Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 s t j ó r n u n rannsóknir hafa leitt í ljós að munurinn á þeim sem taka góðar ákvarðanir og þeim sem taka lélegar ákvarðanir er sláandi. Þeir, sem taka góðar ákvarðanir, líta svo á að allar ákvarðanir séu ferli og þeir beinlínis hanna og stjórna þeim sem slíkum. Þeir, sem aftur á móti taka lélegar ákvarðanir, halda sig við þá ímyndun sína að ákvarðanir séu atburðir sem aðeins þeir sjálfir geti stjórnað. Margir leiðtogar nálgast ákvörðunartöku þannig að ekki aðeins eru of fáir kostir lagðir fram heldur eru þeir ekki skoðaðir nógu gaumgæfilega til að tryggja sem besta ákvörðun. Rannsóknir undanfarinna ára gefa sterklega til kynna að margir leiðtogar standi sig beinlínis illa þegar kemur að ákvörðunartöku. Ástæðan fyrir því er að þeir meðhöndla ákvörðunartöku sem stakan atburð eða einangrað val sem á sér stað á stakri stundu, hvort sem það er við skrifborðið, á fundi eða meðan rýnt er í Excel-töflu. Samkvæmt þessu klassíska sjónarhorni ákvörðunartöku birtist í kollinum á leiðtoganum ákvörðun sem grundvallast á innsæi, rannsóknum og reynslu eða blöndu af þessu þrennu. Ef málið varðar til dæmis hvort eigi að taka vöru sem selst illa af markaði, þá kæmist stjórnandinn að niðurstöðu með því að íhuga það með sjálfum sér, leita ráða, lesa skýrslur, hugleiða málið aðeins meira, og síðan segja „af“ eða „á“, áður en hann kæmi ákvörðuninni í framkvæmd. Með því að nálgast ákvörðunartöku á þennan hátt er litið framhjá stærri félagslegum og skipulagslegum aðstæðum, sem að lokum ráða árangri hverrar ákvörðunar. Reyndin er sú að ákvörðun er ekki atburður heldur ferli sem þróast yfir tíma t.d. vikur, mánuði, eða jafnvel ár; ferli sem er þrungið valdatafli og pólitík og troðfullt af persónu- legum blæbrigðum og samskiptasögu. Um er að ræða ferli sem morar af umræðum og deilum og sem krefst stuðnings á öllum stigum skipulagsheildarinnar þegar kemur að fram- kvæmd ákvarðana. Ákvarðanir sem ferli: umræður og sannfæring Rannsókn Davids A. Garvin og Michaels A. Roberto við Harvard-háskóla, sem þeir segja skilmerkilega frá í grein sinni í Harvard Business Review, What You Don‘t Know About Making Decisions, sýnir tvær mismunandi nálganir við ákvörðunartöku. Annars vegar umræðuleiðina (e. inquiry) sem byggir á uppbyggilegum gagnrýnum umræðum. Um er að ræða opið ferli sem er hannað til að geta af sér margfalda valkosti, hlúa að því að skiptast á hugmyndum og leiða til lausnar sem er búið að rannsaka eða prófa. Því miður er þessi nálgun flestum okkar ekki eðlislæg. Í staðinn grípa hópar sem er falið að taka ákvörðun oft til annarrar nálgunar, sem lýsa má sem aðferð sem byggir á því að sannfæra (e. advocacy). Þessar tvær nálganir virðast keimlíkar á yfirborðinu: hópur fólks sem sökkvir sér niður í umræður og skoðanaskipti og reynir að komast að niðurstöðu með því að styðjast við það sem hann telur vera bestu upplýsingarnar. En þrátt fyrir að þessar tvær nálganir virðist líkar leiða þær af sér gífurlega ólíkar niðurstöður. Sannfæringarleiðin (sem er verri aðferðin) innifelur að þátttakendur nálgast ákvörðunartökuna sem keppni, jafnvel þó að þeir keppi ekki endilega opinberlega eða meðvitað. Vel skilgreindir hópar með ákveðna hagsmuni – t.d. deildir sem keppa um aukið fjármagn – berjast fyrir málstað sínum. Þátttakendur eru kappsfullir varðandi þá lausn sem hugnast þeim og eru því fastir fyrir þegar ágreiningur kemur upp. Gæði ÁkVarðana Góðar ákvarðanir ráðast af gagnlegum umræðum. Rannsókn Davids A. Garvin og Michaels A. Roberto við Harvard-háskóla, sem þeir segja skilmerkilega frá í grein sinni í Harvard Business Review, What You Don‘t Know About Making Decisions, sýnir tvær mismunandi nálganir við ákvörðunartöku. tExti: eyþór eðvarðsson Eyþór Eðvarðsson skrifar hér um gæði ákvarðana. Þar takast á sannfæringarleið og umræðuleið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.