Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 34
Depridix SÉRSTAKLEGA SPENNANDI BÆTIEFNI SÉRHANNAÐ FYRIR ÞÁ SEM BÚA Á NORÐLÆGUM SLÓÐUM – fyrir birtu og betri líðan FÆST Í VERSLUNUM HEILSUHÚSSINS OG Á HEILSUHUSID.IS Með einstakri samsetningu sérvalinna jurta, vítamína, blómadropa og annarra bætiefna tekur Depridix á þeirri andlegu vanlíðan og dróma sem geta orðið afleiðing skammdegisins hjá okkur öllum. KOM IÐ AFTU R! É g var eini trillukarlinn sem var eftir á svæðinu,“ segir Jón Sigurðsson sem rær frá Reykjavíkurhöfn á trillunni Sindra RE. „Það var ómögulegt að vera með ein- hverja fiskverkun í kringum túristana. Svo er einn sonur okkar kokkur svo mér fannst þetta góð hugmynd, að geta verið hér öll saman. Ég gerði mér þó ekki grein fyrir því hve gífurlegur tími færi í að undir- búa þetta,“ segir Jón. „Ég hefði líklega ekki farið út í þetta hefði ég vitað það.“ Verbúð 11 verður veitinga- staður þar sem boðið verður Opna veitingastað á áttræðisaldri Í verbúðunum við Geirsgötu hefur verið gríðarlegur uppgangur veitingastaða og ýmiskonar ferðaþjónustu á undan- förnum árum. Í stærsta húsinu í verbúðunum opnar nýr veitingastaður, Verbúð 11, seinna í mán- uðinum en eigandinn, Jón Sigurðsson, hefur unnið á svæðinu í bráðum 40 ár. Hann og kona hans, Guðrún Gunnarsdóttir, segja það spennandi að standa í því að opna veitingastað á átt- ræðisaldri, en þau fá góða hjálp frá sonum sínum sem reka staðinn með þeim. Jón Sigurðsson og Guðrún Gunnars- dóttir opna veitingastaðinn Verbúð 11 í mánuðinum. Í bakgrunni má sjá trilluna Sindra RE. Ljósmynd/Hari upp á fisk aðallega, og mest allt fisk sem Jón veiðir sjálfur á Sindra RE. Jón og konan hans, Guðrún, eiga staðinn ásamt sonum sínum þremur. „Við keyptum þetta hús árið 1989, en höfum haft húsið við hliðina á leigu síðan 1974,“ segir Guðrún. „Verbúð 11 er eina húsið í einkaeigu, öll hin eru í eigu Faxa- flóahafna.“ Tveir trillukarlar „Ég vann lengi hjá Hafrannsóknar- stofnun og þá fékk ég aðstöðu hér ásamt öðrum til þess að salta grásleppuhrogn,“ segir Jón. „Þá var ég í því á vorin. Svo smátt og smátt stækkaði ég við mig þangað til ég var kominn með allt húsið. Í þá daga var höfnin full af trillum en í dag erum við tveir eftir, það er allur vertíðarflotinn í Reykjavík,“ segir Jón. „Það er samt svo mikill fiskur að það er nóg að henda netinu út og draga inn aftur. Það er nóg að hafa og mér finnst það sorg- legt hvað það eru fáir í þessu. Það eru auðvitað margar hliðar á þessu en það á enginn kvóta til þess að standa í þessu lengur.“ Fjölskyldan er frá Akranesi en Jón hefur sótt sjóinn frá barnsaldri og þekkir varla annað. „Þegar Jón lét byggja Sindra þá varð þetta hans aðalvinna og strákarnir hafa tekið þátt í því með honum,“ segir Guðrún. „Þeir menntuðu sig vita- skuld en öll sumur voru þeir hér hjá okkur og réru með pabba sín- um og hjálpuðu til. Ég vann lengi sem sjúkraliði en hætti því árið 1987 til þess að helga mig útgerð- inni, þó ég hafi aldrei haft neinn áhuga á því, maður lendir bara inni í þessu,“ segir Guðrún. Í gegnum tíðina hafa menn haft samband við fjölskylduna með boð um gull og græna skóga fyrir Verbúð 11 en Jón segir það aldrei hafa komið til greina að selja. „Það hefur gerst meira í seinni tíð, þegar menn fóru að sjá þróunina á svæðinu, segir Jón. „Ég hef alltaf litið á þetta sem eign fjölskyld- unnar og vonast til þess að halda því þannig eftir minn dag. Ég vil að afkomendur mínir njóti góðs af því sem við höfum verið að gera hér, kannski er þetta gamaldags hugsun, en svona hugsa ég bara,“ segir Jón. „Þegar við keyptum þá áttu Faxaflóahafnir forkaupsréttinn, en þeir hafa ekki verið framsýnni á þessum tíma því nú eiga þeir öll húsin í á svæðinu, nema Verbúð 11,“ segir Guðrún. „Þeir hafa reynst okkur gríðarlega vel og allir hér á höfninni hafa verið okkur hliðhollir það er ekki hægt að segja annað,“ segir Jón. Sægrænir sentimetrar Verbúð 11 er eina húsið sem ekki er í hinum sægræna lit sem ein- kennir öll hin húsin en Jón gaf eftir nokkra sentimetra við gluggana sem eru í sama lit. Þess vegna stendur húsið svolítið út úr á svæð- inu, sem á eflaust eftir að draga marga viðskiptavini að. „Við verðum aðallega með fisk,“ segir Guðrún. „Uppistaðan er fisk- ur sem Jón veiðir á Sindra þó það séu auðvitað tegundir sem koma annarsstaðar frá.“ „Sonur okkar hefur verið mat- reiðslumeistari í yfir 20 ár og hinir tveir koma líka að rekstrinum. Þeir eru miklir áhugamenn um mat,“ segir Jón. „Þeir hafa þetta allt frá mömmu sinni, ég get bara soðið fisk,“ segir Jón og brosir. „Við erum voða spennt og þetta er gaman,“ segir Guðrún. „Ég vil þó fara að opna því það verður eitt- hvað að koma inn,“ segir Jón og glottir. „Við leggjum áherslu á það að fjölskyldan standi saman um þetta og við höfum gaman af þessu,“ segir Guðrún. „Annars hækka ég leiguna bara,“ segir Jón og hlær. Verbúð 11 verður opin í hádeg- inu og á kvöldin, en lokað verður yfir miðjan daginn. Yfirmatreiðslu- maður og veitingastjóri er Gunnar Ingi Elvarsson, veitingastjóri Anna María Pétursdóttir, vaktstjóri Jóhann Örn Ólafsson, rekstrar- stjóri er Guðmundur Jónsson og hönnuður staðarins er Elín Thor- steinsdóttir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 34 viðtal Helgin 23.-25. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.