Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 125

Frjáls verslun - 01.11.2011, Blaðsíða 125
FRJÁLS VERSLUN 11. TBL. 2011 125 Hverjar verða helstu áskor­ anirnar 2012? Áskoranirnar sem íslenskir stjórn - endur standa frammi fyrir árið 2012 eru fjölmargar eins og horf - urnar hér að framan bera með sér. Framundan er fjórða árið í röð þar sem verulegar ógn anir steðja að og víða er þröngt um tækifæri. Þetta eru tvímælalaust krefjandi aðstæður og margir stjórnendur eru komnir að fótum fram eftir þrjú erfið ár. Fækka hef ur þurft fólki sem þýðir að þeir sem eftir eru hafa þurft að bæta á sig verkefnum með tilheyrandi auknu álagi og laun hafa auk þess víða lækkað. Margir stjórnendur og starfs- menn hafa einnig gengið í gegn ­ um miklar þrengingar persónu- lega. Það veldur álagi og streitu sem dregur úr fólki bæði kraft og kjark. Óvissa ríkir um hvort botn- in um er náð. Óvissa ríkir einnig um stefnu stjórnvalda í mörgum mikilvægum málaflokkum vegna ólíkra viðhorfa stjórnarflokkanna. Það veldur kvíða og aðgerðaleysi, auk þess að draga úr bjart sýni. Við þessar aðstæður er ljóst að það reynir á stjórnendur að hafa allar klær úti og nýta öll tiltæk verkfæri og tækifæri. 10 leiðir sem stuðla að góð­ um árangri Fyrir stjórnendur sem hafa metn- að og áhuga á að ná góðum ár angri við þessar aðstæður eru ýmsar leiðir færar. Leiða má líkum að því að stjórnendur sem leggja áherslu á eftirtalda 10 hæfnisþætti eigi auðveldara með að ná árangri í því um­ hverfi sem við búum við en þeir sem gera það ekki: 1. Starfsþrek og úthald – eigin heilsa 2. Þekkja sjálfan sig – styrk­ leika og takmarkanir 3. Vera hvetjandi og góð fyrir mynd 4. Aðlög unar hæfni og að læra nýja hluti 5. Skýr framtíðarsýn og mark mið 6. Markviss breytingastjórn­ un 7. Skilvirk árangursrík sam­ skipti 8. Stórt og öflugt tengslanet 9. Að efla eigin hæfni og ann arra 10. Jákvæð viðhorf – bjartsýni og þrautseigja Stjórnendur sem vilja auka mögu leika sína á góðum árangri árið 2012 ættu að byrja á að leggja áherslu á eigin heilsu, að efla og viðhalda góðu starfs- þreki og auka úthald til að forð ast að brenna upp. Leiðin til þess er að þekkja sjálfan sig vel, styrkleika sína og takmarkanir. Að vera meðvitaður um hvað gefur manni orku og hvað tekur frá manni orku og hegða sér og forgangs raða í samræmi við það. Oft skiptir þá máli að gæta að jafnvægi milli starfs og einkalífs. Stjórnendur með fullt starfsþrek eiga auðveldara með að vera góðar fyrirmyndir og hvetja starfs fólkið. Víða hafa orðið miklar breyting ­ ar sem kalla á að fólk finni nýjan tilgang með störfum sínum og tileinki sér ný og breytt viðhorf. Þar reynir á aðlögunarhæfni stjórnenda ekki síður en starfs­ fólks og hæfni til að tileinka sér nýja hluti. Það auðveldar þeim að setja skýra stefnu og mark mið sem gera öll samskipti skilvirkari og árangursríkari. Með þeim hætti verður auðveldara að stýra breytingum, hvetja fólk til þátttöku og auka skuldbindingu. Í þrengingum, þegar tækifærum fækkar, eykst mikil - vægi tengslanetsins. Þá er mjög mikilvægt fyrir stjórnendur að styrkja og viðhalda tengsla neti sínu til að fjölga tækifærum. Eiginleikar eins og gott siðferði, heilindi, æðruleysi, umhyggju- semi og jákvæð endurgjöf, samúð og skilningur og forvitni gera fólki þá vinnu léttari. Í góðu tengslaneti getur falist bæði stuðningur, hvatning og aðgang- ur að mikilvægum