Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 72
72 FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 Íslandsstofa er nýtt fyrirtæki stofnað til að verða öflugur vettvangur til kynningar- og markaðsstarfs íslenskra fyrirtæki erlendis. Með stofnun hennar skapast einstakt tækifæri til samstarfs stjórnvalda og fyrirtækja í því skyni að auka orðspor íslenskra fyrirtækja. Hin margvíslegu verkefni Íslandsstofu hafa þegar skilað árangri og sá grunnur sem lagður hefur verið lofar góðu um framhaldið. Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri var tekinn tali og beðinn að líta yfir farinn veg en ekki síður gefa hugmynd um hvers vænta megi á næsta ári. Íslandsstofa; frumleg, öflug og framsækin hvað stóð upp úr hjá fyrir­ tæki þínu á árinu? „Íslandsstofa var stofnuð fyrir rúmu ári og sameinar starf­ semi sem áður var á þremur höndum þ.e. Útflutningsráðs Íslands, Fjárfestingarstofu Ís­ lands og erlends markaðsstarfs Ferðamálastofu,“ segir Jón. „Við erum því afar ungt fyrir­ bæri og erum enn að taka út þroska. Þessi þroskaferill er það sem stóð upp úr í okkar rekstri á liðnu ári, en hann snýr að því að ná skýrum samlegðar­ áhrifum út úr rekstrinum og móta sameiginleg skilaboð til umheimsins sem þjóna öllum íslenskum útflytjendum – bæði þeim sem selja vörur og þjón ­ ustu og afurðir skapandi greina. Við erum ekki leita að ein­ hverri einni ímynd eða einum skilaboðum, heldur viljum láta sem flestar raddir heyrast, en sameiginlega þurfa skilaboðin að segja að hér sé gott og skap ­ andi samfélag manna og kvenna, landið sé fagurt og frítt, hér séu framleiddar gæðaafurðir af margvíslegum toga og gott sé að sækja landið heim og eiga hér viðskipti. Það yrði okk ur öllum til heilla. Af einstökum atburðum á árinu getum við þó ekki annað en nefnt þá athygli sem kynn­ ingarverkefnið „Inspired by Iceland“ hefur vakið erlendis og þau verðlaun sem því hafa hlotnast. Verkefnið hefur örugg ­ lega átt sinn þátt í því að aldrei fyrr hafa jafnmargir erlendir gestir sótt landið heim og í ár.“ hver verða forgangsverkefni fyrirtækis þíns á næsta ári? „Við munum að sjálfsögðu halda áfram að þróa þjónustu okkar við fyrirtækin í landinu og þá opinberu aðila sem við erum í samstarfi við. Ráðgjaf­ ar­ og fræðsluverkefni okkar í markaðs­ og sölumálum standa traustum fótum og eru vel kynnt meðal viðskiptavina okk ar í hinum gjaldeyrisska­ pandi geira, en á árinu 2012 ætlum við að kynna til leiks nýja nálgun á þessa ráðgjöf, sem hentar sérlega vel fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á þessu sviði. er aðferðafræðin kölluð „360° greining til vaxtar“ og er hún byggð á danskri fyrirmynd og hefur gefist vel þar í landi. Á sviði erlendra fjárfest­ inga bíða fjölmörg spennandi verk efni hins nýja árs, bæði hvað varðar einstakar fjárfest­ ingar, en líka við að stuðla að úrbótum í laga­ og viðskipta ­ umhverfi erlendra fjárfestinga. Það hefur lengi skort skýra stefnu mótun á þessu mikil­ væga sviði, sem ef vel tekst til getur aukið fjölbreytni atvinnu­ lífsins, skapað störf og flutt inn nýja þekkingu og tækni. Í kynningarstarfi erlendis verður forgangsverkefnið „Ísland allt árið“, sem er byggt á grunni Inspired by Iceland og hefur það að markmiði að fá erlenda ferðamenn til að koma árið um kring. meðal nýjunga í verk efninu eru svokallaðir Þemamánuðir í samstarfi við þjónust uaðila, framleiðslu fyrir ­ tæki og kynningarmið stöð­ var lista og skapandi greina. Fyrirhugað er að verja allt að 600 mkr. á ári í átakið í þrjú ár, og kemur fjármagnið til jafns frá ríkissjóði annars vegar og fyrirtækjum í ferðaþjónustu og öðrum hagsmunaaðilum eins og Reykjavíkurborg hins vegar.“ hvaða nýjungar voru helstar í fyrirtæki þínu á síðasta ári? „nýjungin á síðasta ári var í raun og veru Íslandsstofa sjálf. Þetta var fyrsta rekstrarár fyrirtækisins og hver dagur fól því í sér ný verkefni og spenn­ andi áskoranir. Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við eru til kynningar­ og markaðsskrifstofur atvinnu­ lífs ins, sem eiga að stuðla að auknum gjaldeyristekjum og erl endum fjárfestingum, en Ís landsstofa hefur algjöra sér ­ stöðu á þessu sviði, því hvergi annars staðar hafa menn sett kynningu á vörum og þjónustu, ferðaþjónustu og fjárfestingum undir einn hatt, auk þess sem okkur er ætlað að styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis. Þá aðskilur Íslandsstofa sig frá samskonar fyrirbærum með sérstökum fagráðum, sem eiga að vera stjórn til halds og trausts um stefnumótun í mark­ aðs málum.“ Upplýsingar Um fyrirtækið: Velta: 850 milljónir / starfsmannafjöldi: 25 / fjöldi viðskiptavina: 900 / framkvæmdastjóri: Jón Ásbergsson / lykilstarfsmenn: Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar, Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður erlendra fjárfestinga TexTi: sTeinGerðUr sTeinarsdÓTTir / mynd: Geir Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.