Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 46
46 matur & vín Helgin 23.-25. janúar 2015
ÚRVALS NORÐLENSKUR
Þorramatur
Kjarnafæði býður fjölbreyttan úrvals Þorramat, bæði súrsaðan og
nýjan, svo sem súr lambaeistu, súra lundabagga, súra lambasviðasultu,
súra lifrarpylsu, Vopnafjarðarsvið, hangikjöt, nýja lifrarpylsu, nýjan
blóðmör, nýja lambasviðasultu, magál og fleira.
Súrsun matvæla eykur hollustu þeirra og geymsluþol til muna. Súrsunin varðveitir
einnig næringargildið ásamt því að maturinn verður meyrari og auðmeltari.
Skyrmysan er auðug af kalki og próteinum sem síast inn í súrmatinn. Sama gildir
um B2-vítamín. Nú á dögum skipar súrmatur mikilvægan sess á þorranum.
Veldu gæði, veldu Þorramat frá Kjarnafæði.
www.kjarnafaedi.is
Bjór Bruggmeistarar Borgar notast við BourBon-tunnur og sérrí-tunnur við framleiðslu sína
Fjórir Surtir til að þreyja þorrann
Þorrinn er genginn í garð og það þýðir að í Vínbúðunum er
aukið úrval af íslenskum bjór. Strákarnir í Borg brugghúsi bjóða
upp á fjórar tegundir af Surti að þessu sinni og mjöðinn Galar í
ofanálag.
Þ að er veisla þetta árið,“ segir Árni Theodór Long, brugg-meistari hjá Borg brugghúsi.
Þorrinn gengur í garð í dag og
Árni og félagar senda frá sér fimm
tegundir af bjór af því tilefni. Fyrst-
an ber að telja Surt nr. 30. Hefð er
komin fyrir því að Borgar-menn
sendi frá sér Surt á þessum árstíma
en þetta er fyrsti reykti Surturinn.
Venju samkvæmt er Surturinn afar
bragðmikill, auk reyksins má greina
kunnugleg stef stout-bjórsins svo
sem ristun, lakkrís, kaffi og kakó.
„Það er mjög viðeigandi að koma
með reyktan bjór á þorranum, það
er bara þjóðlegt og skemmtilegt,“
segir Árni. „Það er mikil þyngd í
þessum bjór og hann ræður vel við
reykinn. Við notum malt sem við
látum taðreykja hér á landi, þetta
er aðferð sem við höfum verið að
þróa hjá okkur.“
Surtur kom í fyrsta sinn á markað
árið 2012 og sló í gegn og seldist
upp á tveimur dögum. Það mun
því sjálfsagt verða mörgum fagn-
aðarefni að fyrsti Surturinn, nr. 8,
kemur nú aftur í sölu og að þessu
sinni með tveimur afkvæmum sín-
um. Surtur nr. 8 verður eingöngu
seldur í sérstakri viðhafnarútgáfu
ásamt Surti nr. 8.2 sem er þroskað-
ur á amerískum bourbon-tunnum
í sex mánuði og Surti nr. 8.3 sem
er þroskaður á sérrí-tunnum. Þess-
ari viðhafnarútgáfu fylgir sérstakt
glas.
„Það verður gaman að hafa upp-
runalegu útgáfuna með, sérstak-
lega fyrir þá sem hafa ekki áttað
sig á bragðeiginleikum tunnanna.
Það er nefnilega töluverður munur
á milli þessara tveggja tunna,“ segir
Árni.
Árni og félagar fluttu inn tunnur
til framleiðslunnar. Bourbon-tunn-
urnar komu til að mynda frá Ten-
nessee. „Þær eru bara notaðar einu
sinni þar en það er mjög mikið eftir
af tunnu-karakternum þegar við
setjum bjórinn á hann. Það er þung
vanilla og algengt að finna kókos í
þessu líka,“ segir hann.
Á bóndadaginn í fyrra sendi Borg
frá sér Kvasi sem titlaður var „fyrsti
íslenski mjöðurinn“. Árni og fé-
lagar halda áfram tilraunum sínum
með þennan drykk forfeðra okkar,
Breezer víkinganna eins og sagn-
fræðingurinn Stefán Pálsson hefur
kallað mjöðinn. Mjöðurinn í ár kall-
ast Galar nr. 29. Að sögn Árna er
Galar talsvert ólíkur Kvasi þó svo
að útlitið sé hið sama og eins og
áður einungis um að ræða gerjað
hunang. „Munurinn liggur því fyrst
og fremst í hunanginu sjálfu en að
þessu sinni notuðum við spænskt
ávaxtahunang sem gefur talsvert
annan tón. Okkur finnst töluvert
mikill munur á þeim og það væri
gaman ef einhver lumar á Kvasi frá
í fyrr að gera samanburð á þeim,“
segir Árni.
Þó þetta sé óvenjustór vöru-
lína frá einu brugghúsi á þorra
gerir Árni ekki mikið úr störfum
þeirra félaga. „Þetta hljómar eins
og rosa pakki en allir þessir þrír í
gjafapakkningunni voru bruggaðir
fyrir hálfu ári síðan. Þetta hljómar
eins og við höfum verið rosa dug-
legir en þetta er samt ekkert meira
en venjulega. Við vildum gjarnan
gera meira, en við höfum því miður
ekki endalaust pláss hérna til fram-
leiðslu.“
Árni Theodór Long og Valgeir Valgeirsson, bruggmeistarar í Borg brugghúsi, senda frá sér fimm bjóra nú í byrjun þorra. Þar af
eru fjórir Surtir og einn mjöður. Ljósmynd/Hari