Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 16
Þ
Það var heldur leiðinlegt veður í Reykja
vík á mánudaginn, þó ekki verra en búast
má við á þessum árstíma, um miðjan
janúar. Þann sama dag vakti tilkynning
veitingastaðar í Turninum við Höfðatorg
athygli. Þar var ekki verið að kynna
spennandi matseðil heldur að vara þá við
veðri sem ætluðu sér að sækja staðinn.
„Vindhraðinn við Höfðatorg getur orðið
mikill, sérstaklega við enda Turnsins, og
hafa slys átt sér stað þegar
fólk missir fótanna í vind
kviðum,“ sagði í tilkynn
ingu veitingastaðarins.
„Einnig er mikilvægt að
hafa í huga að það er þjóð
ráð að skríða í miklum
vindi, en alls ekki að reyna
að hlaupa undan honum.
Það getur hreinlega lyft
fólki á flug.“
Það er dapurlegt að veit
ingamenn verði að beina
þeim tilmælum til gesta að þeir skríði á
vettvang í stað þess að ganga uppréttir
– en verra er að veðrið við Höfðatúnst
urninn – eða veðravítið öllu heldur – er
manngert. Aðstæður voru ekki svona
áður en háhýsið reis. Turninn sjálfur, 19
hæða hár, skapar við vissar aðstæður
hættuástand. Þá er ekki stætt nærri hon
um, vindurinn skellur á fólki af því afli að
það hrekst undan svo slys hafa orðið.
Hlálegt er nú að skoða einkunnarorð
kynningar fyrir þá háreistu byggð sem
fyrirhuguð var á svokölluðum Skúlatúns
reit við Höfða, „Sól og skjól“, eins og þau
hljóðuðu á sínum tíma. Íbúar í Túna
hverfi mótmæltu enda sáu þeir réttilega
fyrir sér sólarleysi og skugga yfir lág
reistri byggðinni austan við turninn. Á
slíkt var ekki hlustað. Hvorki íbúar á
svæðinu né þeir fjölmörgu sem starfa við
Borgartún og í nágrenni þess gerðu sér
hins vegar grein fyrir því að þarna yrði
hreint veðravíti við ákveðnar aðstæður.
Þeir sérfræðingar sem að komu, hvort
heldur voru hönnuðir eða skipulagsyfir
völd, hefðu þó átt að vita betur. Í að
draganda þessara framkvæmda furðaði
Magnús Jónsson, þáverandi veðurstofu
stjóri, sig á því að skipulagsyfirvöld og
fjöldi hönnuða veittu vindafari og veðri
ekki meiri athygli við hönnun bygg
inga og hverfa en raun bar vitni. Í við
tali við Morgunblaðið árið 2006 sagði
hann: „Við stjórnum ekki veðrinu en við
getum stjórnað því hvernig við byggjum.“
Hann benti á að mörg þeirra háhýsa
sem byggð höfðu verið fyrir þann tíma,
háir kassar til dæmis við Skúlagötu og í
Skuggahverfinu, leiddu vind úr umtals
verðri hæð niður að jörðu. „Vindhraði vex
með hæð og það að fara með húsin sífellt
hærra upp í loft er ávísun á það að leiða
þann vindhraða sem þar er uppi niður
meðfram byggingunni eða í alls kyns
hvirflum í kring um þær.“ Vindhraði er
oft um 50% meiri í 30 metra hæð en 5
metra hæð.
Magnús sagði að raða þyrfti húsum
þannig að þau brytu vind niður, beindu
honum frá eða dempuðu í stað þess að
húsin mögnuðu vindstrengi sín á milli. Í
framhaldi af viðtalinu við Magnús á sín
um tíma benti Einar Sveinbjörnsson veð
urfræðingur á þann þátt háhýsaarkitekt
úrs sem magnaði upp vind, sérstaklega
þegar búið væri að setja háhýsin saman
og sund milli þeirra væru opin. Þau
virkuðu þá eins og vindgöng og strengir
þar gæti orðið hættulegir gangandi fólki.
„Á Íslandi getur vel útfært byggingar
lag ásamt trjágróðri breytt staðbundnu
veðurfari á þann hátt að það verði bærri
hlýrra og skjólsælla,“ sagði Einar. Mikið
vantar á að hugsað hafi verið fyrir þessu
við hönnun háhýsabyggðarinnar við
Höfðatorg. Hefði það verið gert á sínum
tíma hefðu veitingamenn ekki þurft að
biðja gesti að skríða til sín – og það sem
meira er – fótgangandi fólk hefði ekki
verið í lífshættu á svæðinu með reglulegu
millibili.
Lágmark er að skipulagsyfirvöld hugi
að úrbótum á þessum stað, hvernig koma
megi í veg fyrir háskalega vindhvirfla
áður en slysin verða alvarlegri.
Veitingamenn biðja gesti að skríða til sín
Manngert veðravíti
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur
Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@
frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
HYUNDAI i30 CLASSIC
Nýskr. 07/12, ekinn 46 þús. km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 2.490 þús.
Rnr. 282398.
CHEVROLET CAPTIVA
Nýskr. 10/12, ekinn 37 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.890 þús.
Rnr. 282389.
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
RENAULT MEGANE BERLINE
Nýskr. 09/12, ekinn 24 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 282076.
BMW 116d
Nýskr. 06/14, ekinn 10 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.490 þús.
Rnr. 191742.
DACIA DUSTER 4x4
Nýskr. 03/13, ekinn 70 þús km.
dísil, beinskiptur.
VERÐ kr. 2.960 þús.
Rnr. 120561.
NISSAN NAVARA LE
Nýskr. 07/09, ekinn 155 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 2.880 þús.
Rnr. 282370.
SUBARU FORESTER VISION
Nýskr. 01/12, ekinn 49 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.990 þús.
Rnr. 142589.
Frábært verð!
2.870 þús.
GOTT ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
Skoðaðu úrvalið á
bilaland.is
ALLT AÐ 90%
FJÁRMÖGNUN
TÖKUM NOTAÐAN
UPPÍ NOTAÐAN!
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
16 viðhorf Helgin 23.-25. janúar 2015