Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 32
Sök bíllausa mannsins
M Margir dásama bíllausan lífsstíl – og ég tæki hatt minn ofan ef ég ætti slíkan fyrir því fólki sem hefur tileinkað sér þann lífsmáta og metur hann. Ég viðurkenni að ég er ekki í þeim hópi.
Ég kann illa við það að vera bíllaus. Það
heftir frelsi mitt.
Bílleysi hefur engu að síður verið
hlutskipti mitt síðan nokkru fyrir jól, í
lengsta samfellda tíma frá því við hjóna-
kornin vorum ung og höfðum ekki
efni á því að eiga bíl. Nú kjósum við að
reka tvo bíla. Við erum í annasömum
störfum og þurfum á þessum farartækj-
um að halda. Minn betri helmingur er á
þeim bíl sem kalla má aðalbíl heimilis-
ins, þeim sem við notum til sameigin-
legra þarfa, um helgar, í ferðir út á land
og annað slíkt. Ég er á eldri bíl sem
ég hef átt árum saman en hann hefur
dugað mér vel til að koma mér úr og í
vinnu, auk tilfallandi snattferða, en allt
er í heiminum hverfult. Smávægileg
bilun varð í vagninum á aðventunni
en þó nóg til þess að viðgerðarmenn
fundu ekki lausn á vandanum.
Síðan hef ég verið upp á aðra kominn
hvað samgöngur varðar. Ég þarf svo
sem ekki að kvarta. Eiginkonan keyrir
mig í vinnuna á hverjum morgni og
sækir mig þegar ég kalla, auk þess sem
ég hef notið liðleika nákominna ætt-
ingja. Einhver gæti sagt að ekki bæri
að kvarta undan svo góðri þjónustu,
auk þess sem slík samnýting á bílum sé
þjóðhagslega hagkvæm. Það er án efa
rétt en breytir því samt ekki að ég hef
verið hálf vængbrotinn allan þennan
tíma. Annar gæti sagt mér að hætta
þessu væli og nota strætó. Slíkt geri
fjöldi fólks og sá samgöngumáti sé í
senn ódýr og umhverfisvænn. Ég dreg
þau rök ekki í efa en ég kann ekki á
strætó og tel mig orðinn of gamlan til
að læra á leiðakerfið.
Of langt er fyrir mig að ganga í vinn-
una og ég á ekki hjól. Þess vegna vel
ég bílinn. Hann er þægilegur og við
höndina þegar á þarf að halda. Í honum
er útvarp til dægrastyttingar og hiti í
sætum, þegar þannig viðrar. Þannig
vil ég hafa það. Þess vegna er líf án bíls
erfitt að mati þess haft hefur slíkan
til umráða lengi og er góðu vanur. Ef
bilunin hefði verið alvarleg hefði mátt
afskrifa bílinn en svo var ekki. Bilunin
var smávægileg en þó nóg til þess að
ekki var með góðu móti hægt að brúka
hann. Þess vegna kom ekki til greina
að kaupa annan í staðinn, að minnsta
kosti ekki meðan von var um viðgerð.
Allt frá aðventu hef ég því reynt
að halda ró minni, taka ástandinu af
æðruleysi. Mín ágæta kona segir það
þó ekki hafa dugað, bílleysið hafi aug-
ljóslega haft nokkur áhrif á geðslag
mitt. Því hef ég neitað staðfastlega. Að
vísu hvíli bílleysið á mér sem mara,
tómleikatilfinning læðist að, frelsi mitt
heyri svo gott sem sögunni til og ég
sé nánast einn í heiminum. Samt haldi
ég jafnaðargeðinu. Enn eygi ég von
um að bilunin í bílnum finnist og hann
verði minn á ný. Um leið nefni ég það
hæ versklega við minn betri helming
að hún ýti aðeins á viðgerðarmennina,
því á þeim vettvangi hefur hún nokkur
ítök.
Hún segir mér að það geri hún annað
slagið en að öðru leyti sé mér ekki vor-
kunn. Mér sé ekið til vinnu að morgni
og jafnframt sé ég sóttur að kvöldi,
eða skutlað heim af mér nákomnum.
Meðferðin sé því svipuð og þekkist hjá
helstu þjóðhöfðingjum eða ráðherrum
nema hvað lögreglufylgd sé ekki í boði.
Ég finn þó stöku sinnum á þessari
góðu konu að henni leiðist þetta enda-
lausa skutl með bónda sinn á morgn-
ana, einkum þegar ég er farinn að tví-
stíga í úlpunni en hún enn með kaffið
í bollanum og ekki komin í gegnum
Moggann. Ég fer venjulega heldur
fyrr af stað en hún, þótt ekki muni
miklu. Stjákl bíllausa mannsins ruglar
morgunrútínu hennar, þá stund sem
hún vill eiga í friði áður en hún hellir
sér í at dagsins.
Þetta þýðir það að stundum verðum
við að flýta okkur heldur meira en
æskilegt er í morguntraffíkinni og ekki
bætir úr skák að við vinnum í sitt hvoru
bæjarfélaginu. Frúin hefur því orðið að
leggja á sig daglegt ferðalag aukalega
frá því á aðventunni. Því hefur komið
fyrir að hún hefur orðið nokkuð sein
fyrir suma morgna og aðeins slegið í
fákinn, þótt endranær sé hún gætin í
umferðinni. Hún var því ekki glöð er
hún sótti mig í vinnuna fyrir stuttu. Þá
hafði hún þann sama morgun brunað
til vinnu sinnar og líklega stigið helst
til þungt á eldsneytisgjöf bílsins á einni
helstu samgönguæð borgarinnar. Hún
vissi að minnsta kosti ekki fyrr til en
skær blossi skall á henni í skammdegis-
myrkrinu, rétt í þann mund er hún fór
yfir fjölfarin gatnamót. Hraðamynda-
vél hafði gómað hana, að vísu rétt yfir
hámarkshraða, en nóg samt. Hún hafði
verið tekin fyrir of hraðan akstur í
fyrsta sinn á ævinni, eftir akstur meira
en 44 ár.
Þetta var mér, heittelskuðum
eiginmanni hennar, að kenna, engum
öðrum, og þessu eilífa skutli. Það sagði
hún blákalt.
Ég heyrði af því á skotspónum að
þennan sama dag hefði verið sett þung
pressa á viðgerðarmenn bíls fyrrnefnds
eiginmanns. Vagninn skyldi í samt lag
hið snarasta.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Baileysterta
pekanpæ
jarðarBerjakaka
kökur og kruðerí
að hætti jóa Fel
rósaterta með
Frönsku súkkulaði-smjörkremi
sími: 588 8998
32 viðhorf Helgin 23.-25. janúar 2015