Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 18
Guðrún InGImarsdóttIr G uðrún Ingimarsdóttir hefur sungið fjölmörg helstu kven-hlutverk óperusögunnar en ætlaði ekki að verða söngkona. Skólakórinn á Akranesi kom henni á sporið og þegar hún sá Carmen á sviði voru örlög hennar ráðin. Hún byrjaði þó í lögfræði í Háskólanum eftir stúdentspróf og dó næstum úr leiðindum en ákvað þá að þreyta inn- tökupróf í Söngskólann í Reykjavík. Flutningur óperettutónlistar hefur verið veigamikill í starfi Guðrúnar í Þýskalandi og hefur hún sungið á yfir á annað hundrað nýárstónleikum vítt og breitt um Þýskaland, Austur- ríki, Sviss og Ísland. Hún hefur einnig í nokkur ár komið fram á tón- leikum með afkomendum Strauss, Eduard Strauss. Dó næstum úr leiðindum í lögfræði „Ég var 18 ára þegar ég sá fyrstu óperuna, Carmen. Það var mikil upplifun. Ég tók ekki meðvitaða ákvörðun að verða óperusöngkona, það gerðist bara en ég var byrjuð að syngja áður en ég gat talað. Ég var í skólakórnum á Akranesi og söng þar undir stjórn Jensínu Waage. Eftir stúdentinn tók ég hliðarspor, byrjaði í lögfræði í Háskólanum og dó næst- um því úr leiðindum. Ég lét mig hafa það að þreyta inntökupróf í Söngskól- ann í Reykjavík og þegar ég stóð upp á sviði og sá Garðar Cortes og Þuríði Pálsdóttur leið næstum yfir mig,“ segir hún og skellihlær en inn komst hún og nam við Söngskólann í 5 ár. Haldið út í heim „Þegar skólanum lauk ákvað ég að fara til London og fékk söngkennara sem fór illa með röddina, hann vildi gera mig að hádramatískum sópran. Ég þoldi ekki álagið, skipti um kenn- ara en fann mig samt ekki í London. Vinkona mín, Auður Gunnarsdóttir, útvegaði mér áheyrn hjá yfirstjórn- anda óperudeildar Tónlistarháskól- ans í Stuttgart og ég komst inn. Ég átti frábæran tíma í óperudeild tón- listarháskólans í Stuttgart. Skólinn var með aðgengi að fallegu litlu leikhúsi þar sem við gátum spreytt okkur í að leika í óperum og vinna með hljómsveit. Við vorum í strangri líkamsþjálfun, lærðum skylmingar og gömul prímaballerína lamdi okkur í rassinn ef við lögðum okkur ekki fram,“ segir Guðrún. Nekt í þýskri óperu „Síðasta uppfærsla í óperu sem ég tók þátt í snerist meira um nekt heldur en söng og að ég færi úr sem flestu. Leikstjórinn vildi á endanum að ég færi úr brjóstahaldaranum. Ég er íslensk víkingakona og læt ekki segja mér hvað sem er. Trendið með nekt í óperunni er sem betur fer ekki byrjað á Íslandi en hefur verið við lýði í Þýskalandi í einhvern tíma. Ég hef varist þessu með kjafti og klóm ef það þjónar ekki sögunni, heldur leikstjóra sem skortir hug- myndir, eða heldur að hann geti frekar vakið athygli með því að láta söngvarana spranga nakta um sviðið. Í óperunni „Le Toreador“ þótti leikstjóranum ég ekki nógu fá- klædd eftir fyrstu sýningarnar. Ég var tiltölulega fáklædd í upp- hafi óperunnar en átti síðan að fara í föt í pásunni. Ég stóð í bún- ingsherberginu á sokkabuxunum og heyrði að atriðið mitt var að byrja. Ég þurfti því að stökkva inn á sviðið fáklædd en í sokkabux- unum og var í algjöru hláturskasti þar sem mótsöngvarar mínir voru að reyna að fylla í mitt skarð þar sem ég kom svo seint inn á sviðið. Ég veit ekki hvernig ég fór að því að syngja því ég hló svo mikið. Þetta var eitt af þessum fárán- legum augnablikum í óperunni,“ segir Guðrún. Við erum þjónar Vinkona mín söng hlutverk Gildu í Rigoletto nakin. Ef við neitum þá sækja leikstjórarnir bara aðrar söngkonur sem vilja syngja nakt- ar. Ég þurfti að taka ákvörðun um það hvar ég stend og ákvað að gera bara það sem ég hef gaman af. Við tónlistarfólk erum þjónar og miðlarar tónlistarinnar fyrst og fremst og það verður maður að muna. Síðasta uppfærslan snerist meira um nekt en söng Guðrún Ingimarsdóttir, söngdíva frá Hvanneyri, hefur búið í Stuttgart í Þýskalandi í 20 ár. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og heiðursorðu Johann Strauss félagsins í Þýskalandi fyrir söng sinn. Heyrn hennar skertist þegar hún fékk atvinnusjúkdóm söngvara, tinnitus. Hún lætur það ekki aftra sér og notar jóga og hlaup til að halda góðri heilsu auk þess að ganga með ferðamenn inn á hálendi Íslands. Sam- keppnin í söngheiminum er hörð. Síðasta uppfærsla í óperu sem Guðrún tók þátt í snerist meira um nekt en söng. Leikstjórinn vildi á endanum að hún færi úr brjóstahaldaranum. Neiti söngkonurnar sækja leik- stjórarnir aðrar sem syngja naktar. Framhald á næstu opnu Guðrún er uppalin á Hvanneyri í Borgar- firði. Hún stundaði söngnám við Söng- skólann í Reykjavík undir handleiðslu Elínar Óskar Óskars- dóttur og lauk þaðan námi með hæstu einkunn. Guðrún hélt síðan til Lundúna þar sem hún stundaði söngnám hjá pró- fessor Vera Rozsa um tveggja ára skeið. Hún lauk framhaldsnámi frá einsöngvaradeild tónlistarháskólans í Stuttgart, hjá hinni heimsfrægu söngkonu Sylviu Geszty og í óperudeild skólans. Meðal kennara hennar voru Robin Bowman, Janet Perry og Elly Ameling. Guðrún Ingimarsdóttir. „Ég tók ekki meðvitaða ákvörðun að verða óperu- söngkona, það gerðist bara en ég var byrjuð að syngja áður en ég gat talað.“ Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 23.-25. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.