Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 56
TónlisT sTórvirki Bryndísar Höllu GylfadóTTur
Sellósvítur Bachs
Bryndís Halla Gylfadóttir selló-
leikari, sem er meðal virtustu
hljóðfæraleikara þjóðarinnar, lýk-
ur heildarflutningi sínum á selló-
svítum Johanns Sebastians Bachs á
tónleikum á vegum Kammermúsík-
klúbbsins næstkomandi sunnudag,
25. janúar. Tónleikarnir fara fram
í Norðurljósasal Hörpu og hefjast
klukkan 19.30. Sellósvítur Bachs,
sex að tölu, eru meðal þekktustu
einleiksverka tónlistarsögunnar og
er heildarflutningur á þeim ávallt
merkisviðburður. Bryndís Halla
ræðst nú í fyrsta sinn í þetta stór-
virki, en hún flutti þrjár af svítunum
á tónleikum í janúar í fyrra og leikur
nú þrjár seinni svíturnar.
Áheyrendur á tónleikunum á
síðasta ári voru dolfallnir yfir leik
Bryndísar Höllu og hafa beðið
óþreyjufullir eftir seinni tónleikun-
um, segir í tilkynningu Kammer-
músíkklúbbsins.
Tónleikarnir á sunnudaginn eru
hinir fjórðu á starfsári Kammer-
músíkklúbbsins. -hf
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari.
HáskólaTónleikar verk Tíu Tónskálda
Frumflytur nýtt verk
í hverjum mánuði
Flautuleikarinn Pamel De Sensi ætlar á árinu að halda 10 tónleika á árinu þar sem frum-
flutt verður nýtt íslenskt verk í hvert sinn. Hún kallar verkefnið In..Kontra, þar sem hún mun
hafa kontrabassa, bassa og alt-flautur í forgrunni, ásamt hinum hefðbundnu flautum. Ekkert
verkanna á efnisskránni hefur áður verið flutt á Íslandi, og á fyrstu tónleikunum sem verða á
miðvikudaginn verður verkið Nautilus eftir Steingrím Þórhallsson frumflutt.
É g fékk þessi bassahljóð-færi fyrir tveimur árum og eru þau einu sinnar teg-
undar á landinu,“ segir Pamela
De Sensi. „Ég ákvað því að fá 10
tónskáld til þess að semja verk
sérstaklega fyrir þessi hljóðfæri.
Þau hafa ekki oft verið brúkuð
í aðalhlutverki og þau eru svo
mögnuð að mig langar til þess að
kynna þau nánar fyrir tónlistar-
áhugafólki,“ segir Pamela. „Þessi
hljóðfæri eru vel þekkt erlendis
en hafa kannski ekki náð fótfestu
hér, svo ég fékk 10 tónskáld til
þess að semja sérstaklega verk
fyrir þau og píanó. Einnig vil ég
vekja athygli á þessum tónskáld-
um sem við eigum hér á landi.
Tónleikarnir verða einu sinni í
mánuði, þó verða tvennir af þeim
á Ítalíu í sumar,“ segir Pamela
sem er frá Ítalíu en hefur búið
hér um árabil.
„Ég ætla að taka upp verkin á
hverjum tónleikum og á endan-
um er ég komin með efni í disk
sem inniheldur 10 ný íslensk verk
fyrir bassaflautur,“ segir hún.
„Þetta er mjög spennandi og
skemmtilegt og ég hlakka til
að leyfa fólki að heyra í þessum
frábæru hljóðfærum og öllum
möguleikunum sem þau bjóða
upp á. Bassaflautan hefur mik-
ið verið notuð í djassinum og
meira að segja í Beat-Box tón-
list svo möguleikarnir eru enda-
lausir,“ segir Pamela De Sensi.
Fyrstu tónleikarnir í In..
Kontra verkefninu verða sem
fyrr segir, miðvikudaginn
28. janúar í Háskóla Íslands,
klukkan 12.30. Píanóleikari
á fyrstu tónleikunum verð-
ur Eva Þyrí Hilmarsdóttir. Á
efnisskránni verða verk eftir
Bill Douglas, Mike Mower,
Adrienne Albert, Gary Schoc-
ker ásamt frumflutningnum á
verki Steingríms Þórhallsson-
ar, Nautilus.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Pamela De Sensi spilar á allar tegundir flauta.
PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEP-
ÚTSALA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...
Revestimiento
Ace Negro 33,3x100 cm
Ace Blanco 33,3x100 cm
Pavimento
Crystal Floor White 33,3x33,3 cm
Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm
Þúsundir fermetra af flísum með
20%-70% afslætti
og nú öll gólfefni án vörugjalda
Verðdæmi:
Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2
Filtteppi kr. 598.- m2
Teppi og dúkar 25-70% afsláttur
Skipadreglar kr. 1485.- m2
Gegnheilir Tarkett vinyldúkar frá kr. 2675.- m2
– fyrst og fre
mst
ódýr!
3999kr.kg
Lambafile með sítró
nupipar
DEKRAÐU
VIÐ BÓNDANN
Í DAG
NÝTT
Kór,kór,kvennakór.
Kvennakórinn Kyrjurnar eru að hea sitt 17.starfsár og getur
bætt við sig nýjum kórfélögum.
Við æfum í Friðrikskapellu við Vodafonhöllina á
miðvikudögum kl.19:30. Kyrjurnar leggja metnað sinn í
ölbreyt og skemmtilegt lagaval
Stjórnandi er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir söngkennari
og söngkona.
Láttu nú drauminn rætast, hafðu samband við Sigurbjörgu í síma
8655530 eða Auði í síma 8646032. Það verður tekið vel á móti þér.
56 menning Helgin 23.-25. janúar 2015