Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 23.01.2015, Blaðsíða 8
É g vildi skoða hvernig fegurð umhverfisins í borginni hefur áhrif á gæði hjólaferða til og frá vinnu,“ segir Harpa Stefánsdóttir arkitekt sem nýlega varði doktorsverkefni sitt í skipulagsfræðum við Um- hverfisháskóla Noregs (NMBU). Í rannsókn sinni skoðaði hún hvernig einkenni í borgarrýmum hafa áhrif á upplifun fólks sem hjólar í samgönguskyni og hvern- ig fegurð spilar inn í þá upplifun. „Allar skipulagshugmyndir eru í raun afsprengi hugmynda okkar um lífsstíl,“ segir Harpa. „Hjól- reiðar sem samgöngumáti styðja við hugmyndir um sjálfbærni borga á margan hátt og hafa mikla kosti í skipulagslegu sam- hengi. Þar sem hjól taka minna pláss en bílar má smám saman nýta land betur, gera borgarrým- in fallegri og hentugri til útiveru og stytta vegalengdir eftir því sem byggð og þjónusta þéttist.“ Gróður, nálægð við náttúru og kyrrð mest metin Harpa segir það vandasamt verk að fjalla um fegurðarupplifun þar sem hún sé tilfinningalegs eðlis og persónubundin. „Fegurðar- upplifun hefur lítið verið skoðuð áður í sambandi við samgöngu- hjólreiðar. Tengt borgarhönnun hefur í meira mæli verið fjallað um hvernig gangandi upplifa um- hverfið en oft er talað um mann- legan mælikvarða. Ferðahraði hefur hins vegar mikil áhrif á upp- lifun og því er mælikvarði hinna hjólandi annar,“ segir Harpa sem byggir niðurstöður sínar á rann- sóknum sem hún framkvæmdi í Reykjavík, Þrándheimi og Óðins- véum. „Niðurstöðurnar benda til þess að fegurð umhverfis á hjólaleiðum sé mjög mikilvæg en einnig er mikilvægt að geta hjólað með samfelldum hraða og þurfa ekki að veita öðrum mikla athygli svo sem á gatnamótum. Gróður, nálægð við náttúru og kyrrð voru mikils metin einkenni, á meðan mjög bílmiðað og stórgert um- hverfi dró verulega úr ánægju. Því lengri hluti leiðarinnar sem talin var fallegur og virkaði sam- tímis vel, því hærri einkunn fékk hún.“ Reykjavík frábær fyrir frí- stundahjólreiðar „Ég tel það áskorun fyrir skipu- lagsfólk að reyna að tengja saman leiðir sem hafa möguleika á að vera góðar út frá fagurfræðilegu sjónarmiði,“ segir Harpa, sem sjálf hjólar frekar mikið. „Ég hef verið allskonar tegund af hjólreiðamanneskju og búið og hjólað í þrem borgum. Þar sem ég vinn oftast heima við á milli þess sem ég fer til Noregs til að sinna vinnunni hjóla ég aðallega í frí- stundaskyni í dag og Reykjavík er frábær borg til þess.“ Harpa kynnir niðurstöður sínar í Ráðhúsinu klukkan 16 í dag, föstudag. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Ferðalög Mikil Fjölgun FerðaManna hingað Erlendir ferðamenn rúmlega 1,1 milljón Erlendum ferðamönnum sem sótt hafa Ísland heim á undanförnum árum hefur fjölgað ævintýralega. Í fyrra veltu menn því fyrir sér hvort þeir næðu milljón en samkvæmt upp- lýsingum frá ráðgjafarfyrirtækinu NETINU og Visitor‘s Guide var það gott betur, eða rúmlega 1,1 milljón á nýliðnu. Þar segir að þegar birtar séu tölur um komu erlendra ferða- manna vanti nær alltaf tölur yfir skemmtiferðaskip sem komi á aðrar hafnir en Reykjavík, skútufarþega og fleiri. Í samantekt ráðgjafarfyrirtækis- ins er heildarfjöldi ferðamanna árið 2014 sundurgreindur. Þar segir að rúmlega 969 þúsund farþegar hafi komið í Leifsstöð, sem er 24,1% aukning miðað við síðasta ár. Þessu til viðbótar hafi um 30 þúsund komið með ferjunni Norrænu og í gegnum aðra flugvelli. Þá komu, segir enn fremur, tæp- lega 105 þúsund farþegar með 90 skemmtiferðaskipum til Reykjavík- ur. Aukningin milli ára var um 13,4%. Um 95% skemmtiferðaskipa til lands- ins hafa viðkomu í Reykjavík og því er heildarfjöldinn um 110 þúsund. Ekki eru taldar með áhafnir skip- anna sem voru um 40 þúsund. Fjöldi skútufarþega er síðan áætlaður um eitt þúsund. -jh Vinsældir Íslands sem ferðamannalands hafa aukist ár frá ári. Ef allt er talið komu hingað til lands rúmlega ellefu hundruð þúsund ferðamenn í fyrra.  SkiplagSMál ný doktorSrannSókn hörpu SteFánSdóttur arkitektS Fegurð í borgum skiptir máli Fegurð umhverfis á hjólaleiðum í borgum er mjög mikilvæg, samkvæmt nýrri doktorsrannsókn Hörpu Stefánsdóttur arkitekts, en einnig nálægð við náttúru og kyrrð. Harpa, sem kynnir niður- stöður sínar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, föstudag, segir það vera það áskorun fyrir skipulagsfólk að hanna hjólaleiðir í borginni út frá fagurfræðilegum sjónarmiðum. Harpa Stefánsdóttir arkitekt og doktor í skipulagsfræðum segir það vera áskorun fyrir skipulagsfólk að bæta ánægju hjólreiðafólks í borg- inni. Nýleg rannsókn hennar sýnir að upplifun hjólreiðafólks af umhverfinu skiptir miklu máli. Ljósmynd/Hari Láu hjartað ráða Tómatvörurnar okkar eru unnar úr lífrænum, dísætum tómötum sem fá að þroskast til fulls á plönt- unni. Enginn viðbættur sykur. 20% afsláttur Lyfjaauglýsing Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. Janúar FRÉTTIR ÚR DÁNARHEIMUM Steinþór Þórðarson, prestur, ytur erindi í Boðunarkirkjunni, Álfaskeiði 115, Hafnarrði, sunnudaginn 25. Janúar kl. 16. Flestir vilja vita hvað bíður þeirra þegar þeir kveðja þetta líf. Biblían hefur að geyma mikinn fróðleik um það sem bíður okkar handan við móðuna miklu. ALLIR VELKOMNIR. 8 fréttir Helgin 23.-25. janúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.