Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 24
M ér líður mikið betur. Ég vakna betur og er orku-meiri,“ segir Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðs-
félags Akraness, sem hefur misst
yfir 30 kíló á einu ári. „Ég hélt á einu
af mínum sex barnabörnum um
daginn sem var nýkomið úr mæðra-
skoðun og vó 11 kíló. Eftir smá
stund þreyttist ég og bað mömmuna
að taka drenginn en hún benti mér
þá á að ég hefði verið með sem sam-
svarar þremur 11 kílóa drengjum
utan á mér. Það þarf ekki að fjölyrða
hvaða áhrif það hefur á heilsuna að
losa sig við svona mikla þyngd,“
segir hann.
Pabbar geta grátið
Vilhjálmur tekur á móti mér á
skrifstofu sinni við Sunnubraut á
Akranesi. Þar blasa við myndir af
syni hans heitnum, Óttari Arnari,
sem lést þann 11. apríl í fyrra, að-
eins þrítugur að aldri. Vilhjálmur
skrifaði bréf til sonar síns tveimur
dögum eftir að hann lést og birti á
Facebook-síðu sinni. Þar skrifaði
hann meðal annars: „Hér sit ég á
skrifstofunni minni og skrifa þessi
orð til þín og það hjálpar mér, trúðu
mér. En mér er hugsað um lagið
sem Helgi Björns söng „Geta pabb-
ar ekki grátið“ Jú, pabbar geta svo
sannarlega grátið því tárin streyma
niður í hvert sinn sem ég slæ á lykla-
borðið, en þetta hjálpar mér og það
er gott.“
Vilhjálmur hélt auk þess erindi
á alþjóðlega sjálfsvígsdeginum
í fyrra og segir í raun komið gott
af því að hann tali opinberlega um
sonarmissinn. „Það sem ég vil vekja
athygli á er að við erum árlega að
missa tugi kornungra einstaklinga
ár hvert vegna sjálfsvíga. Ég held
að heilbrigðisyfirvöld og samfé-
lagið allt þurfi að taka þessi mál til
gagngerrar endurskoðunar. Það er
greinilega eitthvað sem við erum
að gera rangt og það ríkir þöggun
um þennan málaflokk. Oft eru þetta
ungir strákar sem í mikilli vanlíðan
eða stundarbrjálæði og verða hvat-
vísi sinni að bráð. Ég held að það sé
ekkert vandamál svo stórt að ekki
sé hægt að fá hjálp. Það þarf að efla
forvarnir og lýðheilsu almennt. Við
verðum að koma í veg fyrir að við
séum að missa kornungt fólk,“ segir
hann.
Kílóin fuku
Margir hafa haldið að Vilhjálmur
hafi grennst þessi ósköp í kjölfar
þess að missa son sinn en hann var
byrjaður fyrr að taka mataræði sitt
í gegn og hafði þegar misst um 10
kíló þegar sonur hans lést. „Sá at-
burður hægði ekki á ferlinu. Mat-
arlystin var ekki mikil, hreyfingin
datt niður hjá mér í um tvær vikur.
Þetta var mikið högg en ég ákvað
að halda mínu striki, huga að mat-
aræðinu og hreyfa mig reglulega.“
Vilhjálmur hafði um hríð hugsað
um að hann yrði að léttast, heils-
unnar vegna. „Ég er að verða fimm-
tugur og þetta bara gekk ekki leng-
ur. Ég var kominn yfir 123 kíló en
nú er ég kominn niður fyrir 90 kíló.“
Steininn tók úr þegar Vilhjálmur
sá myndir af sjálfum sér frá blaða-
mannafundi sérfræðihóps um af-
nám verðtryggingarinnar sem
haldinn var 23. janúar í fyrra þegar
hópurinn kynnti tillögur sínar en
hann var meðlimur hópsins. „Þess-
ar myndir voru út um allt. Ég vissi
að ég hafði bætt á mig en það sló
mig að sjá þessar mynd-
ir af sjálfum mér og það
ýtti sannarlega við mér.
Það var um svipað leyti
sem félagi minn í stjórn
verkalýðsfélagsins skor-
aði á mig og við fórum
í keppni um hvor væri
fljótari að ná af sér kíló-
unum. Hann nefndi þá
við mig að hann hefði
verið að byrja á lágkol-
vetnakúr. Ég var í fyrstu
ekkert rosalega spennt-
ur en ákvað að slá til.
