Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 48
48 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 Nýtt ár er að renna upp og tími til að huga að ný ­ráðningum í fyrirtækinu. Um sóknir um störf hafa borist og búið að velja úr líklega framtíðar ­ starfsmenn. Næsta skref er að kalla fólkið í viðtöl. Hverning lítur það út? Er þetta rétta fólkið þegar horft er framhjá prófgráðum og fyrri reynslu? Allir vita að það er auðvelt að láta heillast af fólki við fyrstu kynni. Síðar kemur ef til vill í ljós að stjórinn lét blekkjast í viðtalinu. Hann sá ekki að hér var flagð undir fögru skinni. Það er stundum best að láta tilfinnigu ráða en ekki alltaf. Hér eru nokkur ráð frá sænska við skiptasálfræðingnum Ingrid Toll gerdt­Andersson um hvað ber að gera og hvað að varast í við töl - um við væntanlega starfsmenn. 1. Enginn er hlutlægur. Það er gott að viðurkenna fyrir viðtalið að skynsemin ræður aldrei alveg. Viðmælandinn hefur áhrif á þig og mótar viðhorf þitt. 2. Hugsaðu þig um. Reyndu að koma orðum að því sem þér fannst heillandi við umsækjand- ann. Ef þú finnur engin orð þá er eitthvað að. 3. Spegilmyndin. Ekki gleyma að viðmælandinn tekur mið af fram­ komu þinni og reynir að þóknast þér. Þetta eru eðlileg viðbrögð þegar sótt er um vinnu. 4. Fölsk framkoma. Reyndu að átta þig á hvort viðmælandinn er afslappaður og framkoman eðli­ leg. Ef framkoman er tilgerðarleg er það merki um að umsækj- andinn sigli undir fölsku flaggi. 5. Varastu sjálfumglatt fólk. Þeir sem bara hrósa sjálfum sér og segjast geta allt eru sjaldan góðir starfsmenn. Heiðarlegt fólk reynir ekki að breiða yfir veikleika sína. 6. Raunverulegur áhugi. Umsækj andi sem spyr skynsam­ legra spurninga hefur raunveru­ legan áhuga á starfinu. Sá eða sú sem bara kann frasa úr kynningarbæklingum hefur ekki áhuga. 7. Spurðu um ástæður. Spurðu um ástæður þess að viðkomandi sækir um. Faglegur áhugi lofar oft góðu um framhaldið. 8. Betur sjá augu en auga. Rétt er að biðja fleiri í fyrirtækinu að ræða við umsækjandann. Þeir láta ef til vill ekki heillast af fögrum orðum og útliti. 9. Meðmæli. Gott er að fá meðmæli frá fleirum en einum vinnuveitenda ef tilefni er til. Meðmæli innihalda ekki alltaf mikilvægar upplýsingar en ef mörg meðmæli eru borin saman kemur ef til vill sannleikurinn í ljós. 10. Heildarmyndin. Er umsækj- andi glaðlegur og frjálslegur í framkomu? Flóttalegt augnaráð og tilgerðarleg rödd lofa sjaldan góðu. Flagð undir fögru skinni Gísli Kristjánsson fréttaritari: Stjórnunarmoli H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 1 1 1 1 8 1 Af litlum neista… Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir okki lya sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelnavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horð á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2-3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndilega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yrlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, ne og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens-Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Nóvember 2011. þau hafa orðið Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Eignastýringu Landsbankans: ERLEND HLUTABRÉF S igurður B. Stefáns­ son segir að á vest­ rænum markaði hafi verð á hlutabréfum tekið að falla síðustu daga í júlí 2011 og í fyrstu viku ágúst svo að ljóst hafi verið að um hömlulausa óttasölu var að ræða. „Hrun á verði hlutabréfa í margfaldri veltu er oft fyrirboði um langvarandi lækkun. Í Kína ná hlutabréf hágildi í ágúst 2009 og lækka allar götur síðan. Á Indlandi, í Brasilíu og víða í Evrópu er hágildi fyrir lækkun fyrr á árinu 2011 eða jafnvel haustið 2010. Frá vori eða sumri 2011 hafa hlutabréf á alþjóðlegum markaði yfirleitt lækkað um 10 til 30%. Mest er lækkun í Rússlandi eða 34% en minnst í Mexíkó eða lið lega 2%. Hlutabréf á Norð- ur löndum lækka um 29% frá hæsta gildi ársins og Euro Stoxx 50-vísitala stórfyrirtækja í Evrópu er 24% lægri en hún fór hæst. Mikil lækkun á verði hlutabréfa og mikill órói og flökt á markaði sem henni hefur fylgt ber vott um nýtt lækkunarskeið hluta­ bréfa (e. Bear Market) frá árinu 2011. Lækkunarskeið standa að jafnaði í 18 mánuði eins og það síðasta frá haustinu 2007 til vors 2009. Hið lengsta á síðustu áratugum stóð 36 mánuði frá mars 2000 til mars 2003. Ekki leikur vafi á að orsök þessa mikla misvægis á alþjóðleg- um markaði hlutabréfa liggur í alvarlegum skuldavanda ýmissa ríkja jafnt í austri sem vestri. Umræða sumar og haust 2011 beinist að vanda Grikkja, Ítala og fleiri Evrópuríkja svo og evru­ landa í heild. Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjamanna árið 2011 eru tæplega 100% af vergri lands­ framleiðslu en skuldir evruríkja um 87% á sama mælikvarða. Fjárlagahalli í Bandaríkjunum er 9% af landsframleiðslu árið 2011 en halli evruríkja er 4%. Japanir eiga sér ekki hliðstæðu. Skuldir ríkissjóðs þar eru yfir 225% af landsframleiðslu og fjárlagahalli áætlaður 8,3%. Horfur hafa áður verið bjartari en við upphaf árs 2012. Dregið hefur úr væntingum um hagvöxt ársins, verðbólga hækkaði mikið árið 2011 og skuldabyrði er til þyngingar jafnt í heilum þjóðar­ búum sem sveitarfélögum, fyrirtækjum og heimilum. Tíminn vinnur þó með okkur og brátt mun vöxtur í heimsbúskapnum glæðast á ný og verðbólga, fjár­ lagahalli og skuldir láta undan síga.“ Skuldaþrengingar vofa yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.