Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 28
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
43
14
1
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi
í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
Verðlaunaði arkitektinn
Högna Sigurðardóttir
Högna Sigurðardóttir fór til Parísar eftir stúdentspróf árið 1948 til að
nema arkitektúr og er fyrsta íslenska konan til að verða arkitekt. Hún
starfaði í Frakklandi mest allan sinn starfsaldur en fjögur hús eftir
Högnu standa á Íslandi, öll á höfuðborgarsvæðinu. Eitt hús til viðbótar
var byggt í Vestmannaeyjum en það fór undir hraun í gosinu 1973.
H ögna Sigurðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1929 og var fyrsta íslenska konan til að
læra arkitektúr. Hún útskrifaðist frá
École Nationale Supérieure des Beaux-
Arts í París árið 1960 og hlaut þá sér-
staka viðurkenningu fyrir lokaverkefni
sitt, Garðyrkjubýli í Hveragerði. Sú
viðurkenning veitti henni réttindi til að
starfa og stofna eigið fyrirtæki í Frakk-
landi þar sem hún bjó alla sína starfstíð.
Högna hefur hlotið fjölda alþjóðlegra
viðurkenninga fyrir verk sín og tók
meðal annars sæti í hinni virtu Frönsku
byggingarlistarakademíu árið 1992, auk
innlendra viðurkenninga svo sem menn-
ingarverðlauna DV í byggingarlist 1994
og heiðursorða Sjónlistaverðlauna Lista-
safns Akureyrar 2007. Íbúðarhús sem
hún teiknaði að Bakkaflöt í Garðabæ hef-
ur verið valið sem ein af 100 merkustu
byggingum 20. aldarinnar í Evrópu. Árið
2008 var Högna Sigurðardóttir kosinn
heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands.
Í dag býr Högna á elliheimilinu Grund í
vesturbæ Reykjavíkur.
NálguN HögNu
Í verkum Högnu má sjá
áhuga hennar á sérkenn-
um íslenskrar náttúru
og veðurfars auk vísana
í íslenska byggingararf-
leifð og virðingu fyrir
nærumhverfinu. Húsin
rísa jafnan eins og hluti
af landslaginu sem þau
umlykja og að innan er
mikið tillit tekið til birtu,
hljóðs og hlýju. Efnin
sem Högna notar eru
náttúruleg og gerð til
að standast tímans tönn
og rýmin jafnan hönnuð
með innbyggðum hús-
gögnum.
Árið 2010 var sett upp
sýning á verkum Högnu
á Kjarvalsstöðum sem
Guja Dögg Hauksdóttir
stýrði, en hún vinnur
einmitt að bók um verk
Högnu. Í sýningar-
skránni er að finna þessi
orð sýningarstjórans
um verk Högnu: „Verk
Högnu eru bæði einstök
og almenn. Stefnumót
forms, efnis og birtu
draga í höndum Högnu
athyglina að líkamlegri
skynjun sem aldrei getur
orðið annað en persónu-
leg, innileg og jafnvel
breytileg frá degi til
dags fyrir þann sem fer
um hús hennar, allt eftir
árstíðinni eða veðrinu,
samferðafólki eða dags-
formi hverju sinni.“
Kapella við Ofanleiti
í Vestmannaeyjum
1981
Teikning eftir Högnu. Nú
undirbýr hópur áhuga-
manna í Vestmannaeyjum
byggingu kapellunnar svo
við gætum fengið að sjá
hana rísa á næstu árum.
Þorvarðarhús, Brekkugerði í Reykjavík
1961-64
Meginhluti innra rýmis þessa húss hverfist
um steyptan stiga í miðju hússins en öll
rýmin eru frekar opin, stofa, borðstofa,
bókakrókur og arinstofa eru ekki skilin
að með veggjum. Framan við arininn er
innbyggð setgryfja en í húsum Högnu eru
húsgögnin oft steypt sem hluti af húsinu. Á
jarðhæð hússins er sundlaug og úr henni er
innangengt upp í þakgarð.
Brynjólfshús, Sunnubraut í Kópavogi
1963-65
Húsið við Sunnubrautina einkennist af
steyptum stoðveggjum sem marka lóð
hússins og mynda skjól beint utan við
svefnherbergi og baðherbergi hússins. Í
steypu hússins má sjá grjóthellur jafnt að
utan sem og að innan þar sem gólfin eru
lögð með stórum grjóthellum. Flestar inn-
réttingar hússins er steyptar með húsinu.
Guðmundarhús, Hrauntungu í Kópavogi
1963-67
Í Guðmundarhúsi eru flestar innréttingar
steyptar með húsinu og sjónsteypan látin
njóta sín líkt og í flestum húsum Högnu,
bæði að utan og innan. Í miðju hússins er
hringstigi sem liggur upp á þak hússins þar
sem er að finna lítinn þakgarð og útisturtu.
28 arkitektúr Helgin 23.-25. janúar 2015