það kostar um 115.000 krónur
að leigja 40 fm. íbúð í vesturhluta
Reykjavíkur.
Meðalverð í sveitarfélögum
höfuðborgarsvæðisins fyrir
þriggja herbergja íbúð er frá 1635
krónum í Kópavogi og upp í 1990
krónur í Reykjavík, sem þýðir að
það kostar um 170.000 að leigja
85 fermetra íbúð í vesturhluta
Reykjavíkur en tæpar 140.000
krónur í Kópavogi.
„Það er sáralítil hreyfing á
markaðinum í samræmi við það
að framboðið er sama og ekkert.
Það eru engar eignir á markað-
inum. Eftirspurnin er alltaf mest
eftir minni eignum í þéttari hlut-
um hverfanna, sérstaklega í mið-
bænum og í kringum háskólana.
Það hefur ekkert verið byggt fyrir
ungt fólk í Reykjavík síðan árið
2008 og við erum að sjá afleiðing-
arnar af því,“ segir Svanur Guð-
mundsson hjá Félagi löggiltra
leigumiðlara.
Hagstofan gerði síðast neyslu-
rannsókn á útgjöldum heimil-
anna í desember árið 2013 þar
sem fram kom að á árunum 2010
til 2012 voru 43% heimila í eigin
húsnæði en 27% í leiguhúsnæði. Í
þessari sömu könnun er árið 1995
nefnt til samanburðar en þá voru
19% í leiguhúsnæði. -hh
Ljóslistaverk og miðnætursund á Vetrarhátíð
„Vetrarhátíðin er ein af okkar stærstu há-
tíðum og hún nær yfir allt stór Reykjavíkur-
svæðið og munu öll bæjarfélögin taka þátt,“
segir Karen María Jónsdóttir, verkefnastjóri
hjá Höfuðborgarstofu. Fastir liðir hátíðar-
innar eru meðal annars Sundlauganótt og
Safnanótt en þá gefst gestum kostur á að
sækja sundlaugar og söfn höfuðborgar-
svæðisins eftir hefðbundinn opnunartíma
og upplifa listina og slökunina, eða fjörið, í
mögnuðu myrkri.
Opnunarhátíðin verður fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Ljóslistaverk eru orðinn
fastur liður Vetrarhátíðar og í ár munu listamennirnir Marcos Zotes og Jakob Kvist
frumsýna verk sín. Marcos sýndi síðast á Vetrarhátíð árið 2012 þegar hann baðaði
Hallgrímskirkju í margs konar ljósadýrð við góðar undirtektir áhorfenda.
Gjaldfrjálst er á alla viðburði Vetrarhátíðar. „Við viljum að hátíðin sé opin öllum. Fólk
á að geta sótt viðburð í sínu nánasta hverfi, í sinni sundlaug eða safni,“ segir Karen,
sem hvetur hátíðargesti til að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sem mun ganga
á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og auðvelda gestum að heimsækja söfnin,
þeim að kostnaðarlausu.
Dagskrá hátíðarinnar er aðgengileg á www.vetrarhatid.is og þess má geta að í næsta
blaði Fréttatímans verður að finna ítarlegar upplýsingar um endanlega dagskrá
Vetrarhátíðar. -emm
Matarskattur skilar sér
en afnám vörugjalda ekki
Niðurstöður úr fyrstu verðlagskönnun ASÍ
eftir að matarskatturinn var hækkaður úr
7% í 11% gefa til kynna að hækkunin hafi
skilað sér að fullu út í verðlagið og ríflega
það. Afnám
vörugjalda
hefur hins
vegar ekki
skilað sér
í versl-
anir nema að
takmörkuðu
leyti. Að mati verðlagseftirlits ASÍ má
áætla að breytingarnar gefi í heildina til-
efni til u.þ.b. 1,5% hækkunar á matarkörf-
unni en í verslunum Bónus, Krónunnar
og 10-11 nemur hækkun matkörfunnar
1%-1,7%. Í Nettó, Iceland, Hagkaupum,
Nóatúni, Samkaupum-Úrval, Samkaupum-
Strax, Kaskó, Kaupfélagi Skagfirðinga
og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga hefur
matarkarfan hækkað um u.þ.b. 2,5%-
3,5% frá því í lok nóvember. Mest hækkar
matvörukarfan í versluninni Víði, eða um
5,2% frá því í lok nóvember.
Samstarf um
skyrgerlarannsóknir
Fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Matís
hafa undirritað fimm ára samstarfssamn-
ing um rannsóknir á skyrgerlum og mysu.
„Í skyrinu og íslenska skyrgerlinum leynast
mikil verðmæti eins og við höfum við séð
mjög greinilega út frá jákvæðri söluþróun
okkar á skyri á Norðurlöndum, en salan
þar á síðasta ári jókst um 85% og er nú
í heildina orðin um og yfir 13.000 tonn,“
segir Jón Axel Pétursson, framkvæmda-
stjóri Sölu- og markaðssviðs MS.
