Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 40
40 heilsa Helgin 23.-25. janúar 2015 Komum í veg fyrir veikindi! Monolaurin fyrir öflugt ónæmiskerfi M onolaurin er magnað efni sem fyrirfinnst í kókoshnetum. Nú hafa vísindamenn Solaray einangrað efnið til að hanna bætiefni með það í huga að efla ónæmiskerfið í baráttunni gegn kvefi, flensu, herpes (frunsum) og fleiri vírusum. Þetta öfluga efni finnst einnig í brjóstamjólk og gegnir þar stóru hlutverki til að efla ónæmiskerfi ung- barna. Í blöndunni er C-vítam- ín sem vinnur einstaklega vel með Monolaurin og ýtir undir virknina. Einnig má þar finna sólhatt og Astralagus sem eru jurtir, þekktar fyrir að hafa góð áhrif á ónæmiskerfið. Monolaurin: n Eflir ónæmiskerfið n Vinnur gegn kvefi og flensu n Virkar vel á herpes (frunsur) n Er einnig talið vinna gegn síþreytu É g byrjaði að æfa skauta í Svíþjóð þar sem ég bjó þangað til ég var átta ára,“ segir Kristín Vald- ís Örnólfsdóttir sem keppir fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuhá- tíð Evrópuæskunnar sem hefst um helgina. „Við fjölskyldan fórum oft saman á skauta á tjörninni þar sem við bjuggum. Svo einn daginn var þar listskautasýning og eftir sýn- inguna var öllum krökkunum boðið að prófa. Ég prófaði náttúrulega og fannst ótrúlega gaman, byrjaði að æfa og hef ekki hætt síðan.“ Bara frí á sunnudögum Kristín mun keppa í listhlaupi í Austurríki sem er einstaklings- íþrótt. Hún getur ekki tekið þátt í listdansinum, því hún hefur engan dansherra. „Það eru engir strákar á Íslandi sem eru að æfa eða keppa svo ég hef engan til að dansa við. Það eru einhverjir yngri strákar í Skautaskólanum en það er leiðin- Kristín Valdís Örnólfsdóttir er ein í hópi þeirra átta ungmenna sem keppa fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuhátíð Evrópu- æskunnar sem hefst í Austurríki um helgina. Kristín er eini keppandinn sem keppir í listhlaupi á skautum en hún hefur stundað íþróttina frá því hún var átta ára gömul. Hún setur það ekki fyrir sig að eiga bara einn frídag í viku þar sem hún ætlar sér að komast langt. „Til að verða keppnismanneskja þarftu að kunna öll helstu stökkin og svo býr oftast danshöfundur til dansinn. Í honum þurfa að vera ákveðin element eins og stökk, pírúettar og sporasamsetning. Í dag finnst mér allt of mikil áhersla á bara stökk og pírúetta en miklu minna um tjáningu, sem list- skautar voru alltaf þekktastir fyrir.“ Ljósmynd/Hari. Lítill tími fyrir annað en skauta og skóla legt að áhuginn sé ekki meiri hjá strák- unum.“ „Þegar ég flutti heim voru fyrstu erlendu þjálfararnir að koma til Íslands en núna eru allir aðalþjálfarar skauta- félaganna þriggja er- lendir,“ segir Kristín og á þá við Skautafélag Reykjavíkur, þar sem hún æfir, Skautafélag Akureyrar og Skautafélagið Björninn. Hún segir æfingar hafa verið frekar stífar frá því að hún var tólf ára. „Þá komst ég í stúlknaflokk og fór að æfa næstum dag- lega. Í dag æfi ég sex daga vikunnar, þrjá tíma í senn, en inni í því er líka upphitun og þrekæfingar. Svo erum við reyndar líka stundum í einkatímum og morguntím- um, og svo fer ég líka dálítið í ræktina með. En svo er alltaf frí á sunnudögum.“ Stefnir hátt Kristín hefur minni tíma fyrir félagslíf en flestir jafn- aldrar hennar. „Ég hef voða lítinn tíma fyrir annað en skautana og skólann. Eftir að ég byrjaði í Verzlunarskól- anum í haust hef ég verið mjög upptekin en ég er samt orðin góð í að skipuleggja mig. Það er kannski ekkert svo mikill frítími á virkum dögum því æfingar eru annaðhvort eftir skóla eða á kvöldin, en ég reyni að stunda eitthvert félagslíf þess á milli. Ég á fullt af vinum í skólanum og auðvitað mínar gömlu vinkonur úr Garðabænum sem ég reyni að hitta um helgar og þá bara höngum við saman og förum kannski í bíó.“ „Mín helsta fyrirmynd í skautunum er Sasha Cohen frá Bandaríkjunum sem er reyndar eig- inlega hætt núna. Hún var ótrúlega flottur skautari því hún var svo listræn. Til að verða keppnismanneskja þarftu að kunna öll helstu stökkin og svo býr oftast dans- höfundur til dansinn. Í honum þurfa að vera ákveðin element eins og stökk, pírú- ettar og sporasamsetning. Í dag finnst mér allt of mikil áhersla á bara stökk og pírúetta en miklu minna um tjáningu, sem listskautar voru alltaf þekktastir fyrir.“ Kristín segir skautaíþróttina vera á hraðri uppleið hérlendis. „Við erum alltaf að bæta okkur. Fyrir nokkrum árum voru stelpur ekki með jafn erfið stökk og við erum með í dag og stigin fara sífellt hækk- andi. Markmiðið mitt núna er að komast á Evrópu- mótið. Leiðin þangað er dálítið löng en ég ætla að komast.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.