Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 12
 Fjármál mikilvægt er að leita eFtir besta boði Betri lánakjör fyrir góða greiðendur Víða erlendis tíðkast að lánastofnanir bjóði þeim betri kjör sem geta sýnt fram á að þeir séu traustir lántakar. Brynja Baldursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Creditinfo, segir að þessi þróun sé að hefjast hér á landi. Hún bendir á að það sé hagur lánafyrirtækja að fá trausta lán- takendur í viðskipti og því sé mikilvægt fyrir neytendur að ganga á milli lánastofnana og fá tilboð í lánakjör. t raustur lántaki ætti að vera í góðri samningsstöðu gagn-vart lánaveitendum. Góðir greiðendur eiga að vera verðlaunað- ir með betri kjörum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstöðumaður fyrir- tækjasviðs Creditinfo. Creditinfo verður með innslög í þáttunum Ferð til fjár sem sýndir eru á fimmtudags- kvöldum á RÚV og ætlað er að efla fjármálalæsi almennings. „Í þátt- unum er meðal annars fjallað um hvernig neytendur geta samið um betrikjör, sérstaklega ef þeir geta sannað sig sem traustir greiðendur,“ segir hún. Brynja bendir á að á Íslandi sé mjög algengt að fólk sé alla ævi í við- skiptum við sama bankann og hjón séu jafnvel í sitt hvorum bankanum því þau voru það áður en þau urðu hjón. „Þetta er mjög fast í okkur Ís- lendingum. Það er hins vegar aðeins farið að breytast hér þannig að fólk er farið að leita eftir bestu kjörunum og einhver lánafyrirtæki þegar byrj- uð að taka þetta fyrirkomulag upp. Í Bandaríkjunum og Bretlandi, til að mynda, er vel þekkt að fólk fær lánakjör í samræmi við þá áhættu sem lánveitandi metur að hann sé að taka við að lána því. Þetta er þá kallað „rate for risk“ og þar er mun algengara að fólk fari á milli fyrir- tækja og taki bestsa boði. Það er líka í raun sanngjarnara að verðlauna þá sem standa í skilum með betri kjör- um,“ segir hún. Þegar fólk er í samningavið- ræðum við það lánafyrirtæki sem það hefur verið í viðskiptum við er greiðslusaga viðkomandi þar þekkt en ef fólk ætlar að ganga á milli lánveitenda er hentugt að vera bú- inn að kanna sitt lánshæfismat og greiðslugetu. Creditinfo tekur að sér að vinna lánshæfismat og er það ókeypis til 28. febrúar. „Það er gott að vekja athygli á því að reglum um persónuvernd er fylgt vandlega þegar lánshæfismat er notað. Ein- staklingur þarf að gefa upplýst sam- þykki fyrir því að það megi fletta honum upp. Til að fylgja því eftir þá sendum við tilkynningu um uppflett- inguna til viðkomandi þannig að það er þá hægt að gera athugasemdir ef aðilinn kannast ekki við að hafa gefið leyfi fyrir uppflettingunni,“ segir Brynja. Það sem helst dregur fólk niður í lánshæfismati er það að vera eða hafa verið á vanskilaskrá. Brynja segir að áhrif vanskilaskrán- ingar á lánshæfismat Creditinfo vari í 4 ár. Þau eru mest í 2 ár en þynnast svo mjög mikið út eftir það. Lang- samlega flestir falla í efsta flokk þeg- ar kemur að lánshæfismati og eru metnir með gott lánstraust. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is DreiFing einstaklinga eFtir einkunn úr lánshæFismati Fj öl di e in st ak lin ga 40.000 30.000 20.000 10.000 0 A1 A2 A3 B1 B2 B3 C1 C2 C3 D1 D2 D3 E1 E2 E3 Þegar lánshæfi einstaklings er metið fær hann einkunn á kvarðanum A1-E3. Þeirri einkunn er síðan skipt í þrennt, 1-3, þar sem A1 er best og E3 er lakast. Myndin sýnir dreifingu einstaklinga 18 ára og eldri á Íslandi eftir einkunn úr lánshæfismati. Brynja Baldursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Creditinfo. Brynja verður með innslög í þáttunum Ferð til fjár á RÚV. Hún hvetur fólk til að fara á milli lánastofn- ana og leita eftir bestu kjörunum. Mynd/Hari BIOMEGA www.apotekid.is – einfalt og ódýrt 20% afsláttur Gildir til 31. janúar. Gildir til 31. janúar. NÁTTÚRULEG SLÖKUN Gildir til 31. janúar.Gildir til 31. janúar. Spöngin • Hólagarður • Skeifan • Garðatorg • Setberg • Akureyri Þarftu að kljást við krampa, sinadrátt, svefnleysi eða hormónaójafnvægi? Betri slökun í amstri dagsins og á meðan þú sefur. 20% afsláttur 20% afsláttur 20% afsláttur RECHARGE ORKUSKOT af allri línunni. Biomega vítamínin eru fyrir alla fjölskylduna. BODYFLEX FYRIR LIÐINA! Bodyflex Strong er fæðubótarefni gegn stirðleika í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Enginn sykur, hitaeiningar eða kolvetni H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -2 5 2 0 „Þea er ekkert líf“ Miðvikudaginn 28. janúar kynnir Lilja Ingvarsson, iðjuþjálfi, rannsókn sína til meistaragráðu í lýðheilsuvísindum um líðan hælisleitenda á Íslandi. Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 8.30-9.30 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is – Fyrirlestur um daglegt líf hælisleitenda, tækifæri, þátöku, heilsu og velsæld. 12 fréttir Helgin 23.-25. janúar 2015 Mímisvegur 6 101 Reykjavík Mikið endurnýjuð sérhæð Stærð: 188,3 fm Fjöldi herbergja: 6 Byggingarár: 1942 Fasteignamat: 58.550.000 Bílskúr: Já Verð: 69.900.000 Hannes Steindórsson kynnir:Einstaka 188,3 fm hæð með bílskúr í fallegu húsi í þingholtunum. Eignin er mikið endurnýjuð, gólfefni, innréttingar, skápar, skolp, dren, rafmagn, lagnir að hluta ofl. Mikil lofthæð. Lind Hannes Steindórs Lögg. fasteignasali Gunnar Valsson Sölufulltrúi hannes@remax.is gv@remax.is Opið Hús OPIÐ HÚS SUNNUDAG FRÁ KL 16:00-16:30 RE/MAX Lind - Hlíðasmára 6 - 201 Kópavogur - Sími: 5107900 - www.remax.is 699 5008 699-3702
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.