Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
SV-átt, hVaSS um kVöldið. Él S- og V-til,
en lÉttir til fyrir norðan og auStan.
höfuðborgarSVæðið: Él og hiti
um frostmark.
bjart og Stillt framan af, en hVeSSir
og hlánar um kVöldið.
höfuðborgarSVæðið: Él fyrst, sól um
miðjan dag, en rignir um kvöldið .
hVaSSt með úrkomu, rigningu
og Síðar Éljum.
höfuðborgarSVæðið: rigning og
Él síðdegis og kólnandi.
umhleypingar
og úrkomusamt
Boðið verður upp á sýnishorn af mörgum
tilbrigðum vetrarveðráttunnar. eiginlega
allt nema köld n-átt. tvær lægðir stefna
á landið og fara hratt yfir með snöggum
veðrabrigðum. vindastamt og úrkoma
sem fellur ýmist sem rigning,
slydda eða snjókoma. at-
burðarrásin verður hröð
eftir því, en á laugardag
yfir miðjan daginn er
að sjá sem veður verði
skaplegt um stund og
sólin sýni sig meira að
segja.
1
-1 -3
-2
1
-1
-4 -7
-8
-3
1
-1 1
-1
1
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
vikan sem var
rekinn vegna
fjárdráttar
Björgvin g. sigurðsson var settur af sem sveitarstjóri
Ásahrepps vegna fjárdráttar. Björg-
vin notaði debetkort hreppsins
til að greiða fyrir vörur til eigin
nota, svo sem hangikjöt, bækur
og grænar baunir. Þá millifærði
hann sjálfur 250 þúsund krónur
á eigin reikning sem fyrirfram
greidd laun. Björgvin hefur
beðist afsökunar á framferði
sínu og hefur hafið
áfengismeðferð á
vogi.
Hrotubani vinsæll
Yfir 150 ein tök af svo kölluðum hrotu
bana, sem net versl un in Bsv býður upp
á, hafa selst að undanförnu. um er að
ræða hring sem sett ur er á litla fing ur
fyr ir svefn inn og ætlaður til þess að
stöðva eða minnka hrot ur.
Með 100 milljónir í árslaun
knattspyrnumaðurinn viðar örn
kjartansson hefur ákveðið að ganga
til liðs við kínverska félagið jiangsu
guoxin-sainty. kínverska liðið
greiðir norska félaginu
vålerenga hátt í
hálfan milljarð
fyrir framherjann.
viðar ætti að
eiga fyrir salti í
grautinn í
framtíðinni
því árs-
laun hans
í kína
verða
rúmlega
100 millj-
ónir króna
eftir skatt.
Hún er eins og lampi
„ragga er áberandi hávaxin og hún
er næstum eins og lampi – ljómandi,
brosandi og oftast með hálfblautt hár.“
Úr viðtali við sundkonuna Ragnheiði
Ragnarsdóttur í DV.
1.980.209
krónur hefur gunnar einarsson, bæjar-
stjóri í garðabæ, í laun á mánuði. Það
jafnast á við laun forseta íslands.
gunnar er launahæsti bæjarstjóri lands-
ins, samkvæmt úttekt viðskiptablaðsins.
Kominn á pólinn
Pólfarinn Einar Torfi Finnsson náði
á suðurpólinn í vikunni eftir 57 daga
ferðalag.
gjaldtaka uppbygging Ferðaþjónustunnar
a ðilar innan Samtaka ferða-þjónustunnar, SAF, sendu stjórn samtakanna bréf í
vikunni þar sem ósk þeirra um að
komugjöld yrðu tekin upp í stað
náttúrupassa var komið á framfæri.
Stjórnin brást hratt við beiðninni
og fundaði með umræddum aðilum
á miðvikudag. Þar fór umræða um
komugjöld hæst auk virðisauka-
skatts á ferðaþjónustuna, sem taka
mun gildi frá næstu áramótum.