Að sögn Odds Más Gunnarssonar, sviðs-
stjóra viðskiptaþróunar Matís, sér fyrir-
tækið mikil tækifæri í því að vinna með
MS. Matís er leiðandi rannsóknarfyrirtæki
í matvæla-, líftækni- og umhverfisrann-
sóknum og fyrirtækið er mjög vel búið til
að takast á við verkefni sem þessi. - eh
menning níu ungmenni vaLin úr hópi 170 umsækjenda
Hundrað og sjötíu sóttust eftir því að komast inn í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Eftir stíf
inntökupróf þóttu níu ungmenni standa upp úr. Allir hafa krakkarnir látið til sín taka í listaheim-
inum. Þrjú eru börn þjóðþekktra leikara.
Þ etta er búinn að vera erfiður rússíbani, þessi inntökupróf. Við fengum að vita á mið-
vikudag að komumst inn og hitt-
umst þá öll. Það var strax brjáluð
gleði og þetta er yndislegur hópur,“
segir Júlí Heiðar Halldórsson, einn
níu ungmenna sem fengu inngöngu
í leiklistardeild Listaháskóla Íslands
í vikunni.
Fjórir strákar og fimm stelpur
fengu inngöngu að þessu sinni.
Flestir hafa þessir krakkar látið til
sín taka í listaheiminum að undan-
förnu, með einum eða öðrum hætti.
Júlí Heiðar vakti til að mynda mikla
athygli og umtal fyrir fimm árum
þegar hann sendi frá sér lagið
Blautt dansgólf. Hann hefur ein-
beitt sér að dansi og danskennslu
síðustu ár og lék auk þess í Mary
Poppins í Borgarleikhúsinu. Svo
skemmtilega vill til að kærasta Júlí
Heiðars komst sömuleiðis inn. Hún
er Elísabet Skagfjörð, 21 árs dóttir
söngkonunnar Guðrúnar Gunnars-
dóttur og Valgeirs Skagfjörð leik-
ara og þar með systir leikkonunn-
ar Ólafar Jöru Skagfjörð. Elísabet
hefur leikið í Mary Poppins og Billy
Elliot í Borgarleikhúsinu.
Annað kærustupar hlaut sömu-
leiðis náð fyrir augum inntöku-
nefndarinnar. Það eru þau Þórey
Birgisdóttir, 20 ára, og Hákon Jó-
hannesson, 21 árs. Þórey varð í öðru
sæti í Dans dans dans á RÚV fyrir
nokkrum árum og Hákon hefur
verið aðstoðarleikstjóri í Herranótt
í MR í vetur.
Fjórar af stelpunum sem kom-
ust inn eru höfundar og leikarar í
sýningunni Konubörnum sem nú
er til sýninga í Gaflaraleikhúsinu.
Eftir að þær, ásamt fleiri stelpum,
komust ekki inn í leiklistardeildina
fyrir tveimur árum hófu þær sam-
starf og Konubörn eru ávöxtur þess
samstarfs. Þórey er ein þeirra en
auk hennar eru þær Ebba Katrín
Finnsdóttir, 22 ára, Þórdís Björk
Þorfinnsdóttir, 23 ára, og Eygló
Hilmarsdóttir, 22 ára.
Ebba Katrín er dóttir Finns Árna-
sonar, sem kenndur er við Haga,
og Önnu Maríu Urbancic. Þórdís
Björk er í hinni umtöluðu hljóm-
sveit Reykjavíkurdætrum. Hún talar
fyrir Önnu í íslenskri talsetningu
kvikmyndarinnar Frozen. Kærasti
Þórdísar er tónlistarmaðurinn Logi
Pedro Stefánsson í hljómsveitinni
Retro Stefson. Eygló er dóttir Sól-
eyjar Elíasdóttur leikkonu og Hilm-
ars Jónssonar leikara.
Þá eru ótaldir tveir ungir og efni-
legir drengir. Annar er Hlynur Þor-
steinsson, 24 ára sonur leikarans og
grínistans Þorsteins Guðmundsson-
ar. Hinn er Árni Beinteinn Árnason
sem er nýorðinn 20 ára. Árni Bein-
teinn hefur leikið frá unga aldri og
leikstýrði kvikmyndinni Auga fyrir
auga þegar hann var fjórtán ára.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Tvö kærustupör tekin
inn í leiklistarskólann
Júlí Heiðar Halldórsson vakti athygli
fyrir lagið Blautt dansgólf fyrir fimm
árum. Hann hefur undanfarið kennt
dans og leikið í Borgarleikhúsinu.
Árni Beinteinn Árnason gerði bíómynd
þegar hann var fjórtán ára.
Þorsteinn Guðmundsson birti þessa
mynd á Facebook af sér og Hlyni syni
sínum eftir að sonurinn komst inn í LHÍ.
Hann verður þá fjórða kynslóð leikara í
ætt þeirra.
Stelpurnar sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans fögnuðu þegar þær fengu tíðindin á miðvikudag. Frá vinstri eru Ebba
Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Þórey Birgisdóttir, Elísabet Skagfjörð og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.
2 fréttir Helgin 23.-25. janúar 2015