Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 37
ferðalög 37Helgin 23.-25. janúar 2015 Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is BERLÍN flug f rá Tímabi l : febrúar - apr í l 2015 12.999 kr. LYON flug f rá Tímabi l : jún í - ágúst 2015 24.999 kr. DÜSSELDORF flug f rá Tímabi l : jún í - ágúst 2015 14.999 kr. VILNÍUS flug f rá Tímabi l : jún í - ágúst 2015 22.999 kr. PARÍS flug f rá Tímabi l : febrúar - apr í l 2015 12.999 kr. SKELLTU ÞÉR MEÐ! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! Bókamarkaður 2015 Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður 27. febrúar til 15. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaúgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 6. febrúar n.k., í síma 511 8020 eða á netfangið fibut@fibut.is Áætlunarflug WOW air til Dublin hefst í vor en hingað til hafa aðeins ferðaskrifstofur boðið upp á helgarferðir þangað á vorin og haustin. Ljósmynd/Think- stockphotos.com Bretland og Bandaríkin í fyrstu sætunum Oftast taka þoturnar í Keflavík stefnuna á Bretland eða Banda- ríkin enda kemur þriðjungur allra erlendra ferðamanna hér á landi frá þessum tveimur löndum. Níu breskir og tólf bandarískir flugvellir eru á dagskránni. Í vor blandar WOW air sér í baráttuna um farþega á leiðinni til Boston og Washington og Delta snýr til baka í byrjun sumars og flýgur hingað daglega frá New York. Icelandair heldur áfram að bæta við áfanga- stöðum í norðvesturhluta N-Amer- íku því í maí fer félagið jómfrúar- ferð sína til Portland. Félagið flytur sig einnig um set í Orlandó í september. Slagur um Þýskaland Yfir vetrarmánuðina eru það að- eins Icelandair og WOW sem setja stefnuna á Þýskaland en á vorin hefst Íslandsflug þriggja stærstu flugfélaga Þjóðverja. Um leið fjölgar áfangastöðunum þar í landi töluvert og samkeppnin eykst. Í sumar munu til að mynda þrjú fé- lög fljúga til Berlínar, Hamborgar og München. Næsta sumar býður líka upp á fleiri möguleika fyrir þá sem ætla að heimsækja Sviss því flogið verður til þriggja borga þar í landi. Næturflugið til Vínar verður í föstum skorðum en höfuðborg Austurríkis er eiginlega austasti punkturinn í leiðakerfi Keflavíkur- flugvallar því ennþá er ekki flogið beint héðan til vinsælla ferða- mannalanda eins og Tékklands, Ungverjalands, Slóveníu eða Króa- tíu. WOW air sinnir þó norðaustr- inu með flugi til Varsjár og Vilnius. Beint á ströndina Sumar ferðaskrifstofur hófu að selja sólarlandaferðir ársins strax í október en alla jafna hefst salan fyrst í byrjun árs. Í flestum til- fellum bjóða ferðaskrifstofurnar líka staka flugmiða og þeir sem vilja fara á eigin vegum til Mall- orca, Krítar eða Tyrklands geta flogið þangað beint með leiguflugi. Valkostum þeirra sem vilja fara um Ítalíu fjölgar líka í sumar því nú verður í fyrsta skipti flogið héðan til Rómar. Á Túristi.is má sjá til hvaða borga verður flogið beint í sumar og hvaða flugfélög fljúga hvert. Portland er reglulega valin ein byggilegasta borg Bandaríkj- anna og þangað mun Icelandair fljúga frá og með vorinu. Ljósmynd/ Travel Portland  Það verður flogið til þriggja sviss- neskra borga í ár og þar á meðal munu bæði easyJet og Icelandair fljúga til Genfar. Ljósmynd/ Ferðamálaráð Sviss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.