Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 30
hefur verið kölluð ýmsum nöfnum hérlendis og má þar helst nefna, auk selfí-stangar, löngustöng og mont- prik. Stangirnar runnu út fyrir jól hérlendis líkt og annarsstaðar en samkvæmt upplýsingum innkaupa- stjóra símadeildar Elko seldust þar um 500 stangir fyrir jólin, þar sem sú ódýrasta kostar 2.900 kr. Hraðfótur verður selfí-stöng Reyndar kom stöngin fyrst á mark- að á níunda áratugnum í Japan en naut engra vinsælda heldur hlaut þann heiður að vera kosin ein ónauð- synlegasta uppfinning ársins 1985. Hún féll í gleymskunnar dá allt þar til kanadíski uppfinningamaðurinn Wayne Fromm var á ferðalagi um Ítalíu með dóttur sína og langaði til að eiga myndir af þeim feðginum saman, án þess að þurfa að biðja um aðstoð ókunnugra. Hann útbjó slíka stöng eftir heimkomuna og fékk einkaleyfi á henni árið 2005. Stöngina nefndi hann „Quik Pod“, eða „hraðfót“, sem átti að aðgreina hana frá hinum klassíska þrífæti sem enginn nennti að burðast með á ferðalögum. Fromm græddi ekki mikið á uppfinningunni því árið 2005 voru auðvitað hvorki komnir snjallsímar né samfélagsmiðlar til að svala sjálfsmyndaþörf neyt- endanna. Selfí-stöngin fór svo að seljast með aukinni notkun snjall- síma og nú eru framleidd hundruð útgáfa af hraðfæti Fromms. Ekki bara eintóm lukka Selfí-stöngin vekur þó ekki lukku hvert sem hún fer. Bretar eru til að mynda orðnir svo pirraðir á stöng- inni að þeir hafa bannað notkun hennar á helstu fótboltavöllum og tónleikastöðum landsins. New York-búar segjast ekki komast leiðar sinnar lengur um helstu al- menningsrými borgarinnar fyrir stöngum á lofti. Það getur vel verið að símar og stangir auðveldi lífið á ferðalögum, en á sama tíma minnka þessar græjur líkur á ævintýrum, sem ferðalög eiga jú að snúast um. Með tilkomu snjallsímans týnumst við ekki lengur á nýjum stöðum og síðan hvenær var ekki hægt að biðja bara næsta mann um að smella af mynd? Þegar Fromm fékk hugmyndina að sinni stöng stóð hann víst á Ponte Vecchio brúnni í Flórens. Brúin er eitt elsta almenningsrými borgar- innar og þar hafa heimamenn og að- komumenn mæst á miðri leið, versl- að og spjallað um daginn og veginn í mörg hundruð ár. Það er því pínu sorglegt til þess að hugsa að í dag skuli aðkomumenn, í sínum eigin snjallsímasápukúlum, fylla brúna, vopnaðir selfí-stöngum svo þeir þurfi nú örugglega ekki að tala við neinn. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Karoliina taska 19.900,- 9.950,- Suomi PRKL! Design, Laugavegi 27 (bakhús) www.suomi.is, 519 6688 Finnska búðin á Laugavegi! Marimekko náttkjóll 21.900,- 10.950 ÚTSALA -30-70% Nýtt! Marimekko kjóll 17.900,- Marimekko Taska 17.900,-Nýtt! Ferðalög á snjallsímatíma Hvernig má það vera að ein ónauðsynlegasta uppfinning ársins 1985 í Japan hafi orðið ein sú vinsælasta í Bandaríkjunum, Bretlandi og Íslandi árið 2014? Snjallsímar virðast hafa leyst úr læðingi, að því er virðist, eðlislæga þörf mannsins til að mynda sjálfan sig. Til að gera það í hóp þarf hann að eiga heitustu græju ársins 2014, selfí-stöngina, sem líka hefur verið kölluð hraðfótur, löngustöng og montprik. En stöngin vekur ekki lukku hvert sem hún fer. Þ að er óhætt að segja að selfí-ið hafi verið eitt af menn-ingarlegum undrum síðasta árs. Allt í einu voru allir, undir öll- um kringumstæðum, að taka selfí. Eftir að snjallsímar urðu normið fóru selfí-in eins og eldur í sinu um samfélög alnetsins og árið 2013 náði orðið sjálft að festa sig það vel í sessi að það var valið orð ársins af Oxford orðabókinni. Svo þegar þáttastjórn- andinn Ellen tók stjörnum prýtt selfí á Óskarnum í byrjun síðasta árs, ætlaði allt um koll að keyra. Nú var ekki nóg að taka bara selfí, held- ur var hóp-selfí aðalmálið. Elko seldi um 500 stangir í desember Það er þó einn galli við að taka sjálf- ur hópmynd með sjálfum sér, hönd- in er ekki nógu löng. Þar kemur selfí-stöngin til sögunnar. Það má eiginlega segja að stöngin sé svar neytenda við selfí-geðveikinni því hún sló öll sölumet á síðastliðnu ári og einungis í Bandaríkjunum seld- ust yfir 100.000 eintök í desember, þar sem prikið var jólagjöf ársins, líkt og í Bretlandi. Time tímaritið á sennilega sinn þátt í vinsældunum en það valdi stöngina eina bestu uppfinningu ársins 2014. Stöngin Ýmsar útfærslur af stönginni eru í boði en svo er líka hægt að fá sér einskonar hárbursta sem heldur á snjallsímanum; sími, sími, herm þú mér... Kanadíski uppfinningamaðurinn Wayne Fromm fékk hugmyndina að selfí-stönginni þegar hann stóð sem ferðamaður á Ponte Vecchio brúnni í Flórens. 30 úttekt Helgin 23.-25. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.