Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 97
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 97
Lífsstíll
Áslaug Pálsdóttir og eiginmaðurinn, Þórir Kjartansson, í Jökulárgili í
Landmannalaugum. „Það gefur mér mikið að vera í kringum dýr – að
vera með góðan hest, vinna með hann og ná sambandi við hann.“
Svanhildur Hólm Valsdóttir,
framkvæmdastjóri þingflokks
sjálfstæðismanna, segir að á
sínu heimili sé margt eldað
eftir stemningu og hvað sé til
án þess að nokkur uppskrift
komi við sögu. „Það er helst að
ég noti uppskriftir við bakstur.
Bakstur er líka ágætis búbót
þegar almennilegt brauð er farið
að slaga í fimmhundruð kallinn.
Ég fékk þessa uppskrift fyrir
nokkrum árum hjá Margréti,
systur minni, sem býr á
Gautlöndum í Mývatnssveit og
þess vegna gengur brauðið
undir nafninu Möggubrauð hjá
okkur. Þetta brauð baka ég oft,
það er mjög gott og saðsamt
og svo finnst mér kostur að það
skuli vera gerlaust. Sumir þola
ger ekki vel og þetta er mjög
fyrirhafnarlítið. Bara að hræra og
baka; ekkert að hefa og bíða.
Þetta er svona uppskrift sem
tekur breytingum eftir því hvaða
mjöl er til í skápnum og ég set
oft í það hafra, rúg eða bygg
og skipti einhverju út í staðinn.
Maður þarf aðeins að prófa
sig áfram með mismunandi
korntegundir, t.d. getur maður
þurft að baka það aðeins lengur
ef í því er rúgur eða bygg.“
Svanhildur segir að brauðið
haldi sér vel en sé auðvitað
langbest glænýtt og volgt með
smjöri og osti.
Möggubrauð
2 bollar spelt
1 bolli heilhveiti
1 bolli hveitiklíð
1 bolli súrmjólk
Sléttfull tsk natron
3 tsk lyftiduft
¼ tsk hjartarsalt
1 tsk salt
1 msk púðursykur
1 bolli mjólk
Bakað í 45 mínútur við 180°
Sett í jólakökuform. Þessi
uppskrift miðast við tvö lítil
form.
Það má leika sér með
þurrefnin, t.d. setja einn bolla
af spelti og tvo af heilhveiti eftir
smekk, setja hafragrjón í staðinn
fyrir hluta af spelthveitinu eða
jafnvel rúgmjöl.
Gott er að pensla brauðið með
mjólk eftir bakstur til að mýkja
skorpuna að ofan.
Undanfarin ár hefur Áslaug og fjölskylda átt nokkra hesta og
í hópnum er meri sem að sögn Áslaugar er í „folaldaeignum“.
„Það er því viðbúið að hestunum fjölgi í framtíðinni,“ segir
framkvæmdastjórinn.
„Það gefur mér mikið að vera í kringum dýr, – að vera
með góðan hest, vinna með hann og ná sambandi við hann.“
Hestarnir eru á sumrin í Landsveit þar sem fjölskyldan á land og
þaðan er farið bæði í styttri og lengri ferðir.
Hestaferðir segir Áslaug vera toppinn á tilverunni en hún
hefur kynnst ýmsum stöðum á landinu. „Þetta eru mislangar
ferðir en að fara í hestaferð á góðum hestum, í fallegri náttúru
og í góðra vina hópi gefur lífinu gildi.“ Hún nefnir sérstaklega
Löngufjöru á Snæfellsnesi en að ríða þar segir hún hafa verið
magnaða upplifun. Uppáhaldsstaðurinn til útreiða er samt
Landsveitin og Landmannaafréttur en hestaferðir á þeim slóðum
eru orðnar margar.
Þegar Áslaug er spurð hvað hesturinn sé í hennar huga segir
hún: „Þetta er ótrúlega magnað dýr. Krafturinn og geðslagið í
íslenska hestinum er frábært. Hæfileikarnir eru miklir og
hestarnir verða miklir vinir manns.“
Sælkeri mánaðarins
heimabaKað möggubrauð
Svanhildur Hólm Valsdóttir er sælkeri mánaðarins.