upplýsing- um sem eykur úthald og gerir stjórnendum kleift að bregðast hratt við þegar ný tækifæri eða ógnanir sýna sig. Stjórnendur sem líta í eigin barm og leita stöðugt leiða til að bæta sig með því að efla þekk- ingu og hæfni eru líklegri en aðrir til að ná árangri. Stjórnend- ur sem horfa sömu augum á starfsfólk sitt, veita því uppbyggi- lega endurgjöf, hrósa því og hvetja og veita því tækifæri til að eflast og þroskast eru það einn- ig. Þess vegna skiptir máli að huga vel að fræðslu og þjálfun stjórnenda og starfsfólks, ekki síst á tímum þegar ógnanir steðja að og meira er fyrir því haft að skapa samkeppnisforskot. Stjórnendur, ekki síður en starfs­ fólk, standa oft í þeim sporum að fá litla endurgjöf á störf sín. Stjórnendaþjálfun getur því verið mjög áhrifarík leið til hvatningar og til að efla sjálfstraust. Það eru gömul sannindi og ný að tækifærin sem standa okkur opin ráðast ekki síst af okkar eig in við horfum. Jákvæðni og bjart sýni eru viðhorf sem gera okkur kleift að koma auga á fleiri tækifæri en ef við temjum okkur neikvæðni og bölsýni. Ógnanir hafa líka til­ hneigingu til að vaxa eða minnka í takt við viðhorf okk ar til þeirra. Það er því mikilvægt fyrir alla, stjórnendur sem starfsfólk, að fagna nýju ári með jákvæðni og bjartsýni. Það mun veita okkur aukinn kraft og þrautseigju til að takast á við það sem framundan er og snúa þessari erfiðu stöðu inn á aðrar og betri brautir. „Áskoranirnar sem íslenskir stjórnend­ ur standa frammi fyrir árið 2012 eru fjölmarg ar. Fram­ undan er fjórða árið í röð þar sem veruleg­ ar ógnanir steðja að og víða er þröngt um tækifæri.“ Ég skora á þig Hvers virði er það fyrir þig sem stjórnanda að ná markmiðum þínum og auknum árangri? Hver verður staða þín um áramót að ári liðnu ef þú hugar ekki að því? Ef áramótaheitið þitt verður að veita þó ekki sé nema einum af þessum 10 þáttum sem stuðla að auknum árangri athygli, ef þú setur þér markmið um að gera betur og tekur einhver skref í þá átt trúi ég því að það skili þér auknum árangri á nýju ári. Ég skora á þig. Horfur á nýju ári? Þegar litið er til þess hvaða lykilhæfni íslenskir stjórnendur þurfa að búa yfir á næsta ári til að ná árangri þarf að skoða horfur í atvinnulífinu. Mörg íslensk fyrirtæki selja vörur sínar og starfa á mörkuðum bæði erlendis og hérlendis og því þarf að taka tillit til þess hvers er að vænta ekki aðeins á Íslandi heldur líka í okk ar helstu viðskiptalöndum. Helstu álitsgjafar virðast sammála um að mikil óvissa ríki. Almennt er gert ráð fyrir litlum hagvexti. Spáð er að atvinnuleysi verði áfram mikið og fjárfestingar litlar. Þótt fyrirtæki séu sem betur fer mörg hver ágætlega stödd og komin á réttan kjöl eftir áhrif efnahagshrunsins 2008 er skuldastaða ýmissa Evrópuríkja verulegt áhyggjuefni. Sú staða hefur áhrif innan alls Evrópusam­ bandsins og skuldastaða Bandaríkjanna er einnig í járnum. Óvissan er líkleg til að valda því að fólk heldur að sér hönd um varðandi fjárfestingar og framkvæmdir sem svo dregur úr líkum á því að batinn geti orðið hraður. Hvernig þjóðum heims tekst að vinna sig út úr þessum vanda mun hafa veruleg áhrif á efnahags­ batann á næstu árum. Það er því ljóst að rekstrarumhverfið verður áfram krefjandi og verulega mun reyna á hæfni stjórnenda til að halda sjó og ná góðum árangri við þessar aðstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.