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri SAF, segir flesta félagsmenn
vera á því að komugjöld séu einfald-
asta og skilvirkasta leiðin. „Það hef-
ur alltaf verið ljóst, ekki bara eftir
eitt lögfræðiálit heldur fleiri, að það
sé ekkert lagalega því til fyrirstöðu
að komugjald verði sett á,“ segir
Helga en frá því að umræða um
tekjuöflun til uppbyggingar ferða-
þjónustunnar hófst innan SAF hef-
ur meirihluti félagsmanna lýst því
yfir að komugjöld séu vænlegasti
kosturinn.
komu- og brottfaragjöld
brjóta ekki í bága við lög
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráð-
herra ferðamála, lagði fram frum-
varp um náttúrupassa þann 28.
nóvember 2014. Samkvæmt ráðu-
neyti hennar eru komu- og brottfar-
argjöld ekki fær leið þar sem þau
yrðu flokkuð sem landamæragjöld
og hvorki megi leggja þau á íbúa
innan EES-svæðisins né í Schengen
löndunum. Þessi niðurstaða ráðu-
neytisins er þó ekki í samræmi við
niðurstöðu lögfræðiálits sem SAF
lét lögmannastofuna LEX vinna fyr-
ir sig í september 2014 um álitaefni
tengd komu- og brottfarargjöldum.
Komugjöld til tekjuöflunar eru við
lýði í nokkrum löndum innan svæð-
isins, svo sem í Bretlandi, Þýska-
landi og Frakklandi, svo ljóst er að
undanþágur eru mögulegar. Sam-
kvæmt lögfræðiálitinu brjóta um-
rædd gjöld á flug-og skipafarþega
ekki í bága við EES-samninginn,
ef tryggt er að þau taki með sama
hætti til millilanda- og innanlands-
flugs. Einnig kemur fram í álitinu
að aðildarríkjum sé frjálst að móta
sína eigin stefnu í skattlagningu á
ferðaþjónustu.
ferðaþjónustan þarf fjármagn
sem fyrst
Niðurstaða lögfræðiálitsins hefur
samt sem áður ekki orðið til þess
að stjórn SAF beiti sér fyrir komu-
og brottfarargjöldum og samkvæmt
heimildum Fréttatímans hefur það
skapað óánægju innan samtakanna,
sem varð meðal annars til þess að
fundað var nú í vikunni.
Helga Árnadóttir segir málið
vera mjög flókið og bendir á að auk
laga séu til staðar alþjóðlegir sátt-
málar og flugleiðalög sem getur
tekið langan tíma að breyta. „Það
eru sáttmálar, eins og til dæmis Chi-
cago-sáttmálinn frá 1944, sem væri
hægt að breyta ef stjórnvöld væru
til í það. En þetta gæti tekið nokkur
ár og miðað við þörfina núna fyrir
fjármagn þá teljum við okkur ekki
í stakk búin að bíða í svo langan
tíma,“ segir Helga og bætir því við
að aðalatriðið í huga stjórnarinnar
sé að leysa málið og tryggja fjár-
magn sem fyrst.
Virðisaukaskattur á ferða-
þjónustuna mun skila millj-
örðum
Auk komu- og brottfarargjalda var
virðisaukaskattur á ferðaþjónust-
una, sem tekur gildi frá og með
næstu áramótum, ræddur. „Það er
mjög eðlilegt að það sé skoðað al-
varlega því ferðaþjónustan er að fara
inn í virðisaukaskattskerfið og mun
skila ríkissjóði milljörðum í viðbót-
artekjur.“
Á sama tíma og stjórn og félags-
menn SAF funda í Reykjavík um
aðra valkosti en náttúrupassa
ferðast Ragnheiður Elín Árnadótt-
ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
um landið til að kynna náttúrupass-
ann á opnum fundum. Aðspurð út í
óánægju SAF með náttúrupassan
í kvöldfréttum RÚV þann 21. janú-
ar sagði hún náttúrupassann vera
farsælustu leiðina til tekjuöflunar
þrátt fyrir að vera ekki gallalausa.
Hún mun mæla fyrir frumvarpinu
í þinginu þann 27. janúar næstkom-
andi.
halla harðardóttir
halla@frettatiminn.is
aðilar innan samtaka ferðaþjónustunnar vilja skoða möguleika á komu- og brottfarargjaldi enn
betur. Félagsmenn funduðu í vikunni þar sem fjáröflunarleiðir voru ræddar og spurningunni velt
upp hvort nauðsynlegt sé að leggja sérstakan skatt á ferðaþjónustuna þar sem hún muni skila
milljörðum í ríkiskassann þegar virðisaukaskattur verður lagður á greinina innan árs.
Vilja komugjöld
en ekki náttúrupassa
komu- og brottfaragjöld til tekjuöflunar eru við lýði í nokkrum löndum innan schengen og ees, svo sem í Bretlandi, Þýskalandi
og frakklandi, svo ljóst er að undanþágur eru mögulegar. Mynd Getty.
4 fréttir Helgin 23.25. janúar 2015