Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.01.2015, Síða 37

Fréttatíminn - 23.01.2015, Síða 37
ferðalög 37Helgin 23.-25. janúar 2015 Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is BERLÍN flug f rá Tímabi l : febrúar - apr í l 2015 12.999 kr. LYON flug f rá Tímabi l : jún í - ágúst 2015 24.999 kr. DÜSSELDORF flug f rá Tímabi l : jún í - ágúst 2015 14.999 kr. VILNÍUS flug f rá Tímabi l : jún í - ágúst 2015 22.999 kr. PARÍS flug f rá Tímabi l : febrúar - apr í l 2015 12.999 kr. SKELLTU ÞÉR MEÐ! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! Bókamarkaður 2015 Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður 27. febrúar til 15. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaúgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 6. febrúar n.k., í síma 511 8020 eða á netfangið fibut@fibut.is Áætlunarflug WOW air til Dublin hefst í vor en hingað til hafa aðeins ferðaskrifstofur boðið upp á helgarferðir þangað á vorin og haustin. Ljósmynd/Think- stockphotos.com Bretland og Bandaríkin í fyrstu sætunum Oftast taka þoturnar í Keflavík stefnuna á Bretland eða Banda- ríkin enda kemur þriðjungur allra erlendra ferðamanna hér á landi frá þessum tveimur löndum. Níu breskir og tólf bandarískir flugvellir eru á dagskránni. Í vor blandar WOW air sér í baráttuna um farþega á leiðinni til Boston og Washington og Delta snýr til baka í byrjun sumars og flýgur hingað daglega frá New York. Icelandair heldur áfram að bæta við áfanga- stöðum í norðvesturhluta N-Amer- íku því í maí fer félagið jómfrúar- ferð sína til Portland. Félagið flytur sig einnig um set í Orlandó í september. Slagur um Þýskaland Yfir vetrarmánuðina eru það að- eins Icelandair og WOW sem setja stefnuna á Þýskaland en á vorin hefst Íslandsflug þriggja stærstu flugfélaga Þjóðverja. Um leið fjölgar áfangastöðunum þar í landi töluvert og samkeppnin eykst. Í sumar munu til að mynda þrjú fé- lög fljúga til Berlínar, Hamborgar og München. Næsta sumar býður líka upp á fleiri möguleika fyrir þá sem ætla að heimsækja Sviss því flogið verður til þriggja borga þar í landi. Næturflugið til Vínar verður í föstum skorðum en höfuðborg Austurríkis er eiginlega austasti punkturinn í leiðakerfi Keflavíkur- flugvallar því ennþá er ekki flogið beint héðan til vinsælla ferða- mannalanda eins og Tékklands, Ungverjalands, Slóveníu eða Króa- tíu. WOW air sinnir þó norðaustr- inu með flugi til Varsjár og Vilnius. Beint á ströndina Sumar ferðaskrifstofur hófu að selja sólarlandaferðir ársins strax í október en alla jafna hefst salan fyrst í byrjun árs. Í flestum til- fellum bjóða ferðaskrifstofurnar líka staka flugmiða og þeir sem vilja fara á eigin vegum til Mall- orca, Krítar eða Tyrklands geta flogið þangað beint með leiguflugi. Valkostum þeirra sem vilja fara um Ítalíu fjölgar líka í sumar því nú verður í fyrsta skipti flogið héðan til Rómar. Á Túristi.is má sjá til hvaða borga verður flogið beint í sumar og hvaða flugfélög fljúga hvert. Portland er reglulega valin ein byggilegasta borg Bandaríkj- anna og þangað mun Icelandair fljúga frá og með vorinu. Ljósmynd/ Travel Portland  Það verður flogið til þriggja sviss- neskra borga í ár og þar á meðal munu bæði easyJet og Icelandair fljúga til Genfar. Ljósmynd/ Ferðamálaráð Sviss

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.