Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 26
Einstök hljómgæði úr litlu tæki Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Framúrskarandi tækni í Oticon heyrnartækjum skilar þér bestu mögulegu hljómgæðum í ólíkum aðstæðum. Nýju designRITE tækin eru einstaklega nett og hafa hlotið alþjóðleg hönnunarverðlaun. Njóttu þess að heyra skýrt og áreynslulaust með heyrnartæki sem hentar þínum persónulegu þörfum. Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Fullkomin þráðlaus tækni Engir hnappar Vatnshelt að við vorum ósátt við það hvern- ig var staðið að honum af hálfu verkalýðsfélagsins. Ég byrjaði því að beita mér og eitt leiddi af öðru. Það gekk mikið á hér í félaginu um tíma, Alþýðusambandið yfirtók það tímabundið þar sem það var orðið óstarfhæft út af deilum. Það fór síð- an fram allsherjarkosning þar sem ég og mitt fólk sigruðum og höfum verið hér síðan.“ Stéttarfélag á tánum Frá árinu 2003 hefur félagsmönnum fjölgað úr 1600 í rúmlega 3000 og á þessum sama tíma hafa yfir 250 milljónir verið greiddar til félags- manna af hálfu atvinnurekenda vegna vangreiddra launa og kjara- samningsbrota. Verkalýðsfélag Akraness höfðaði dómsmál til að láta reyna á lögmæti verðtrygging- arinnar, mál sem fór fyrir EFTA- dómstólinn sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri óheimilt að miða við 0% verðbólgu og er mál- ið nú til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. „Við fórum af stað með þetta mál sem er gríðarlegt hags- munamál fyrir íslenska neytendur. Stéttarfélögin eru gríðarlega mikilvæg ef þau eru á tánum fyrir sína félaga. Leikur starfsmanns og atvinnurekanda er svo ójafn þannig að starfsmaðurinn þarf að hafa öfl- ugt félag sem stendur vörð um rétt- indi hans. Bara núna áðan var ég að taka saman ógreidda yfirvinnu fyrir mann í félaginu. Hann krafði vinnu- veitanda um þessar greiðslur sem vinnuveitandinn sagði hann ekki eiga rétt á. Ég er nú búinn að taka saman að vinnuveitandinn skuld- ar honum 558 þúsund krónur fyrir yfirvinnu síðustu 12 mánuði. Verkalýðshreyfingin þarf að vera grimm í sinni nálgun og láta atvinnu- rekendur vita að þeir komast ekki upp með að níðast á starfsmönnum. Ég víla ekki fyrir mér að fjalla um það á heimasíðu félagsins ef tiltekið fyrirtæki er ekki tilbúið til að virða rétt starfsmanna. Ég hef samband við fyrirtækin og gef þeim tækifæri á að færa hlutina til betri vegar, enda getur jafnvel verið um óviljaverk að ræða, en ef tilmælin eru hundsuð förum við í þessi mál af krafti.“ Kjörin til ævarandi skammar Vilhjálmur segir ekki annað líðandi en verulegar hækkanir á taxta verka- fólks. „Lágmarkstaxtar hjá íslensku verkafólki eru rúmar 200 þúsund krónur á mánuði. Það er útilokað að lifa af þessum launum og ef tekið er mið af framfærsluviðmiðum sem hið opinbera gefur út, hvort sem það er velferðarráðuneytið eða umboðs- maður skuldara, þá er niðurstaðan sú að lágmarkslaun þyrftu að vera um 300 þúsund krónur. Okkar fólk er til að mynda að vinna í fiskvinnslu þar sem hagnaðurinn er ævintýra- legur og árlegar arðgreiðslur milli sex og tólf milljarðar á ári. Fólkið sem starfar á gólfinu og býr til all- an þennan arð fær í kring um 250 þúsund krónur fyrir dagvinnu með öllu saman. Þessi laun eru þessum mönnum til ævarandi skammar og líka okkur í verkalýðshreyfingunni ef okkur tekst ekki að breyta þessu. Stóriðjan hefur líka hagnast, hún hefur fengið að koma hingað og fengið góð rekstrarskilyrði. Ég er talsmaður þess að fyrirtæki fái góð rekstrarskilyrði en á móti geri ég þá skýlausu kröfu að starfs- fólkið fái að njóta þess. Þá er ótalinn ferðamannaiðnaðurinn þar sem allt of algengt er að kjarasamningar séu brotnir. Það er alls ekki svo hjá öllum fyrirtækjunum en allt of mörgum. Það eru fyrirtækin sem við ætlum að sækja á af fullum þunga í komandi kjarasamningum, hvort sem er með góðu eða illu.