Þegar ég tek að mér
ný verkefni þá tek ég
þau með trukki. Ég fór á
lágkolvetnamataræði og
byrjaði að hreyfa mig og
árangurinn lét ekki á sér standa.
Kílóin byrjuðu að hrynja af mér og
það var mikil hvatning að fylgjast
með því. Fyrsti vikuna missti ég
1,6 kíló og 1,5 kíló þá næstu. Eftir
átta og hálfan mánuð voru 33 kíló
farin. Af því að ég birtist stundum
í fjölmiðlum vegna vinnunnar þá
var mér farið að bregða þegar ég sá
gamlar myndir af mér. Nú snemma
í janúar tók ég mig svo til og birti á
Facebook saman nýja mynd af mér
og árs gamla mynd,“ segir hann.
Þegar Vilhjálmur skar kolvetn-
in sem mest niður borðaði hann
hreint skyr í morgunmat, fékk
sér oft sjávarréttasúpu frá 1944 í
hádegismat og borðaði á Subway
þar sem hann fékk sér salat með
skinku, osti og kjúklingi. „Ég leyfði
mér á Subway að fá mér BBQ-sósu
með. Á þessu mataræði má borða
mikið af eggjum og kjöti, það þarf
bara að sleppa kartöflunum. Þetta
er auðveldara en margir gera sér
grein fyrir. Ég miðað við að borða
undir 50 grömmum af kolvetnum
á dag og las innihaldslýsingar á
öllum mat. Einföld kolvetni eru
í mínum huga mjög varhugaverð
fyrir okkur sem eigum í vand-
ræðum með aukakílóin. Það kom
mér á óvart hvað kolvetnin leynast
víða. Fyrsta hálfa mánuðinn bók-
staflega æpti líkami minn á meira
kolvetni en eftir það var ég kominn
yfir hjallann.“
Verkamaður að upplagi
Bætt heilsa og meira þrek kemur
Vilhjálmi vel bæði í lífi og starfi en
fram undan er mikil barátta fyrir
bættum kjörum verkafólks. „Ég tók
við formennsku hjá Verkalýðsfélagi
Akraness 19. nóvember 2003. Ég bý
að því að hafa alla tíð verið verka-
maður. Við hjónin vorum búin að
eignast fjögur börn þegar við vorum
27 ára gömul og lífsbaráttan á þess-
um tíma, þegar maður var að koma
börnum sínum á legg, var gríðar-
lega erfið. Ellefu ára gamall byrjaði
ég að beita hjá föður mínum sem
var útgerðarmaður, fjórtán ára var
ég farinn að hengja upp skreið hér á
Eyrinni og fara út á trillu með föður
mínum. Ég hef verið á svokölluðum
vertíðarbátum og ég hef verið bæði
háseti og kokkur á togara. Kokk-
inn sótti ég um til að fá plássið jafn-
vel þó ég kynni varla að sjóða vatn.
Ég var sjö ár á Akraborginni og við
sigldum hér á milli Reykjavíkur og
Akraness. Þar var ég þar til 10. júlí
1998 þegar Akraborgin var lögð nið-
ur. Ég fór með henni síðustu ferð-
ina. Eftir það fór ég síðan að vinna
í gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöng
og vann þar til 19. nóvember 2003.
Aðkoma mín að verkalýðsmálum
tengist upphaflega Speli sem rekur
Hvalfjarðargöngin. Við sem vorum
að vinna á Akraborginni höfðum for-
gang að störfum í gjaldskýlinu en sá
samningur sem gerður var í upphafi
hjá Speli var svo skelfilegar slakur
Sló mig að sjá
myndirnar af
sjálfum mér
Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur hefur tekið af sér yfir 30
kíló á einu ári með lágkolvetnamataræði og aukinni hreyfingu.
Liðið ár var afdrifaríkt fyrir Vilhjálm en hann missti son sinn
skyndilega og vill hann auka forvarnir gegn sjálfsvígum. Vil
hjálmur fer af hörku inn í komandi samningaviðræður og segir
ekki annað koma til greina en verulegar launahækkanir fyrir
verkafólk.
Myndirnar sem Vilhjálmur setti á Face
book. Það sem aðskilur þær er eitt ár og
yfir 30 kíló.
Framhald á næstu opnu
24 viðtal Helgin 23.-25. janúar 2015