Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
RITSTJÓRNARGREIN
Stjórn Viðskiptaráðs!
SJÖ AF NÍTJÁN í nýkjörinni stjórn Viðskiptaráðs
eru frá fyrirtækjum sem komin eru í hendur banka og
kröfuhafa eftir hrunið. Þetta eru tæplega fjörutíu pró-
sent af ráðinu. Á sama tíma sendir ráðið frá sér könnun
þar sem fram kemur að 40% forsvarsmanna fyrirtækja í
íslensku atvinnulífi telja að þau séu í harðri samkeppni
við opinber fyrirtæki. Þetta er Ísland í dag. Ekki set
ég út á þá einstaklinga sem sitja í nýkjörinni stjórn
Viðskiptaráðs. En ég staldra við hve stór hluti ráðsins
starfar í fyrirtækjum sem eru í eigu banka og hins opin-
bera. Ekki að þessir starfsmenn geti svo sem að því gert,
hrunið leiddi til þess að bankarnir ákváðu nauðugir
viljugir að yfirtaka fyrirtæki undir því yfirskini að verja
hagsmuni sína. Þetta er hins vegar óþolandi ástand,
krumla bankanna skekkir alla samkeppnisstöðu á
markaði. Það er ótækt fyrir skilvíst einkafyrirtæki, sem
baslar við að greiða reikninga og standa sig eftir bestu
getu, að horfa upp á keppinautinn kom-
inn í öruggt skjól bankanna með tilheyr-
andi afskriftum skulda; keppinaut sem
varð fallvaltur og missti baklandið eftir að
hafa farið of mikinn í bólunni. Stjórn Við-
skiptaráðs hefur hér hlutverki að gegna við
að standa vaktina með einkafyrirtækjum
sem keppa við fyrirtæki í eigu banka og
ríkisins – í mjög svo ójöfnum leik.
VIÐSKIPTARÁÐ FÉKK samkvæmt
venju forsætisráðherra til að halda tölu á
Viðskiptaþingi. Yfirskrift þingsins var: Er
framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf? Samkeppnis-
hæfni og rekstrarumhverfi. Jóhanna Sigurðardóttir sagði
í ræðu sinni að upphafið að bankahruninu hefði verið
einkavæðing bankanna sem fór út af sporinu 2002
þegar sérvöldum aðilum voru afhent völdin í bankakerf-
inu. Því fór sem fór. Þetta er afar ódýr skýring hjá
forsætisráðherra um hrunið þótt örugglega megi setja
út á það hvernig bankarnir voru seldir á sínum tíma.
Stórbankar um allan hinn vestræna heim riðuðu til
falls í bankakreppunni og hefðu ekki lifað af nema með
opinberri aðstoð. Íslensku bankarnir voru orðnir tíu
sinnum stærri en hagkerfið og ríkið hafði ekki bolmagn
til að styðja við bakið á þeim. Það er hægt að vera vitur
eftir á en eftir stendur að það fer ekki saman að stórir
spilarar í atvinnulífinu séu á sama tíma stórir hluthafar
í bönkunum. Og öfugt; að stórir bankar séu stórir hlut-
hafar í fyrirtækjum.
JÓHANNA FORSÆTISRÁÐHERRA gerði það
að sérstöku umtalsefni á Viðskiptaþingi að hættulegt
væri að afhenda völdin í bankakerfinu en í sömu andrá
talaði hún um að eitt mikilvægasta verkefni okkar væri
að endurreisa traust í íslensku samfélagi. Þar hefur ríkis-
stjórn hennar ekki tekist vel upp. Traustið og gegnsæið
vantar. Það héldu flestir þegar ríkið endurreisti bankana
og tryggði innstæður í þeim að það hefði eitthvað um
vinnubrögð þeirra að segja í framhaldinu. Það reyndist
misskilningur. Ríkisstjórnin hefur einmitt afhent völdin
í bankakerfinu. Það er rekin afskiptaleysisstefna. Ríkis-
stjórnin er áhorfandi frekar en gerandi þegar kemur að
bönkunum. Hún tryggir allt en þykist ekki geta haft
nein áhrif og ber fyrir sig Bankasýslu. Tveir bankanna,
Arion banki og Íslandsbanki, eru allt í einu orðnir
einkabankar sem ríkisstjórnin segist ekki geta skipta sér
af þótt hún tryggi þá bak og fyrir. Jóhanna skiptir sér
ekki af því hvernig bankarnir selja þau fyrirtæki sem þeir
hafa tekið yfir og setur engar reglur þar um. Hún skiptir
sér ekki af vinnubrögðum Seðlabankans og ber við sjálf-
stæði bankans sem tregðast við að húrra niður vöxtum
í dýpstu kreppu sem riðið hefur yfir og viðheldur súr-
efnisleysi fyrirtækja. Ríkisstjórnin segist ekkert hafa með
vexti að gera vegna sjálfstæðis Seðlabankans.
GYLFI MAGNÚSSON lagði nýlega fram frum-
varp á Alþingi um fjármálafyrirtæki. Frumvarpið gerir
ekki ráð fyrir að skilja að starfsemi viðskiptabanka og
fjárfestingarbanka – en það var einmitt fjárfestinga-
bankasvið bankanna sem hafði mest með bankahrunið
að gera. Í athugasemd með frumvarpinu segir að rík-
inu sé ekki skylt að ábyrgjast Tryggingasjóð innstæðu-
eigenda en gera megi ráð fyrir því að lántaka sjóðsins
verði erfiðleikum bundin án bankaábyrgðar ríkissjóðs
eða annarrar aðkomu hans að lántöku. Hvað er að?
Hafa menn ekkert lært af Icesave? Ætlar ríkisstjórnin
að ábyrgjast einkabanka, en telja okkur svo trú um að
hún geti ekki skipt sér af þeim vegna þess að þetta séu
einkabankar í eigu útlendinga?!
STJÓRN VIÐSKIPTARÁÐS verður að standa
vaktina með einkafyrirtækjunum sem keppa við fyrir-
tæki í eigu bankanna þótt hluti ráðsins starfi í síðar-
nefndu fyrirtækjunum. Bankarnir voru nánast allsráð-
andi í höndum fyrri eigenda en völd þeirra hafa frekar
vaxið en hitt – og þeim er núna allt í sjálfsvald sett
undir stjórn Jóhönnu.
Jón G. Hauksson
Völd bankanna hafa
frekar vaxið en hitt
– og þeim er núna
allt í sjálfsvald
sett undir stjórn
Jóhönnu.
Bókaðu
núna!
með ánægju
Iceland Express býður flugsæti á góðu verði til Evrópu og
Ameríku. Leiðarkerfið okkar fyrir næsta sumar hefur aldrei
fjölbreyttara og núna geturðu valið á milli 25 áfangastaða
í Evrópu og Ameríku. Við hlökkum til að ferðast með þér
í sumar!
Bókaðu sumarferðina þína núna á www.icelandexpress.is
– hvert sem hugurinn leitar!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sumarið 2010
25 áfangastaðir
í sumar!
Ísland
Akureyri
Varsjá
Kraká
Bergamo
Bologna
Barcelona
Alicante
Berlín
Kaupmannahöfn
Billund
Álaborg
Ósló
London
Gatwick
Stansted
Birmingham
Friedrichshafen
Genf
Basel
Frankfurt Hahn
Rotterdam
París
Evrópa
Lúxemborg
Bandaríkin
Kanada
New York
Winnipeg
Gdansk
Gautaborg
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
www.icelandexpress.is
Reykjavík