Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 6
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI DORMA Stærð: 120x200 cm / 140x200 160x200 cm / 180x200 cm. Dýna, botn og lappir. NATURES COMFORT – heilsurúm Comfort 160x200 cm ÚTSÖLUVERÐ 97.435 VERÐ ÁÐUR 149.900 Comfort 120x200 cm ÚTSÖLUVERÐ 77.935 VERÐ ÁÐUR 119.900 Comfort 140x200 cm ÚTSÖLUVERÐ 90.285 VERÐ ÁÐUR 138.900 60%, 600 gr. Stærð: 135x200 cm. QUILTS OF DENMARK dúnsæng QOD dúnsæng ÚTSÖLUVERÐ 14.900 VERÐ ÁÐUR 19.900 AFSLÁTTUR 20-50% AF ÖLLUM VÖRUM MIAMI svefnsófi m/tungu Stærð: 240x90 Tunga: 225 Hæð: 90 cm. Grátt slitsterkt áklæði. Rúmfatageymsla. MIAMI SVEFNSÓFI ÚTSÖLUVERÐ 135.920 VERÐ ÁÐUR 169.900 CLASSIC SÓFI ÚTSÖLUVERÐ 119.920 VERÐ ÁÐUR 149.900 CLASSIC sófi Stærð: 200x90 Hæð: 100 cm. Slitsterkt áklæði. Margir litir. Einnig fánnlegur CLASSIC hægindastóll. ÚTSÖLUVERÐ: 79.920 kr. Fullt verð: 99.900 kr. Andleg vanlíðan ungs fólks hefur aukist und- anfarin ár.  Samgöngur Vegagerðin og SkipulagSStofnun Óskað eftir endurupptöku vegna Teigsskógar Skipulagsstofnun hefur nú til með- ferðar ósk Vegagerðarinnar um að Skipulagsstofnum noti heimildir í lögum og reglum til að taka aftur upp úrskurð sinn um umhverfismat vegna vegalagningar á sunnanverðum Vest- fjörðum, nánar tiltekið leið B sem er um Teigsskóg í Þorskafirði, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. „Í beiðninni kemur m.a. fram að Vegagerðin áætlar að byggja nýjan Vestfjarðaveg milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Fram- kvæmd þessi var lögð fram til mats á umhverfisáhrifum á árinu 2005. Með erindi þessu er þess farið á leit við Skipulagsstofnun að neytt verði heimildar í 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og/eða óskráðrar almennrar heimildar stjórnvalda til endurupp- töku mála til að taka aftur upp þann hluta úrskurðar stofnunarinnar frá 28. febrúar 2006 er lýtur að veglínu B í 2. áfanga verksins,“ segir enn fremur. Frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar er til og með 23. febrúar. Lengi hefur staðið til að leggja nýjan veg um þetta svæði en það er erfitt og hættulegt yfirferðar, eink- um að vetri, gamlir malarvegir og yfir hálsa og fjallvegi að fara. Því hafa heimamenn lagt mikla áherslu á láglendisveg en deilur hafa staðið um hvar leggja beri nýja veginn. Búið er að breyta veglínunni um Teigsskóg frá því sem áður var en haft hefur verið eftir Hreini Har- aldssyni vegamálastjóra að ljóst sé að vegur um Teigsskóg sé besti kosturinn í stöðunni með tilliti til umferðaröryggis og fjárhagslega. Næsti valkostur kosti þremur millj- örðum króna meira. - jh Vegagerðin telur nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg öruggasta og ódýrasta kostinn. Mynd Reykhólavefurinn g ott þrek á unglingsaldri stuðlar að vellíðan síðar á ævinni. Það er því mikilvægt að hreyfa sig markvisst og viðhalda góðu þreki á þessum mótunar- árum sem unglingsárin eru. Það ýtir undir vellíðan síðar á ævinni,“ segir Sunna Gests- dóttir, doktorsnemi á menntavísindasviði Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsufræði. Hún kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heil- brigðisvísindum í Háskóla Íslands sem haldin var fyrr í þessum mánuði. „Mig langaði að vita hvort að þrek á unglingsaldri hefði áhrif á líkamsmynd (e. body image) síðar á ævinni. Lítið er vitað um tengsl þessara þátta hjá einstaklingum á þessum aldri og engin önnur rannsókn til með langtímasniði en þátttakendur í rann- sókninni voru mældir þegar þeir voru 15 ára og svo aftur átta árum síðar þegar þeir voru 23 ára. Þátttakendur í rannsókninni tóku þátt í rannsókn sem heitir „Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga“ er gerð var árið 2003. Sömu þátttakendur voru mældir aftur átta árum síðar þegar rannsóknin „Atgervi ungra Íslendinga“ var framkvæmd. Alls var 201 þátttakandi mældur,“ segir hún. Mælingar á þreki voru tvenns konar, annars vegar á þrekhjóli og hins vegar með spurningalista þar sem þátttakendur áttu að leggja mat á eigið þrek. „Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þrek sem mælt var á þrekhjóli spáði best fyrir um líkams- mynd síðar á ævinni og líka þegar tekið var tillit til holdafars,“ segir Sunna. Hún segir að andleg vanlíðan ungs fólks hafi aukist undanfarin ár. „Unglingsárin hafa aldrei spannað eins langt tímabil og nú á 21. öldinni, tíminn frá því að kynþroski hefst og þar til ungt fólk verður fjárhags- lega og félagslega sjálfstætt hefur aldrei verið eins langur og nú. Fræðimenn velt því fyrir sér hvort að aukin vanlíðan ungs fólks tengist því að teygst hefur mjög á unglings- árunum, árunum þar sem framtíðar lífsstíll mótast og hornsteinn andlegrar vellíðanar er lagður. Niðurstöður annarra rannsókna hafa sýnt að regluleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega líðan, eins og að draga úr þunglyndi og kvíða en auka sjálfsálit. Rann- sóknarniðurstöður hafa jafnframt sýnt að fylgni er á milli líkamsmyndar og andlegrar líðanar, slæm líkamsmynd hefur tengsl við lágt sjálfsálit, aukið þunglyndi og meiri kvíða. Það er því mikilvægt að skoða hvaða þættir bæta líðan svo hægt sé að leggja sér- staka rækt við þá.,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  HeilSa Hreyfing á unglingSárum leggur mikilVægan grunn Hreyfing á unglingsárum eykur vellíðan til framtíðar Mikilvægt er að unglingar hreyfi sig markvisst og viðhaldi góðu þreki á þessum mótunarárum því það ýtir undir vellíðan síðar á ævinni. Ljósmynd/NordicPhtos/GettyImages Gott þrek á unglingsaldri eykur líkur á vellíðan og jákvæðri líkamsmynd síðar á ævinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar Sunnu Gestsdóttur á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að fræðimenn hafi velt því upp hvort aukin vanlíðan ungs fólks tengist því að teygst hefur mjög á unglingsárunum, árunum þegar sem hornsteinn andlegrar vellíðunar til framtíðar er lagður. Sunna Gestsdóttir, doktorsnemi á menntavísindasviði Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsu- fræði. 6 fréttir Helgin 23.-25. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.