“ Vilhjálmur gagnrýnir að Alþýðusamband Íslands vilji ekki fara í þessi mál af hörku. „Það er talað um að ef hér kemur hækkun til handa verkafólki þá fari stöðugleikinn um þúfur og verðbólgan rjúki upp. Seðla- bankastjóri sagði til að mynda árið 2011 að ef við myndum semja um verulegar hækkanir fyrir verkafólk myndi verðbólgan rjúka upp. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar hann fór svo og stefndi sínum eigin banka og vildi hærri laun. Þetta er svo mikil hræsni að það nær ekki nokkru tali. Þessu ástandi má líkja við að við séum hér með köku fyrir framan okk- ur sem fámenn valdaelíta gæðir sér á og kallar síðan á íslenskt verkafólk til að vaska upp eftir sig. Ég man sjálfur eftir því að vera í þeim sporum að vera verkamaður á lágum launum að reyna að láta enda ná saman. Þegar ég var að byrja minn búskap tíðkaðist að rukkarar kæmu heim til manns og ég man eftir því að hafa 20. dag mán- aðarins átt þúsund krónur eftir og var kominn með fjóra rukkara í anddyrið. Ég vil hafa þessar minningar í hjarta mínu þegar ég hugsa um þetta fólk. Menn með tvær, þrjár, fjórar milljónir á mánuði hafa engan skilning á kjör- um lágtekjufólks. Fyrir þeim er þetta bara Excel-skjal.“ Gaf bjórkippuna Vilhjálmur hefur ákveðið að fara bjartsýnn inn í kjaraviðræðurnar og hann reiknar ekki með að tapa bjartsýninni meðan hann heldur sig við heilbrigðan lífsstíl. „Það er eilífðarverkefni að rækta heils- una. En mesti misskilningurinn er að það taki langan tíma að léttast og auka þolið. Fólk þarf að passa sig að fara ekki of geyst í byrjun svo það gefist ekki upp. Þetta má ekki verða ógeðslega leiðinlegt og þegar árangurinn fer að gera vart við sig byrjar þetta að verða ógeðs- lega skemmtilegt. Ég er stoltur af því að hafa farið þessa vegferð. Ég segi við fólk að maturinn sé 80%, hreyfingin sé 20% en hugurinn er 100%, það er mikilvægast að um- póla hann og þó fólk misstígi sig einn dag þá eru það allir hinir sem skipta máli.“ Það er skemmst frá því að segja að Vilhjálmur sigraði félaga sinn í áskoruninni um hvorum gengi betur að léttast. „Við veðjuðum upp á bjórkippu,“ segir hann og hlær. „Það versta er að það er svo mikið af kolvetnum í bjór að ég þurfti bara að gefa hann. Bjór er algjör kolvetna- bomba þannig að það var hálfgerður bjarnargreiði að hafa unnið þetta. Ég er búinn að halda mig í þessari þyngd í fjóra mánuði og er aðeins farinn að auka við kolvetnaneysl- una. En þetta er stanslaus vinna. Þetta er eilífðarverkefni.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég vissi að ég hafði bætt á mig en það sló mig að sjá þessar myndir af sjálfum mér. Vilhjálmur Birgisson hefur verið áberandi í verkalýðs- baráttunni undanfarinn áratug. Eftir að sjá myndir af sér í fjölmiðlum ofbauð honum hversu mikið hann hafði þyngst og ákvað að taka heilsuna algjörlega í gegn. Mynd/Hari 26 viðtal Helgin 23.-25. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.