Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 64

Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Sif Sigfúsdóttir, markaðsstjóri viðskiptafræðideildar og hagfræðideildar Háskóla Íslands, sér um ráðstefnur deildanna þegar þær eru á dagskrá en hún hefur einnig komið að stærri ráðstefnum fyrir Háskóla Íslands. Hún segir að þegar hún undirbúi ráðstefnur sé meginatriði hversu fjölmenn ráðstefnan eigi að vera, hvort hún eigi að verða opin almenningi eða lokuð fyrir hóp rannsakenda á einu sviði. Lykilatriði sé að fá góða staði með þeim búnaði sem hentar hverju sinni, það geti verið allt frá litlum fundarherbergjum yfir í stóra sali með búnaði fyrir kvikmyndasýningar. „Ég byrja á því að finna hótel við hæfi, vel veitingastaði, vel matseðilinn og panta allt fyrirfram, ég fæ tilboð í kaffi og hádegismat ásamt kvöldmat og síðan er að reikna flug erlendra gesta inn í pakkann og gistingu. Fjármagn er undirstaðan, allt snýst þetta um kostnað og að reyna að gera sem mest fyrir sem minnsta fjárhæð eins og staðan er í dag. Það þarf að skoða hvort eigi að auglýsa ráðstefnuna opinberlega – svo sem í blöðum, útvarpi, á Facebook eða bara á milli fræðimanna í viðkomandi fagi. Þá þarf að prenta auglýsingar og bæklinga ef í það er farið og gjafir til ráðstefnugesta eru alltaf vinsælar svo sem pennar, töskur og merktar vatnsflöskur; þó er minna um það í þessu efnahagsástandi.“ Sif segir að nauðsynlegt sé að farið sé eftir dagskránni og þá þurfi að hafa tímavörð eða fundarstjóra sem stýri fundinum af röggsemi. „Það þarf allt að haldast í hendur.“ Sif leggur áherslu á að hafa ekki of þétta dagskrá. Hún bendir á að fólk hafi takmarkaða getu og þolinmæði til að hlusta endalaust. „Því er nauðsynlegt að skipuleggja kaffitíma fyrir hádegi, hádeg- ismat og kaffitíma á daginn. Einhver frír tími er nauðsynlegur og gott er að gefa allavega eitt kvöld frítt. Ráðstefnugestir vilja oft gera eitthvað sérstakt í frítím- anum. Ég fæ mikið af fyrirspurnum um hestaferðir, Bláa lónið og jöklaferðir og ég er þá gjarnan í samstarfi við hótelið sem sér um slíkt.“ Þegar Joseph Stiglitz kom til landsins var fullt hús. „Við auglýstum titilinn Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Þá var notast við blaðaauglýsingar og markhópa sem við höfum hér í Háskóla Íslands og við auglýstum panelumræður sem Egill Helgason stýrði. Þarna var liðið um ár frá hruni og umræða um Ísland og Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn var mikil og oft heit.“ Vel heppnaðar ráðstefnur: Allt þarf að haldast í hendur Sif Sigfúsdóttir. „Það þarf að skoða hvort eigi að auglýsa ráðstefnuna opinberlega – svo sem í blöðum, útvarpi, á Facebook eða bara á milli fræðimanna í viðkomandi fagi.“ Fundir og ráðsteFnur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.